Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 25

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 25
fram til þessa almennt verið um að ræða einyrkja en ekki fyrirtæki af einhverri stærðargráðu sem heitið getur. Um einkapraxís einyrkja hefur ekki verið ágreiningur. Hins vegar skiptir hér sköpum á hvaða forsendum einyrkinn eða smáfyrirtækið starfar. Lýtur það samningum við Tryggingastofnun, eins og flestir islenskir sérfræðilæknar gera, eða fá þeir ákveðna grunnupphæð og eru síðan sjálfráðir um álagningu, eins og gerist hjá tannlæknum? í síðara tilvikinu hafa markaðslögmálin verið virkjuð í ríkari mæli en í hinu fyrra. Á undanförnum árum hafa þeir hópar sérfræðilækna orðið háværari sem vilja fara sömu leið og tannlæknar og ráða álagningu sinni sjálfir. Stærð einkarekinna stofnana segir ekki allt. Líklegt má þó heita að þegar hundruð heilbrigðisstarfsmanna í einkapraxis eru komin undir sama þak á forsendum viðskiptaaðila þá sé einkasjúkrahús handan við hornið. Fjölmörgum mótrökum gegn einkavæðingu má bæta við þessa upptalningu: Hafa menn hugsað til enda skriffinnskuna sem fylgir því að semja um öll viðvikin? Gæti farið svo að einkarekin fyrirtæki vildu gjarnan finna fleiri sjúkdóma hjá okkur en færri? Hugsunin um að horfa á einstaklinginn heildstætt er, þegar allt kemur til alls, sú hugsun sem einna niikilvægust er í góðri og nútímalegri heilbrigðisþj ónustu. Sykursj úklingur er annað og meira en sykursjúklingur. Sjón hans kann að vera í hættu þótt sjónin þyki ekki bókhaldstæk. Kostnaðargreiningin snýr hins vegar að sykursýkinni, ekki manneskju með aðskiljanlega kvilla, manneskju sem þarf að hlúa að og lækna, óháð öllu bókhaldi. Það að vera góður læknir er ekki það sama og að vera góður bisnessmaður sem krefst arðsemi. begar þessi tvö hlutverk flækjast enn hýpra inn í hvert annað er ástæða til að staldra við. Vandinn við þessa umræðu er hve yfirborðsleg henni hættir til að vera. Annars vegar er horft á það kerfi sem við búum við í dag sem er þrátt fyrir alla sína kosti alvarlega fjársvelt til Hngs tíma. Hins vegar er stillt upp valkosti þar sem gengið er út frá nægum fjárveitingum. Ef það væri nú svo að ég fengi að velja að vild í kerfi þar sem fjármunirnir fylgja mér til að lækna mein mín og að þessir fjármunir kæmu til með að nægja að öllu leyti þá hlyti ég að sjá ákveðna kosti við slíkt fyrirkomulag. Ef fjármunirnir eru hins vegar ófullnægjandi og ég þarf að brúa bilið sjálfur - jafnvel með aðstoð einkarekinna trygginga - þá horfir málið öðruvísi við. Þyngst vega hin félagslegu rök gegn einkavæðingunni. Ef heilsan er gerð að verslunarvöru sem lýtur lögmálum markaðar þá er hætt við að það leiði til félagslegrar mismununar. Alls staðar þar sem þessi leið hefur verið farin hefur þetta gerst. Þá er öll samhæfing erfiðari í kerfi sem greinst hefur niður í óteljandi einingar, skipulagðar á viðskiptagrunni. Öll yfirsýn verður torveldari, enda neita einkavædd fyrirtæki iðulega að veita upplýsingar þegar slíkt stríðir gegn viðskiptahagsmunum þeirra. Markaðsvæðing er lýsandi hugtak Sem fyrr segir hefur ágreiningur um hugtakanotkun sett nokkurn svip á umræður og deilur um kerfis- breytingar í heilbrigðisþjónustunni. Mikilvægt er að láta slíkar deilur ekki villa sér sýn. Það er vafasöm fullyrðing að ekki geti verið um einkavæðingu að ræða svo lengi sem skattgreiðandinn borgar brúsann. Landspítalinn flokkast þannig varla undir einkavædda stofnun þótt þar séu tekin gjöld fyrir ýmis viðvik. Hann getur hins vegar sett ýmsa þjónustuþætti í einkarekstrur og þess vegna byggt rekstur sinn á sömu lögmálum og einkafyrirtæki. Og hvað Heilsuverndarstöðina ehf. áhrærir þá verður seint litið á hana sem opinberan rekstur þótt hún sé að uppistöðu til rekin með almannafé. Það sem er hins vegar að gerast hjá báðum þessum stofnunum er aukin áhersla á markaðslögmálin. Sjúkdómar, lækningar og aðhlynning eru að taka á sig myndir markaðsvöru og markaðsviðskipta. Þetta hefur gerst hægt og sígandi. Smám saman hefur læknisþjónustan öll verið greind niður í afmarkaða kostnaðarþætti sem auðveldlega má setja á markað. Sjúklingurinn er orðinn að samsafni aðgreindra kostnaðarliða og uppspretta arðsemi. Samhliða því eru tryggingafyrirtækin að hasla sér völl og rýna í tilkostnað og áhættu við að veita okkur tryggingu ef bilanir verða á líkama okkar og sál. Ósagt skal látið hvenær að því kemur að öllum verður augljóst hvert stefnir. Hitt er löngu ljóst að viðskiptaheimurinn hugsar sér gott til glóðarinnar. Árum saman hafa samtök verslunar og viðskipta hvatt til einkavæðingar almannaþjónustunnar. Á heimasíðu minni er vitnað til fjölda frétta og tilkynninga þess efnis úr heimi viðskiptanna í gegnum árin og í ágústmánuði árið 2000 segir meðal annars þetta: „ífrétt í Morgunblaðinu af morgunfundi Verslunarráðsins er meðal annars vitnað í rœðu Bjarna Ármannssonarjorstjóraíslandsbanka- FBA. 1 fréttinni sem birtist 18. ágúst sl. er haft eftir forstjóranum að ríkið vceri með starfsemi á mörgum sviðum sem þaðyrði að koma sér út úr. Bjarni nefndi sérstaklega fjármála-, orku-, heilbrigðis- ogmenntageirana ogsagði heilbrigðisgeirann velta hátt íþriðjungi afútgjöldum ríkis ogsveitarfélaga.‘“ Ný af nálinni er svo grein Jóhanns J. Ólafssonar, fýrrverandi formanns stórkaupmanna. Greinin er að mörgu leyti ágæt og fýrirsögnin er umhugsunarverð: „Velferðin er stóriðnaður“. Þetta er stóra spurningin: Á að sldpuleggja velferðina sem hvern annan iðnað á forsendum markaðar eða sem þjónustu við einstaklinga og samfélag? Hvað verður ofan á vitum við ekki. Hitt er Ijóst að almannaþjónustan á íslandi stefnir nú hraðbyri inn á markaðstorgið. Ég tel því að hugtakið markaðsvæðing sé heppilegt að nota sem lýsingu á þeirri þróun sem nú á sér stað. Það er hins vegar hrikalegt til þess að hugsa ef þeir sem stjórna ferðinni komast upp með að drepa allri gagnrýni á dreif með deilum um hugtakanotkun og þokukenndu tali. Á sama tíma og Heilsuverndarstöðin ehf. auglýsti 20% afslátt til gullkorthafa Kaupþings banka fyrir geðheilbrigðisþjónustu o.fl. var þingmaður Samfylkingarinnar látinn hafa síðasta orðið í sjónvarpsfréttum um þessi efni. Þar sagði hann að eitt væri víst: á meðan sinn flokkur réði yrði heilbrigðiskerfið á íslandi aldrei einkavætt. Er ekki kominn tími til að vakna?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.