Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 5

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 5
Sjúkratilfelli Sjúkrasaga: Um er að ræða 52 ára karlmann með sögu um Crohns sjúkdóm og geðhvarfasýki sem tók engin lyf við komu. Hann leitaði á bráðamóttöku með 3 vikna sögu um hita og slappleika. Einkennin hófust með hósta, uppgangi og nefrennsli sem hann fékk Doxytab® (doxycycline) við hjá heimilislækni. Öndunarfæraeinkennin voru nú horfin en viku fyrir komu tók hann eftir kýli á mjóbaki og nokkrum dögum síðar einnig á vinstri kálfa. Við komu á bráðamóttöku hafði hann verið að taka Staklox8 (dicloxacillin) í 4 daga vegna kýlanna án nokkurs sjáanlegs árangurs. Hitinn hafði verið viðloðandi, aldrei hærri en 38°C og var maðurinn hitalaus inni á milli. Á tímabilinu frá því að einkennin hófust taldi hann sig hafa lést um 3 kg. Kerfalýsing var að öðru leyti neikvæð: Við komu voru engin einkenni frá öndunar- eða þvagfærum og hann hafði ekki tekið eftir neinum meltingareinkennum. Hann hafði verið greindur með Crohns sjúkdóm 5 árum fyrir komu og verið einkennalaus í 3 ár. Sjúklingur neytti áfengis í hófi og reykti tæplega pakka á dag, átti 40 pakkaár að baki. Hann hafði ekki ferðast á framandi slóðir eða í heitt og rakt umhverfi mánuðina fyrir komu. Það var engin saga um áhættuhegðun eða blóðgjafir. Átti hvorki gæludýr né heitan pott. Skoðun: 54 ára grannholda maður með 22 í líkamsþyngdarstuðul. Hann var fulláttaður, gaf góða sögu og var ekki bráðveikindalegur eða meðtekinn af verkjum. Lífsmörk: BÞ (liggjandi) = 141/74 og BÞ (standandi) = 128/82, púls (liggjandi) = 85/mín og púls (standandi) = 107/mín, s02= 98% án súrefnis, hiti = 37,5°C, ÖT = 14/mín. Höfuð var lýta- og eymslalaust og á hálsi þreifuðust engar eitlastækkanir né stækkun á skjaldkirtli. Lungnahlustun var hrein og það voru engin merki um stasa á hálsi. Engar eitlastækkanir þreifuðust í holhöndum eða nárum. Við hjartahlustun heyrðust eðlilegir hjartatónar, takturinn var reglulegur og engin auka- eða óhljóð til staðar. Kviður var mjúkur og eymslalaus, garnahljóð eðlileg og engar þreifanlegar líffærastækkanir. Það voru engin bankeymsli yfir hryggjartindum eða nýrnastað en neðanvert á bakinu vinstra megin sást stórt kýli á stærð við hænuegg. Töluverður roði var umhverfis kýlið og það var mjög aumt viðkomu. Skoðun útlima var eðlileg fyrir utan kýli sem sást á vinstri kálfa og var heldur minna en kýlið á bakinu. Rannsóknir á bráðamóttöku: Tekinn var blóðstatus sem sýndi hækkuð hvít (18,9 xl09 g/L) og hækkaðar blóðflögur (489 xl09 g/ L). Deilitalningin var eðlileg fyrir utan hækkun á neutrophilum (12,9). Natríum, kalíum, kreatínín, glúkósi, kalsíum og lifrarpróf voru eðlileg. CRP var hækkað (82 mg/L). Gerð var þvagskoðun sem var eðlileg og sjúklingur blóðræktaður auk þess sem blóð var sent í HIV próf. Bæði kýlin voru opnuð á bráðamóttökunni og hleypt úr þeim talsverðu magni af greftri sem sendur var í ræktun. Gangur og meðferð: Sjúklingur var í kjölfarið lagður inn á deild og settur á Inj. Ekvacillin® (cloxacillin), 2g x4 í æð. Var hann batnandi til að byrja með og hitalaus en það vessaði stöðugt úr kýlunum. Daginn effir komu fór hann að kvarta undan verki í báðum ökklum, þar sem ekkert fannst athugavert við skoðun, og í MTP-lið II hægra megin, þar sem var greinilegur roði. Kýlið á kálfanum fór stækkandi en kýlið á mjóbakinu stóð í stað. Eftir 3 daga á sýklalyfjum lágu fyrir lokasvör úr ræktunum og hafði þá ekkert ræktast, hvorki úr blóðinu né frá kýlunum. Blóðprufur þennan dag sýndu hækkandi hvít (19,4 xl09 g/L), hækkandi blóðflögur (543 xl09 g/L), hækkandi CRP (169 mg/L) oghækkað sökk (56 mm/klst). Sjúklingurinn var áfram slappur og aftur kominn með hita í kringum 38°C. Næstu daga fór almenn vanlíðan vaxandi auk áframhaldandi hitavellu og mikils nætursvita. Hann lýsti vaxandi ógleði og þunnfljótandi hægðum en hafði þó ekki tekið eftir blóði eða slími í hægðunum. Hann var kominn með byrjandi ný kýli aftan á hægra læri og á vinstri sköflung. Kýlið á kálfanum hafði opnast mikið og það voru dökkir blettir á jöðrum þess (sjá mynd). Liðeinkennin voru óbreytt þegar hér var komið sögu. Á þessu stigi lágu fyrir niðurstöður úr HlV-prófinu sem gert var við komu og var það neikvætt. Auk þess var gerð hjartaómskoðun m.t.t. hjartaþelsbólgu og var hún eðlileg. Vegna nýrra einkenna frá meltingarvegi og sögu um Crohns sjúkdóm var sjúklingurinn sendur í ristilspeglun sem leiddi í ljós að terminal ileum var með talsverða bólgu og fíbrósu. Einstaka apthous sár sáust distalt í ascending colon. Ristillinn var að öðru leyti eðlilegur. Auk þess var gerð tölvusneiðmynd af kvið sem sýndi nokkrar vökvafylltar smágirnislykkjur, auk þykkveggja og bólgins terminal ileum. Greining? Sjá framhald á bls. 79 Steinunn Þórðardóttir Deildarlæknir á LSH Læknaneminn 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.