Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 76

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 76
KIL 1. bók framhald: Vestfjarðakjálkinn Hjólabókin Erfiðar dagleiðir og auðveldari smáleiðir Ómar Smári Kristinsson Gamla Vestfjarðabókin er uppseld. Þessi bók er með glænýjum leiðalýsingum. Hér er lýst 8 erfiðum dagleiðum sem liggja í hring. Einnig 17 stuttum hringleiðum og um 20 leiðum sem liggja fram og til baka. Fegurð og fjölbreytileiki einkenna svæðið og leiðirnar. Vestfjarðakjálkinn nýtur sífellt meiri vinsælda meðal hjólreiðafólks. 112 bls. Ómar Smári Kristinsson SVK Hlaupahringir á Íslandi Ólafur Heiðar Helgason Hlaupahringir á Íslandi er fróðleg, skemmtileg og gagnleg bók fyrir alla sem hafa ánægju af útivist. Hér eru vandaðar lýsingar á 36 hlaupaleiðum um allt land fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Hlaupahringirnir eru fjölbreyttir og liggja um fjöll, öræfi, sveitir, skóga og strendur. 328 bls. Salka IB Lokakeppni HM í Katar 2022 HM bókin Kevin Pettman Þýð: Ásmundur Helgason Lokakeppni HM 2022 er að hefjast! HM bókin inniheldur allt sem þú þarft til að verða alvöru sérfræðingur um HM í Katar 2022. Farið er yfir öll liðin í keppninni, allar stjörnurnar sem mæta til leiks, sögu keppninnar og nokkur af stærstu augnablikum hennar. Hverjir munu slá í gegn í Katar? Hvaða lið fara alla leið í úrslitaleikinn? 64 bls. Drápa IB Íslensk knattspyrna 2022 Víðir Sigurðsson Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2022 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu. 272 bls. Sögur útgáfa IB Jógagleði Hannah Barrett Þýð: Herdís M. Hübner Í Jógagleði finnurðu allt sem hjálpar þér að byggja upp innri styrk, hamingju og þrautseigju til að finna leið þína í nútímanum, hvort sem þú er byrjandi eða langar til að dýpka iðkun þína. Hannah Barrett, jóga- og íhugunarkennari, sýnir hvernig þú getur tileinkað þér meginreglur og hugsunarhátt jóga og gert það að hluta daglegs lífs. 246 bls. Bókafélagið IB Knattspyrnubærinn 100 ára knattspyrnusaga Akraness Björn Þór Björnsson ÍA vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1951 og var það í fyrsta sinn sem Íslandsbikarinn yfirgaf höfuðborgina. Titlarnir komu á færibandi næstu áratugi og fljótlega varð Akranes þekkt sem knattspyrnubærinn. Hér er saga knattspyrnunnar á Akranesi rakin í máli og myndum frá 1922 til okkar dags og knattspyrnuiðkun beggja kynja gerð góð skil. 504 bls. Bókaútgáfan Hólar SVK Sérkort 1:200 000 Snæfellsnes - Borgarfjörður Vandað og handhægt kort yfir vinsælt landsvæði á Íslandi. Á kortinu eru einnig ljósmyndir og upplýsingar um helstu ferðamannastaði á svæðinu. Kortið er unnið eftir nýjustu stafrænum gögnum og þar eru helstu upplýsingar um vegi, vegalengdir og ferðaþjónustu. Mælikvarði: 1:200 000. Blaðstærð: 41 x 100 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska, franska. IÐNÚ útgáfa IB Stjörnurnar í NBA Kjartan Atli Kjartansson Bandaríski körfuboltinn er ein vinsælasta íþrótt heims og stjörnur NBA þær stærstu í sögunni. NBA-deildin hefur lengi notið mikilla vinsælda á Íslandi en aldrei eins og nú. Hér tekur höfundurinn og íþróttafréttamaðurinn snjalli Kjartan Atli Kjartansson saman alla þá leikmenn sem skipta máli í sögu keppninnar og auðvitað alla þá heitustu í dag. 120 bls. Sögur útgáfa SVK Sérkort 1:200 000 The Golden Circle Gullfoss - Geysir - Þingvellir Vandað og handhægt kort yfir vinsælustu ferðamannaleið á Íslandi. Á kortinu eru einnig ljósmyndir og upplýsingar um helstu ferðamannastaði. Kortið er unnið eftir nýjustu stafrænum gögnum og þar eru helstu upplýsingar um vegi, vegalengdir og ferðaþjónustu. Mælikvarði: 1:200 000. Blaðstærð: 35 x 94 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska, franska. IÐNÚ útgáfa Það er töff að lesa bók! www.boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa76 Íþróttir og útivist

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.