Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 23
væri þess efnis að boðið væri „upp á þjónustu sem heitir velferðarþjónusta °g velferðarþjónustan er skilgreind sem aukið aðgengi einstaklinga innan sem utan fyrirtcekja og á almennum markaði að þjónustu við hina ýmsu aðila bæði innan og utan heilbrigðisgeirans“. Talsmaður Heilsuverndarstöðvar- innar ehf. sagðist ekki telja að neitt væri við þetta að athuga og kom skýrt fram í viðtalinu að hann leit á þetta sem hver önnur viðskipti: „Ég held að við séumfyrst ogfremst að veita góða þjónustu ogfyrst ogfremst að koma því til skila aðþarna er ákveðið nýtt... ja, pródúkt sem hefur ekki verið til hérna á markaði hingað til. Og þarna er verið að koma þessu til ákveðins stórs markhóps fólks og við sjáum það sem tœkifœri fyrir okkur og að sjálfsögðu fyrir þá sem eru í Vexti Kaupþings. -Fyrirtœki í dag bjóða upp á ýmis hlunnindi fyrir sitt starfsfólk. Sumir gefa síma, aðrir borga bíl. Sumir eru að setja inn aukafríðindifyrir ákveðna ábyrgð ogslíkt. Égsé engan stóran mun á því að hlunnindi geti falist í heilsu eða forvörnum gegn sjúkdómum og þetta er t.d. eitt afþeim pródúktum.... Við erum fyrirtceki sem er íþjónustu... og við teljum að með því sem við erum nð bjóða upp á getifólk nýtt sér okkar vöruframboð, í sjálfu sér, til eigin hagsbóta. “ Fram kom í máli Teits Guðmunds- sonar, talsmanns hins nýja fyrirtækis við Barónsstíg, að hann liti ekki svo á að með þessu móti væri verið að veikja velferðarkerfið, þetta væri viðbót og til þess fallið að styrkja það og efla. Hugrenningatengslin virkjuð En hvers vegna þessar nafngiftir, »Velferðarþjónustan“ og nHeilsuverndarstöðin'? Ekki verður sagt að forgöngumenn einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni fari í grafgötur með það sem fyrir þeim vakir hvað hugtakanotkun og nafngiftir áhrærir, sbr. eftirfarandi: nHöfuðstöðvar fyrirtœkisins eru í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinn ar við Barónsstíg sem í rúm 50 ár hefur verið einn af hornsteinum islenskrar heilbrigðisþjónustu. Stefna fyrirtækisins er að endurreisa ogglæða þetta táknræna hús í miðborginni hfi. Er það í samrœmi við upphaflegt ætlunarverk sem lýtur að þvi að efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu landsmanna. Á þann hátt verður tryggt að húsið haldi áfram að gegna veigamiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustu hér á landi um ókomin ár. Heilsuverndarstöðin mun sem fyrr starfa á sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilbrigðisþjónustu, og verður lögð megináhersla á að veita faglega þjónustu, lagaða að þörfum viðskiptavinarins“. Þetta er eins ljóst og verða má. Dregin er upp sú mynd að í reynd sé enginn munur á Heilsuverndarstöðinni sem áður var og Heilsuverndarstöðinni ehf. Það er enda athyglisvert að á heimasíðu hins nýja fyrirtækis er (þegar þetta er skrifað) sleppt skammstöfuninni „ehf.“ sem vísar til þess að um sé að ræða hlutafélag. Á síðustu vikum hafa fleiri fýrirtæki af þessu tagi litið dagsins ljós, t.d. nýtt fyrirtæki sérfræðinga í geðheilbrigðismálum, einnig til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg; úr Garðabæ hafa borist fréttir af undirbúningi að byggingu stórs einkarekins sjúkrahúss. Þá hafa sprottið upp starfsmannaleigur sem bjóða upp á þjónustu heilbrigðisstarfsfólks og þegar hafa stjórnvöld fengið því áorkað að ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar, ■"•sem hingað til hafa verið reknir innan veggja sjúkrahúsanna, eru á leið í einkarekstur, að öllu leyti eða hluta til. Nýlegt dæmi um þetta eru störf læknaritara á Landspítalanum háskólasj úkrahúsi. Á vegferð - en hvert? Enginn véfengir að umtalsverðar breytingar eigi sér nú stað innan heilbrigðiskerfisins. Menn greinir hins vegar á um hversu djúptækar þær séu. Landlæknir orðar það svo, sem áður er getið, að við séum á vegferð og er á honum að skilja að á þeirri vegferð - meira að segja rétt handan við hornið - séu einkarekin sjúkrahús. Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, notar svipuð hugtök og landlæknir. Einnig hann segir að heilbrigðiskerfið sé á vegferð inn í nýja framtíð. í leiðara Morgunlaðsins 15. febrúar sL, í tilefni af undirritun samnings sem heilbrigðisráðherra gerði við hina endurnýjuðu en einkareknu Heilsuverndarstöð ehf., um „tilraunaverkefni um rekstur hvíldarrýma ... fyrir aldraða', sagði hann að þetta væri eitt skref af mörgum í langri vegferð. Og leiðarahöfundur Morgunblaðsins dásamar pólitísk markmið ráðherrans: „Búast má við að koma muni í Ijós að þörfin er veruleg og ekki bara fullt tilefni til að halda verkefninu áfram heldur bœta í, enda gefur heilbrigðisráðherra það til kynna að þetta sé eitt skrefá langri vegferð“. En á hvaða vegferð skyldi Guðlaugur Þór Þórðarson og pólitískir samherjar hans telja sig vera? Þeir neita því alfarið að þeir séu að „einkavæða" heilbrigðiskerfið, um sé að ræða aukinn „einkarekstur", sem sé allt annar handleggur. Svo aftur sé vísað í fýrrnefndan Morgunblaðsleiðara, þar sem íjallað er um samninginn við Heilsuverndarstöðina ehf., þá segir ráðherra þar: „Þetta er liður í að koma með fjölbreytt og ný úrræði sem öll miða aðþví aðfólkgeti verið sem lengst heima hjá sér og það þýðir m.a. að við þurfum að hjálpa aðstandendum sem þurfa oft á tíðum að sinna sínum nánustu. “ Hér er talað um „jjölbreytt og ný úrrœði“ þótt erfitt sé að koma auga á nýjungarnar, aðrar en þær að starfsemin er nú boðin út í ríkari mæli en áður. Fyrirheit um að efla hina fjársveltu heimaþjónustu eru engan veginn ný af nálinni. Jafnframt hefur það verið yfirlýst markmið og að því unnið innan opinbera kerfisins að skapa fleiri möguleika fýrir hvíldarinnlagnir fýrir aldrað og lasburða fólk. Mér er kunnugt um að starfsfólk heimaþjónustunnar og á dvalarheimilum fýrir aldraða varð margt hvert klumsa við yfirlýsingar ráðherra í þá veru að með útboðum myndi þjónustan stórbatna. í einu bréfi sem ég fékk í hendur frá starfsfólki í kjölfar yfirlýsinga Guðlaugs Þórs, um að útboð á deild fýrir heilabilaða á Landakoti væri til þess fallið „að bæta þjónustuna“ var framkomu ráðherrans og yfirlýsingum líkt við „blauta tusku' í andlit starfsfólksins. Starfsfólkið taldi sig hafa veitt úrvals þjónustu að því marki sem því var unnt innan ramma naumt skammtaðra fjárveitinga. Eftir stendur spurningin um hvert förinni sé heitið. Ef til vill verður myndin best skýrð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.