Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 7
ávarpaði nýja kollega fyrsta dag þeirra í deildinni. Síðan var farið í vel heppnaða ferð í Þjórsárver og hin árlega spírítusvígsla haldin en hún gekk frábærlega vel. Formaður félagsins og formaður kennslu- og fræðslumálanefndar héldu málþing fyrir fyrsta árs nema um allt sem þeir vildu vita um læknisfræði en þorðu ekki spyrja um. Heppnaðist það afar vel og var mikil ánægja meðal nema á fyrsta ári með viðburðinn. Lesstofur læknanema halda áfram að vera hið mesta vandræðamál. Það má segja að læknanemar á seinni árum hafi verið á flæmingi allt frá því að þeir misstu hina frábæru aðstöðu sem þeir höfðu haft á efstu hæð Heilsuverndar- stöðvarinnar við Barónsstíg. Þaðan fluttust læknanemar í Ármúla 30 þar sem áður voru rannsóknarstofur í lyfjafræði og réttarlæknisfræði. Húsnæðið var hið besta og snyrtilegasta. En Adam var ekki lengi í paradís. Kreditkort hf. hófu á vormánuðum að sölsa undir sig hluta af fyrrum lesstofum með miklum látum og erfitt var orðið að lesa vegna hávaða. Mikil vinna fór hjá stjórn í að reyna að útvega nýtt húsnæði og allt lítur út fyrir að læknanemar rnuni fá húsnæði við gamla Borgarspítalann nú á vordögum. Samskipti við erlenda læknanema eru mjög mikilvæg. í byrjun skólaársins fóru fulltrúar norrænna læknanemasamtaka að ræða saman um ýmis málefni tengd læknanemum og læknanámi t.a.m. tengsl við læknafélögin, alþjóðleg samskipti og skipulag félaganna. Það varð svo úr að haldinn var fundur allra félaganna í Stokkhólmi í febrúar 2008. Þennan fund sóttu bæði formaður og varaformaður FL. Þetta var mjög gagnlegur fundur og var áhugavert að sjá hvernig skipulag náms, kandidatsárs, framhaldsnáms og læknanemasamtakanna var í hverju landi. Mikill vinahugur myndaðist á meðal nágrannaþjóða og var ákveðið að hittast aftur á haustmánuðum samhliða FINO ráðstefnu sem haldin verður í Kaupmannahöfn. Einnig kom formaður kennslunefndar Evrópsku læknanemasamtakanna (EMSA) hingað til lands í mars og hitti þar formann FL og fulltrúa frá Alþjóðanefnd. Spennandi var að heyra hvernig starfsemi EMSA er og með hvaða hætti ísland gæti tengst þeirri góðu vinnu sem þessi samtök standa fyrir. Undanfarin tvö ár hafa nefndir sem starfa fyrir læknanema verið að færast nær og nær hver annarri. Aldrei hafa samskipti nefnda verið jafngóð og nú. í fyrsta skipti var öllum nefndum boðið að taka þátt í skipulagsfundi í júní og var það til mikils gagns. Fulltrúar allra nefnda hittust einnig í matarboði á veitingastaðnum Horninu í nóvember á síðasta ári. Á síðasta starfsári var einnig ákveðið að stofna sérstakt formannaráð sem í eiga sæti formenn allra nefnda. Formenn hittast tvisvar sinnum á hverri önn og ræða innbyrðis samstarf og skipulag á dagskrá. I nóvember fór fram umræða um beinan peningastyrk til alþjóðanefndar sem vantaði sárlega íjármuni til þess að geta haldið uppi starfsemi sinni. Það var til þess að haldinn var félagsfundur um efnið þar sem kynnt var starfsemi og mikilvægi nefndarinnar. Fundurinn tók síðan ákvörðun um að veita stjórn umboð til þess að styrkja nefndina. Einnig hefur félagið styrkt hinar mjög svo skemmtilegu uppákomur lýðheilsufélagsins þ.á.m. málþing um einkasölu á áfengi og málþing um blóðgjafir. Þessi málþing voru mjög vel heppnuð svo vægt sé til orða tekið. Námskeiðahald fyrir læknanema verður sífellt fjölbreyttara. I samvinnu við kennslu- og fræðslumálanefnd var unnið að skipulagningu á árlegu námskeiði í sérhæfðriendurlífgun sem Bjarni Þór Eyvindarson, unglæknir, hefur haldið síðustu ár. Árið í ár var engin undantekning og stóð Bjarni sig með stakri prýði. Á döfinni er að halda sérstakan læknanemadag í samvinnu við Merck Sharp & Dohme og Icepharma í anda Læknadaga sem Læknafélag íslands heldur árlega. Á þessum læknanemadegi verður boðið upp á kennslu í minni skurðaðgerðum (kirurgia minor) sem og málþing um hagnýta hjartalæknisfræði og hagnýta barnasjúkdómafræði. Þessi læknanemadagur verður einkum hugsaður fyrir klínísku árin. Von er á því að þetta muni stækka á næstu árum og verða fastur liður í starfsemi félagsins. Lög Félags læknanema hafa með tímanum orðið úrelt. Á þessu starfsári var það á dagskrá stjórnar að einfalda lögin og uppfæra þau en ýmislegt sem í lögunum stóð var orðið barn síns tíma. Það endaði með því að ákveðið var að búa til glæný lög sem liggja nú hjá lögfræðingum til skoðunar. Þegar þeirri vinnu er lokið þarf að kjósa um lögin í heild sinni á aðalfundi félagsins. Ástráður og Félag læknanema sameinast. Vegna nánari samvinnu nefnda sem starfa fyrir læknanema ákváðu stjórn FL og stjórn Ástráðs að hefja sameiningarviðræður. Þær gengu vonum framar og í nýjum lögum félagsins verður Ástráður eitt Stjórn FL veturinn 2007-2008. Frá vinstri: Elín Arna Aspelund, Ásdís Egilsdóttir, Dagur Ingi Jónsson, Þorkell Snæbjörnsson, Valentínus Þór Valdimarsson, formaður (liggjandi), Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, Katrín Jónsdóttir, nýkjörinn formaður. Læknaneminn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.