Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 73

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 73
KIL Mennirnir með bleika þríhyrninginn Frásögn homma af vist sinni í fangabúðum nasista á árunum 1939-1945 Heinz Heger Þýð: Guðjón Ragnar Jónasson Vitnisburðir um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista sem hefur haft ómæld áhrif víða um heim. Þetta er frásögn af mannlegri grimmd og niðurlægingu en líka mögnuð saga um mannlegt þrek og þolgæði, skráð af brennandi þörf til að miðla reynslu sem heimurinn vildi lengi ekkert vita af. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ritar ítarlegan eftirmála. 176 bls. Sögufélag IB Pater Jón Sveinsson – Nonni Gunnar F. Guðmundsson Auðmjúkur prestur, rithöfundur, kennari, fyrirlesari, tónlistarmaður, heimsborgari, Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma. – Ævisaga Nonna kemur nú út í nýrri útgáfu en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin þegar hún kom fyrst út árið 2012. 635 bls. Ugla KIL Rauði þráðurinn Ný og aukin útgáfa Ögmundur Jónasson Beitt pólitísk ævisaga, skrifuð af þekkingu á þróun síðustu áratugi. Hér er horft fram á veginn og lagst á sveif með þeim sem vilja vefa hinn rauða þráð. Kom fyrst út í ársbyrjun og er hér endurútgefin með viðauka þar sem reifuð eru stjórnmál yfirstandandi árs. „Örugglega besta bók sem ég hef lesið um íslensk stjórnmál.“ (Frosti Sigurjónsson) 624 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB RAF Spítalastelpan Hversdagshetjan Vinsý Sigmundur Ernir Rúnarsson Spítalastelpan var hún kölluð stelpan sem veiktist af berklum í hrygg á Ströndum Norður og var fyrstu ár sín að mestu reyrð niður í rúm á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hún byrjaði ekki að ganga fyrr en á sjöunda ári, sigldi heim þar sem faðir hennar var dáinn og móðirin búin að yfirgefa hana í huganum. En hún bjó yfir einstökum lífsþorsta og vongleði. 239 bls. Veröld SVK Út um víðan völl Júlíus Sólnes Sagt er frá lífi, ævintýrum og ferðum höfundar og konu hans, Sigríðar Maríu. Fjallað er um fjölbreyttan feril hans við Háskóla Íslands, aðkomu að Kröfluvirkjun og stofnun umhverfisráðuneytisins. Tilurð og örlög Borgaraflokksins eru einnig rakin á greinargóðan hátt. 720 bls. Háskólaútgáfan IB Var, er og verður Birna Ingibjörg Hjartardóttir Myndir: Rannveig Einarsdóttir Birna Þórðardóttir hefur alla sína tíð verið landsmönnum táknmynd andstöðunnar við smáborgaraskap og ríkjandi kerfi. Í þessari einstæðu bók fylgja þær henni á æskuslóðir á Borgarfirði eystra, vinkona hennar og skrásetjari sögunnar, Ingibjörg Hjartardóttir, og ljósmyndarinn Rannveig Einarsdóttir. Um leið er litrík ævi Birnu rakin í máli og myndum. 208 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF Þormóður Torfason Dauðamaður og dáður sagnaritari Bergsveinn Birgisson Þýð: Vésteinn Ólason Þormóður Torfason fæddist árið 1636 og varð einn mikilvirkasti sagnaritari landsins - en var líka dæmdur til dauða fyrir að verða mannsbani. Bergsveinn Birgisson skrifar hér sögu þessa stórbrotna manns, með svipaðri aðferð og lesendur þekkja úr hinni vinsælu bók hans, Leitin að svarta víkingnum. 368 bls. Bjartur IB RAF Ævintýri og líf í Kanada Endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar Umsj: Þórður Sævar Jónsson Árið 1925 hélt Guðjón, þá rúmlega tvítugur, vestur um haf með ekkert nema eftirvæntinguna í farteskinu. Áratugum saman vann hann fyrir sér sem farandverkamaður og þegar hart var í ári veiddi hann í sig og á. Hann fór sínar eigin leiðir, hræddist hvorki birni né óblíða náttúru og mætti hinu óþekkta af óttaleysi og bjartsýni hins frjálsa manns. 407 bls. Forlagið - Mál og menning Erum með úrvalið...sérvalið B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 73GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ævisögur og endurminningar

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.