Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 26
Er ráðningarkerfi læknanema réttlætanlegt? Ragnar Pálsson, 5.árs læknanemi Ráðningarkerfi Félags læknanema (FL) hefur verið við lýði um áratugaskeið. Því er ætlað að gegna tvíþættu meginhlutverki: Annars vegar að tryggja læknanemum jafnan aðgang að læknisstöðum sem þeim standa til boða og hins vegar að vera tengiliður milli læknanema og vinnuveitenda. Kerfið starfar í grófum dráttum þannig að kosnir eru tveir ráðningarstjórar sem auglýsa eftir afleysingastörfum, slembiraða nemum á efri námsárum (4.-6.) og halda svo fund þar sem nemarnir velja úr störfunum eítir þeirri röð. Nemum innan hvers námsárs fyrir sig er slembiraðað og árgöngunum síðan úthlutað hverjum á eftir öðrum þannig að þeir sem lengst eru komnir velji fyrstir. Kerfið hefur fest sig rækilega í sessi en um alllangt skeið hafa flestar aðstoðarlæknisstöður sem læknanemum bjóðast farið í gegnum það. Löng hefð kerfisins gerir það að verkum að margir óttast allar meiriháttar breytingar og telja að upplausnarástand myndi skapast ef kerfisins nyti ekki við. Er því gjarnan fleygt að klíkuráðningar yrðu þá allsráðandi. Tilþessahefurmeirihlutilæknanemastuttráðningarkerfið sem hefur í krafti þess meirihluta haldið velli. Þó er alls ekki svo að einhugur hafi ætíð ríkt um þetta fyrirkomulag við ráðningar enda hafa deilur lengst af fylgt kerfinu. Þannig hefur t.a.m. tæknileg útfærsla kerfisins verið gagnrýnd sem og hugmyndafræði þess. Hafa sumir jafnvel talið kerfið stangast á við lög. í þessari grein er ætlunin að varpa nokkru ljósi á uppruna kerfisins og hugmyndafræðina að baki því. Uppruni ráðningarkerfisins Stofnfundur Félags læknanema var haldinn 6. mars 1933. Yfirlýst markmið félagsins var „að bera fyrir brjósti hag og fræðslu læknanema". Frá upphafi voru kjaramál meðal meginviðfangsefna félagsins sem hefur alla tíð síðan gegnt hlutverki nokkurs konar stéttarfélags. Til marks um þetta má nefna að aðalefni fyrsta fundar félagsins, 25. apríl 1933, var hið svokallaða „taxtamál“ þar sem félagsmenn settu á blað samræmdar launakröfur sínar við þau læknisstörf sem þeir tóku að sér. Félagið hóf fljótlega að hafa bein afskipti af ráðningum læknanema um allt land. í 1. tölublaði 4. árgangs Læknanemans frá 1949 birtist eftirfarandi frétt: „í mars s.l. ár skrifaði stjórnin öllum héraðslæknum á landinu og bauð þeim aðstoð sína við útvegun og ráðningu læknanema, sem aðstoðarmanna eða staðgengla. Tóku héraðslæknar máli þessu vel, og voru ráðnir sex stúdentar síðastliðið vor, sem aðstoðarmenn eða staðgenglar héraðslækna. Fleiri héraðslæknar, sem ekki þurftu þá á aðstoð að halda, þökkuðu stjórninni forgöngu í máli þessu og létu í ljós óskir sínar um það, að mega í framtíðinni snúa sér til hennar varðandi ráðningu læknanema. Er þess að vænta að stjórnin verði framvegis fastur milliliður við ráðningu læknastúdenta út á land.“ Segja má að þarna hafi ráðningarkerfið farið að taka á sig skýra mynd. I tímans rás hefur það síðan tekið umtalsverðum breytingum, s.s. með stofnun sérstaks embættis ráðningarstjóra, upptöku ráðningargjalda og sífellt hertari viðurlögum við brotum á reglugerð félagsins um ráðningar. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir að eiga sér langa sögu hefur sem fyrr segir ekki alltaf ríkt sátt um ráðningarkerfið. Á síðastliðnum misserum hefur það líkt og oft áður verið uppspretta umræðna og deilna, m.a. á spjallþráðum heimasíðu FL. Deilur þessar hafa einkum staðið um framkvæmd kerfisins og meinta meinbugi á henni. Þannig hefur t.d. verið deilt um tímasetningar ráðningarfunda, ráðningargjöldin og hvort enn frekar þurfi að herða viðurlög til að koma í veg fyrir ráðningar „ framhj á kerfinu' sem þó hafa verið fátíðar. Náði sú umræða hæst á vordögum þegar félagsmanni á 5. ári var vísað úr Félagi læknanema eftir að hafa neitað að greiða 200.000 kr. sekt (skv. 16. grein reglugerðar FL um ráðningar) fýrir að ráða sig í aðstoðarlæknisstöðu úti á landi án milligöngu ráðningarstjóra. Ýmsir lýstu þá þeirri 26 Læknaneminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.