Læknaneminn - 01.04.2008, Side 22

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 22
Umbætur í heilbrigðiskerfinu - Er einkarekstur svarið? MARKAÐSVÆÐING ER EKKI SVARIÐ Ögmundur Jónasson, Þingmaður VG og formaður BSRB” Á undanförnum misserum hefur farið fram nokkur umræða um skipulagsbreytingar í heilbrigðis- kerfinu hér á landi. Ég er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt þessar breytingar og vísað í því sambandi í ítarlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bretlandi, Nýja Sjálandi og víðar þar sem heilbrigðiskerfið hefur verið markaðsvætt. Niðurstaðan er sú að markaðs- væðingin hefur haft í för með sér félagslega mismunun, aukinn kostnað fyrir samfélagið og rýrari starfskjör fýrir starfsfólkið. Lakari kjör fyrir starfsfólk eru að vísu ekki einhlít, því oftar en ekki hafa kjör stjórnenda stórbatnað, sem og sumra sérhæfðra starfsmanna, en kjör annarra hafa rýrnað til muna og álag aukist. Það er sammerkt með markaðs- væðingunni alls staðar þar sem hún hefur verið innleidd að reynt hefur verið að láta líta svo út að um smávægilegar breytingar sé að ræða, allt í anda hagræðingar og skilvirkni. Þegar upp hefur verið staðið hafa menn hins vegar setið uppi með óskilvirkara en jafnframt dýrara kerfi sem hefur haft félagslega mismunun í för með sér. Læknar og aðrar heilbrigðisstéttir hafa sums staðar stutt þessar breytingar og tekið fullan þátt í þeim og þar með talið sig vera að auka svigrúm sitt og frelsi. Ýmsir hafa síðan vaknað upp við þann vonda draum að vera launafólk á einkareknum stofnunum í eigu aðila sem heimta hámarksarðsemi - ofan i eigm vasa. Hvatt til umræðu í þessari grein langar mig til að vekja athygli á þeirri þróun sem á sér nú stað innan íslenska heilbrigðiskerfisins jafnframt því sem ég hvet samfélagið allt til að vakna til vitundar um þær breytingar sem verið er að gera á heilbrigðisþjónustunni, sjálfri þunga- miðju velferðarsamfélagsins. í júní árið 2006 gáfu Samtök atvinnulífsins út bækling þar sem talað var fyrir einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Þar voru tíundaðir meintir kostir einka- rekinnar heilbrigðisþjónustu og að þess væri ekki langt að bíða að hér litu dagsins ljós einkasjúkrahús. Sjálfur landlæknir tók undir þessa framtíðarspá í viðtali sem birtist í þessu riti atvinnurekenda. Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði þar m.a.: „Ég held að það sé rétt að einkasjúkrahús sé aðeins spurning um tíma. Ég held að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenœr og grundvöllurinn fyrir þeirri skoðun er að við erum komin svo langt eftir þeirri leið“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim skamma tíma sem liðinn er frá útgáfu þessa bæklings atvinnu rekendasamtakanna. Sem nýlegt dæmi má nefna að fyrirtækin InPro og Medica hafa sameinast í nýju fyrirtæki, Heilsuverndarstöðinni ehf. Á heimasíðu Heilsuverndar- stöðvarinnar nýju segir að samruni fyrirtækjanna hafi átt sér stað í ágúst 2007 og sé „nafnabreytingin síðasta þrepið í samrunaáætlun fyrirtœkjanna“. „Spennandi verkefni“ Á heimasíðu fyrirtækisins segir ennfremur að framundan séu „fleiri tœkifœri til þess að takast á við“ og „spennandi verkefni". Hvaða verkefni skyldi Heilsuverndarstöðin ehf. telja sérstaklega spennandi? Hinn 17. mars sl. birtist frétt um það á vefsíðu Heilsuverndar stöðvarinnar að fyrirtækið hefði samið við Kaupþing banka „um að bjóða viðskiptavinum bankans, sem eru í Vexti, 20% afslátt af mánaðargjaldiVelferðarþjónustunnar“. Fram kemur að um sé að ræða nýtt framtak í þjónustu við einstaklinga á Islandi og hafi Kaupþing að mati forsvarmanna „ sýntfrábærtfrumkvæði með því að veita Vaxtarfélögum auðvelt aðgengi að þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum velferðar. tþjónustunni felst meðal annars heilsufarsskoðun, lífstílsráðgjöf hjónabands- og fjölskylduráðgjöf lögfræðiráðgjöf fjármálaráðgjöf sálfræðiráðgjöf áfallahjálp, ráðgjafarþjónusta geðlœknis eða geðhjúkrunarfræðings, áskrift að Doktor.is, aðgengi að símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga og ýmislegt fleira“ Talsmaður fýrirtækisins, Teitur Guðmundsson læknir, útlistaði þetta nánar í viðtali í Speglinum í RÚV 27. mars sl. Þar sagði hann að samningurinn við gull- og platínukorthafa Kaupþings 22 Læknaneminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.