Læknaneminn - 01.04.2008, Side 6

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 6
Valentínus Þór Valdimarsson Formaður Félags læknanema Af starfi Félags læknanema Félag læknanema er 75 ára um þessar mundir. Félagið var stofnað árið 1933 af þeim Baldri Johnsen, Bjarna Jónssyni og Ólafi Geirssyni til þess að vinnaað hagsmuna- ogfræðslumálum læknanema. „Félag læknanema lætur sig allt það skipta, sem varðar hag eða fræðslu læknanema. Félagið heldur uppi fundarstarfsemi, og hafa læknar verið fengnir til þess að flytja erindi um læknisfræðileg efni á fundum” eins og segir í bókinni Saga Háskólans frá árinu 1961. Innan félagsins starfa læknanemar af öllum námsárum en félagið hefur að geyma stjórn, fulltrúaráð, kennslu- og fræðslumálanefnd, ráðningastjóra, alþjóðanefnd og ritstjórn Læknanemans. Vonandi mun einnig Ástráður, forvarnarstarf læknanema, bætast við hópinn en vonir standa til þess að svo verði á næsta aðalfundi félagsins. Einnig eru starfandi lesstofustjórar, ljósmyndari félagsins og ritstjóri heimasíðunnar. Félagið kemur víða við og óhætt er að segja að það reki eina öflugustu starfsemi nemendafélags á landinu öllu. Hlutverk félagsins er að hafa forgöngu í félagslífi læknanema, efla fræðslu þeirra og almennings, gæta hagsmuna og vera fulltrúi læknanema innan háskólans og utan. Félagið kappkostar við að hafa samvinnu við samtök lækna og læknanema innan lands sem utan, gefur út blaðið Læknanemann, heldur úti heimasíðu, sér um kjaramál læknanema og styður við starf undirfélaga. Nefndir innan félagsins gegna mjög ólíkum störfum en saman mynda þau sterka liðsheild sem heldur uppi starfi félagsins, læknanemum til mikils sóma. Af störfum stjórnar Félags læknanema starfsárið 2007-2008 í stjórn Félags læknanema eiga sæti nefndarmenn af öllum árum læknisfræðinnar. Formaður kemur úr röðum 5. árs nema, varaformaður og gjaldkeri úr röðum 4. árs nema, ritari kemur af 3. ári og aðrir eru meðstjórnendur. Stjórn félagsins veturinn 2007-2008 skipa Valentínus Þ Valdimarsson, formaður; Þorkell Snæbjörnsson, varaformaður og gjaldkeri; Dagur Ingi Sigurðsson, ritari og Ásdís Egilsdóttir, Elín Arna AspelundogGuðrún Þ Höskuldsdóttir meðstjórnendur. Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórn sér um daglegan rekstur félagsins og sér um að skipuleggja starfsemi félagsins með öðrum nefndum. Stjórn og kennslu- og fræðslumálanefnd eiga sæti á deildarráðsfundum sem er framkvæmdarráð læknadeildar og þar hafa læknanemar mikilvæg atkvæði. Einnig á stjórn, kennslu- og fræðslumálanefnd og sérstakir fulltrúar læknanema sæti á skorarfundum og deildarfundum en það eru nokkurs konar þing deildarinnar. Stjórn á jafnframt sæti í stjórn Félags ungra lækna (FUL) og vinnur náið með norrænum samtökum læknanema. í júní 2007 hittust fulltrúar stjórnar, fulltrúaráðs, kennslu- og fræðslumálanefndar, alþjóðanefndar og lýðheilsustarfs. Því miður komust ekki fulltrúar Ástráðs með á fundinn. Þessir fulltrúar skipulögðu mikilvæga atburði á komandi vetri og settist hver nefnd niður og skipulagði starfsár sitt en einnig komu nefndirnar saman og ræddu helstu mál. Þetta starf skilaði miklum árangri og gerði starf stjórnar og nefndanna mjög gott auk þess sem fulltrúar nefndanna kynntust betur. Styrkir til Félagsins hafa löngum verið mikilvægir til þess að hægt sé að halda uppi góðu félagslífi á sanngjörnu verði fyrir alla félagsmenn. Stjórn hefur síðustu tvö ár haft góðan samning við Kaupþing banka og því ákvað stjórn að ræða fyrst við Kaupþing banka um styrkveitingu. Þær samningaviðræður heppnuðust vel og undirritaði stjórn samning við bankann í ágúst. Sala á félagsskírteinum hófst í september og var ákveðið að breyta um útlit á skírteinum sem tókst vel upp. Ákveðið var að hafa árgjald kr. 2500. Gjaldið hefur þannig ekki hækkað síðustu 5 árin þrátt fyrir verðbólgu. Þannig má segja að frekar ódýrt sé að vera félagi. Ýmis fríðindi fýlgja því að vera félagi t.d. afslættir, aðgangur að heimasíðu félagsins, afsláttur á ýmsa viðburði og aðgangur að ráðningarkerfi svo að fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er fyrir stjórn að bjóða nýnema sína velkomna. Formaður 6 Læknaneminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.