Læknaneminn - 01.04.2008, Side 18

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 18
Kennsluverðlaun Mynd: Stjórnarmenn FL afhenda Eiríki kennslu- verðlaunin Frá vinstri: Þorkell Snæbjörnsson, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Eiríkur Steingrímsson og Valentínus Þór Valdimarsson Það er fastur liður á árshátíð læknanema að heiðra kennara sem nemendum finnst standa sig vel í starfinu. Eiga kennsluverðlaunin um leið að vera hvatning fyrir lækna til að leggja metnað í kennslu læknanema. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að 5. árið ákveði hverjum skuli veita verðlaunin hverju sinni. I ár varð breyting á og var nú haldin kosning sem öll árin tóku þátt í. Verðlaunin í ár hlaut Eiríkur Steingrímsson doktor í líffræði ásamt lífefna- og sameindalíffræði A fyrir góða skipulagningu á kennslu og góða kennsluhætti. Við þekkjum öll Eirík sem tekst mjög vel að þýða flókin lögmál erfða- og sameindalíffræðinnar yfir á mannamál og lætur umritun RNA, stjórnun genatjáningar, translocationir og linkage analýsu virðast sáraeinfalt mál. Eins og allir læknanemar vita hefur Eiríkur einstakan áhuga á drosophilu-kvikindunum sem koma víða við í kennslunni hjá honum. En hann hefur einnig áhuga á gæðum vísindastarfs við HÍ og hefur sjálfur birt fjölda rannsókna. Þegar við höfðum samband við Eirík nú í byrjun maí mánuðs var hann einmitt á ráðstefnu í Sapporo þar sem hann var að kynna niðurstöður rannsóknarstofu sinnar í Læknagarði á hlutverki boðleiða í starfsemi umritunarþáttarins Mitf gensins í músum. “Við höfum verið að útbúa erfðabreyttar mýs sem bera stökkbreytingar í tilteknum amínósýrum Mitf próteinsins sem eru taldar taka við boðunum. Niðurstöðurnar benda til þess að boðleiðirnar til Mitf séu aðrar en áður var talið. Læknanemar hafa m.a. tekið þátt í þessu verkefni með því að útbúa ákveðnar stökkbreytingar.” Þegar við inntum hann effir viðbrögðum við verðlaununum var hann hógværðin uppmáluð. „Ég varð mjög hissa þegar ég fékk tölvupóstinn frá formanni félags læknanema um kennsluverðlaunin. Ég hélt reyndar að um misskilning væri að ræða og reyndi að leiðrétta hann og varð enn meira undrandi þegar það tókst ekki. Þetta er náttúrulega mikill heiður og sennilega sá mesti sem mér hefur hlotnast. Ég hef aldrei talið sjálfan mig góðan kennara og hef sífellt verið að reyna að bæta mig til að ná til nemenda með efnið og þessi viðurkenning er auðvitað vísbending um að það hafi tekist.” „Reyndar lít ég svo á að námskeiðið sem ég er umsjónarkennari fyrir, Lífefna- og sameindalíffræði A, hafi fengið verðlaunin en þar eru fleiri kennarar sem koma að en ég. Fremstur í flokki þar er Jón Jóhannes Jónsson en hann hefur á undanförnum áratug staðið fyrir ýmsum breytingum í kennslu á sviði erfða-, sameinda- og lífefnafræði. Þessar breytingar hafa haft þau áhrif að nemendur í læknisfræði fá nú mjög góðan grunn í þessum fræðum og þessar breytingar eru því að skila sér á mjög jákvæðan hátt.” Eiríkur á mikið hrós skilið og við þökkum honum kærlega fyrir gott framlag hans til kennslu læknanema. 18 Læknaneminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.