Læknaneminn - 01.04.2008, Side 3

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 3
'OOYj 3. Efnisyfirlit 3. Ritstjórapistill 4. Geilo 2008 5. Sjúkratilfelli 6. Af starfi Félags læknanema 12. Úr völundarhúsi valdsins 18. Kennsluverðlaun læknanema 2008 20. Já, einkavæðing er svarið 22. Markaðsvæðing er ekki svarið 26. Er ráðningarkerfi læknanema réttlætanlegt? 32. 3. árs verkefni í Calgary Kanada 34. Geysilega ánægjulegur starfstími 39. Lýðheilsufélagið 40. Sjúkratilfelli 41. Heiðursverðlaun læknanema 2008 42. IMSIC 44. Á hundrað ára afmæli Klepps 52. Áhrif fæðu á frásog lyfja sem tekin eru inn um munn 53. Unglæknaverðlaun 54. Áverkar á höndum 61. Ástráður - forvarnastarf læknanema 62. Valtímabil í Malaví 65. Tilfelli 67. Blóðgjafamánuður Háskóla íslands 68. Magnakerfið 71. Kandidatar 2007 72. Valtímabilið 76. Nám í læknadeild 78. Innganga í Læknafélag Islands? 79. Sjúkratilfelli framhald 80. Stereóísómerur og tengsl við klíníska lyíjafræði 82. Rannsóknarverkefni 3. árs læknanema 2007 Læknaneminn Vatnsmýrarvcgi 16,101 Rvk. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jóel Kristinn Jóelsson. Athugasemdir og fyrirspurnir joelj@hi.is. Ritstjórn Karl Erlingur Oddason, Kristín María Tómasdóttir, Ragnar Pálsson, Sigríður Birna Elíasdóttir. Umbrot og hönnun Bergur Finnbogason. Prentvinnsla Prentheimar ehf. Upplag 1650 eintök. Dreift til allra félagsmanna FL og félagsmanna LÍ á íslandi Auglýsingar Ritstjórn og Markaðsmenn ehf. Forsíða Bergur Finnbogason Ritstjórapistill Félag læknanema er öflugt hagsmunafélag læknanema við Háskóla íslands. Félagið sinnir hagsmunamálum læknanema í víðum skilningi: Stuðlar að góðum anda innan deildarinnar með öflugu félagslífi, eflir þekkingu og víðsýni læknanema með fræðslufundum og milligöngu um samskipti við erlenda læknaskóla, fer með hagsmuni læknanema út á við gagnvart þjóðfélagi og stjórnsýslu Háskólans og síðast en ekki síst beitir félagið sér í baráttu læknanema fyrir bættum kjörum á vinnumarkáði. Starf félagsins er öflugt og þeir sem að stjórn þess koma eiga hrós skilið fyrir vaska framgöngu í óeigingjörnu starfi sínu. Kjarabarátta læknanema hefur lengi verið erfið og flókin í framkvæmd. Þannig er ekkert viðurkennt stéttarfélag sem gætir að sérhagsmunum læknanema. Sem dæmi má nefna að þeir Ijölmörgu nemar sem starfa á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fá greitt kaup sem hlutfall af launum kandidata. Til að svo geti orðið þarf læknaneminn að greiða stéttarfélagsgjöld til Læknafélags fslands sem um leið er fagfélag sem viðkomandi fær ekki innöngu í. Sérhagsmunir okkar fá því engan hljómgrunn við gerð þeirra kjarasamninga sem læknanemum er greitt eftir. Undanfarin misseri hefur innganga Félags Iæknanema í Læknafélag íslands verið í farvatninu. Slík tilhögun myndi opna læknanemum mikilvægan vettvang til að vinna að bættum kjörum sínum. Fyrirkomulag þar sem læknanemar og aðrir háskólanemar eru teknir inn undir verndarvængsinnaframtíðarfagfélaga er vel þekkt í löndunum í kringum okkur og sýnir fallega hugsjón. Síðastliðinn vetur var gerð tilraun til að fá inngönguna í gegn og um það greidd atkvæði á aðalfundi LÍ eins og lesa má um annars staðar í þessu blaði. Meirihluti greiddra atkvæða dugði ekki til að koma tillögunni í gegn þar sem aukins meirihluta var þörf. í kjölfarið var málið sett í nefnd þar sem umræður strönduðu ítrekað á málum sem ekki verður séð að hafi átt heima á þeim vettvangi. Þannig spunnust miklar umræður um sumarafleysingar læknanema, málefni sem einmitt mætti ræða og ná sátt um á vettvangi LÍ ef læknanemar ættu þar sæti. 59. árgangur Læknanemans er kominn út. í þessu blaði hefur ritstjórn leitast við að hafa efnisval ijölbreytt og efni vandað. Þeim sem skoðað hafa eldri árganga blaðsins dylst ekki að efnistök og yfirbragð blaðsins hefur breyst mikið á skömmum tíma. Það þarf ekki að leita langt aftur til að finna Læknanemann fullan af þungu fræðilegu efni. Þróunin verður að teljast góð en blikur eru á lofti. Það reynist æ erfiðara að afla fræðilegra greina í blaðið. Að hluta til er skiljanlegt að greinahöfundar reyni sitt ítrasta til að birta skrif sín í virtum fagtímaritum. Nýlega hefur Læknablaðið verið tekið til skráningar í alþjóðlega gagnagrunna yfir ritrýnt fræðiefni og þessi breyting á landslaginu hér innanlands hefur reynst Læknanemanum þungt högg. Það er þó ástæða til að minna læknanema og aðra lesendur á að Læknaneminn er stærsta og mest dreifða blað landsins með læknisfræðilegt efni og hér er um tilvalinn vettvang að ræða til að stíga sín fyrstu spor fram á hinn fræðilega ritvöll. Að vera læknanemi er bæði áhugavert og skemmtilegt. Það er einlæg von ritstjórnar að blaðið sé gott innlegg í fjölbreyttan heim íslenskra læknanema. Að lokum er vert að þakka þeim fjölmörgu hæfileikaríku einstaklingum sem lögðu sitt af mörkum við gerð blaðsins. Jóel Kristinn Jóelsson 5. árs læknanemi Læknaneminn 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.