Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 30

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 30
er að ræða mögulegar skerðingar á réttindum sem varin eru af stjórnarskrá, s.s. félagafrelsi. Engin ákvæði er að finna í almennum lögum sem heimila heilbrigðisstofnunum að leita til Félags læknanema um úthlutun á sumarafleysingastörfum. Með hliðsjón af því að ekki er skylt að auglýsa umrædd störf opinberlega verður þó ekki talið að aðkoma félagsins að ráðningunum sé í sjálfu sér ólögmæt. Það sem stjórnvöld verða á hinn bóginn að gæta að er að þátttaka þeirra í tilteknu úthlutunarkerfi afleysingastarfa feli ekki í raun í sér kvaðir á mögulega umsækjendur um störfin sem e.t.v. er ekki heimilt að leggja á þá án lagaheimildar. Ef það er í raun svo að þátttaka heilbrigðisstofnana í því kerfi sem ráðningarreglur Félags læknanema gera ráð fyrir sé mjög almenn, þannig að læknanemar eigi litla aðra kosti en að undirgangast ákvæði ráðningarreglnanna vakna einmitt slíkar spurningar, t.d. í tengslum við skyldu til aðildar að Félagi læknanema, í tengslum við kvöð um greiðslu sérstaks ráðningargjalds til félagsins skv. 5. gr. og vegna heimilda félagsins til viðurlagaákvarðana skv. 16. gr. reglugerðarinnar. Til skýringar fylgir reglugerð Félags læknanema um ráðningar: 10.1 Forgangsröð sem dregin er fyrir þann ráðningafund sem hún gildir er ekki endanleg. Ráðningastjóra er heimilt að draga félagsmenn inn í forgangsröð allt að þremur vikum fyrir ráðningafund sem sú forgangsröð gildir fyrir. 11. Tímabilinu frá og með september til og með maí skal skipt í þrjá hluta, þ.e. september - nóvember, desember - febrúar, mars - maí. Fyrir hvert þessara tímabila skal dregin út forgangsröð læknanema af 6., 5., og 4. ári. Framkvæmd útdráttar fyrir þessi þrjú tímabil (hvert fyrir sig) skal vera með sama hætti og framkvæmd útdráttar í sumarráðningarröð, sbr. 10. grein þessarar reglugerðar, að því undanskildu að fyrir þessi þrjú tímabil skal einnig dregin út forgangsröð læknanema af 6. ári. Ráðningarröð fyrir timabilið september - nóvember skal dregin út á ráðningarfundi í ágúst; fyrir tímabilið desember - febrúar eigi síðar en á ráðningarfundi í nóvember; og fyrir tímabilið mars - maí eigi síðar en á ráðningarfúndi í febrúar. Með forgangsröðun á ráðningarfundum vísast í 8. gr. 11. 1 Læknanemi sem frestar sér í námi að vori telst heyra undir ráðningarkerfi FL þar til næsta skólaár hefst aftur að hausti. 11.2 Um röðun félagsmanna í forgangsraðir Til að raðast inn í forgangsröð ákveðins árs að sumri (þ.e. júní, júlí og ágúst) þarf félagsmaður að hafa lokið öllum tilskyldum kúrsum þess árs. Aðra mánuði ársins tilheyra félagsmenn með námsframvindu sem samræmist námsskrá HI, forgangsröð síns árs. Félagsmaður sem ekki sýnir eðlilega námsframvindu skal felldur niður um ár þegar námsframvinda næstu forgangsraðar fyrir neðan jafnast við hans að mati ráðningastjóra. 12. Ráðningarstjóra ber skylda til að bjóða læknisstöður skv. þeirri forgangsröð sem lýst er hér að framan. Læknanema er þó heimilt að ráða sig til afleysinga í læknisstöðu í allt að 72 klst. í almanaksmánuði að höfðu samráði við ráðningarstjóra. Vinni læknanemi helgarvakt, frá kl. 16 á föstudegi til kl. 8 á mánudegi, telst sá tími (64 klst.) eingöngu sem 48 klst. innan þessarar 72 klst. reglu. Þessar 72 klst. mega skiptast frjálst niður á vaktir og þurfa ekki að vinnast á sama stað né heldur er skilyrði að nemi hafi unnið á þeim stað áður. Reglugerð Félags læknanema um ráðningar 1. Allir félagsmenn F.L. skulu hafa sem jafnasta möguleika á að hljóta starf á vegum félagsins á námsferli sínum. Að jafnaði skulu þeir félagsmenn sem lengst eru komnir í námi ganga fyrir um vinnu. 2. Ráðningarstjórar F.L. skulu vera tveir, kosnir á aðalfundi ár hvert. Aðalráðningarstjóri skal kosinn úr hópi 5. árs nema en aðstoðarráðningarstjóri úr hópi 4. árs nema. Aðalráðningarstjóri ákveður verkaskiptingu þeirra hverju sinni. Ráðningarstjórar F.L. eru einnig verknámsstjórar, þ.e. sjá um skiptingu samstúdenta sinna á deildir í verklegu námi. Auk þeirra skal kjósaverknámsstjóra úr hópi 3. árs og 2. árs nema. 3. Ráðningarstjórar sjá um ráðningu félagsmanna í læknisstöður sem læknanemar eru ráðnir í vegna sinnar sérmenntunar. Félagsmönnum er algjörlega óheimilt að ráða sig í læknisstöður, aðrar en stöður skv. 72 klst. reglunni (sbr. 12. grein), án samþykkis ráðningarstjóra. Læknanemum er þó skylt að tilkynna ráðningarstjóra um stöður sem þeir taka skv. 72 klst. reglunni. Það skal gert skriflega með tölvupósti, eigi síðar en 24 klst eftir að staða hefst. Hvað aðrar stöður innan heilbrigðiskerfisins varðar eru læknanemar óháðir þessu samþykki nema ráðningarstjóri ákveði annað. 4. Ráðningarstjórar boða ráðningarfundi. Þeir skulu leitast við að auglýsa með fyrirvara allar þær stöður sem í boði eru hverju sinni. Ráðningarstjórar skulu halda skrá yfir allar stöðuveitingar til félagsmanna, sem félagsmenn hafa aðgang að. Á hverju vori skulu ráðningarstjórar ennfremur kanna framboð á vinnu á komandi sumri og áhuga félagsmanna á sumarvinnu. 5. Sérhver félagsmaður, sem hlýtur stöðu á vegum F.L., skal greiða ráðningarstjóra gjald vegna stöðunnar. Ráðningargjald skal ákveðið á stjórnarskiptafundi ár hvert og miðast við fulla vinnu í einn mánuð. Ráðningarstjórar sjá um innheimtu ráðningargjalda. Greiðslurnar renna í félagssjóð og skal m.a. varið til að greiða kostnað af störfum ráðningarstjóra. 13. Ráðningarstjóri skal ákveða lengd hverrar stöðu í samráði við landlækni eða viðkomandi lækni fýrir útboð. Þeim tímamörkum ber að hlýta, en sett er fjögurra mánaða hámark á lengd útboðinna vetrarstaða. Otboðnar stöður skulu vera fyrirfram skilgreindar. Þó er ráðningarstjóra heimilt að lengja stöður um allt að tvær vikur í sérstökum tilfellum, s.s. ef um óvænt forföll er að ræða; þó má ekki meira en tvöfalda tímalengd stöðu. Þetta má aðeins gera að undangenginni formlegri beiðni frá lækni. Ef læknanemi tekur stöðu, skv. ráðningarröð ákveðins mánaðar, sem nær inn á næsta eða næstu tímabil á eftir, þá skal litið svo á að viðkomandi læknanemi sé búinn að taka sína fyrstu stöðu þann tíma sem staðan gildir, svo fremi sem um sé að ræða tímabilið frá og með september til og með maí. Ráðningarstjóra er þó heimilt í undantekningartilfellum að veita undanþágu frá þessu ákvæði. Ekki er heimilt að setja vinnu í einhverjum eða öllum sumarmánuðunum (júní, júlí eða ágúst) aftan við vetrarstöðu nema læknanemi vinni samfellt 100% stöðu allan ráðningartímann. 14. Aukafélagar sem hyggjast vinna á vegum félagsins, skulu tilkynna það ráðningarstjóra í tæka tíð, svo hægt sé að draga þá út með þeim árgangi sem þeir eiga helst samleið með að mati ráðningarstjóra. Læknanemar sem vilja gerast aukafélagar að F.L. þurfa að framvísa vottorði frá sínum háskóla þar sem fram kemur að þeir stundi þar nám í læknisfræði og hversu langt þeir eru komnir í sínu námi og hvaða námskeiðum þeir hafa lokið þar. 6. Læknanemar fá greitt skv. kjarasamningum lækna. Upplýsingar um launakjör skulu liggja fyrir hjá ráðningarstjóra. 7. Til að hljóta læknisstöðu skulu félagsmenn að jafnaði hafa lokið vorprófum 4. árs. 8.1. Ráðningarfundir skulu haldnir a.m.k. mánaðarlega, að jafnaði síðasta fimmtudag í mánuði. Ráðningafundur fyrir sumarstöður skal þó eigi haldinn síðar en í apríllok. Ráðningafundi fyrir jóla- og páskastöður má halda sér eða með reglulegum ráðningafundum. Þá skal boða með minnst einnar viku fyrirvara. Á ráðningarfundi er stöðum úthlutað skv. gildandi forgangsröð hverju sinni, sbr. 9. gr. þessarar reglugerðar. Miðað er við ráðningarröð þess mánaðar er samsvarar fyrsta vinnudegi stöðunnar. Þeir sem mæta á ráðningarfund eða hafa fulltrúa fyrir sig, ganga þó fyrir með stöður sem eru komnar inn fyrir ráðningarfundinn og eru boðnar út á honum. Ef stúdent hefur fengið úthlutað stöðu eftir ráðningarröð á ráðningarfundi og staðan fellur niður af einhverjum orsökum af hálfu vinnuveitanda, fer viðkomandi stúdent fremst í röð síns árs út mánuðinn eða þar til hann fær aðra stöðu í mánuðinum. Félagsmaður eða fulltrúi hans skal sitja ráðningarfund og taka afdráttarlausa afstöðu til úthlutunarinnar. Stöðuveitingar á vegum F.L. eru bindandi. 8.2. Um úthlutunarlista milli ráðningarfunda. Um stöður sem koma inn milli ráðningarfunda gildir úthlutunarlisti, fremstir á honum eru þeir félagsmenn sem mættu á ráðningarfund, höfðu fulltrúa á honum eða hafa skráð sig á úthringilista á heimasíðu F.L fyrir fund. Þeir raðast niður eftir ráðningarröð. Aðrir geta bætt sér á listann eftir fund með tilkynningu til ráðningarstjóra og raðast þeir aftast á listann gagnvart öðrum á sínu námsári í tímaröð. Komi inn staða milli funda ber ráðingarstjóra einungis að hafa samband við þá sem eru á þessum úthlutunarlista. Þegar úthlutunarlista er lokið má hafa samband við aðra félagsmenn eftir ráðningarröð. 8.3. Um tölvupóst og SMS skilaboð Ráðningarstjóri býður út stöður á úthlutunarlista með SMS skeytum og/eða tölvupósti. Þeir sem eru á úthlutunarlista sbr. 8.2 skulu láta ráðningarstjóra í té símanúmer og/eða tölvupóstfang sem hann notar til að tilkynna stöður á milli funda. Læknanema er sjálfum gert ábyrgt að fylgjast með SMS skilaboðum sínum og tölvupósti og er ráðningarstjóra heimilt að líta svo á að hafi ekkert svar borist innan sólarhrings frá því að tilkynning var send út sé litið á það sem nei-svar frá viðkomandi. Sá sem tekur stöðu í gegnum úthlutunarlista fer neðst í ráðningarröð gagnvart öðrum á listanum á sínu námsári, en heldur hins vegar stöðu sinni í ráðningarröð þess mánaðar þegar kemur að einhverjum af stóru ráðningarfundunum þremur (jóla-, sumar- eða páskafundur). 8.4. Ráðningarstjóri sendir út mánaðarlega yfirlit yfir allar stöður sem félagsmenn taka, jafnt stöður sem er úthlutað í kerfinu og stöður innan 72 klst. reglunnar. 8.5. Þegar úthlutun staða hefst á ráðningarfundi telst ráðningarfundur settur. Þeir sem koma á fund eftir þann tímapunkt fara aftast í úthlutunarröðina á sínu ári í tímaröð. 9. Um forgangsröð 9.1. Læknanemar skulu vera skuldlausir við F.L. til að verða dregnir út í ráðningarröð (sjá þó 11. Grein varðandi útdrátt á ráðningarfundi ágúst). 9.2. í heildarforgangsröð hvers mánaðar eru fremstir 6. árs nemar (uns þeir hafa lokið kandídatsprófum), þá 5. árs nemar og loks 4. árs nemar. Sérstakar forgangsraðir fyrir 3., 2. og 1. ár eru ekki dregnar út, nema ráðningarstjórar telji grundvöll fyrir því. 9.3. Ráðningarstjóri skal ávallt fremstur í ráðningarröð síns árgangs. 9.4. Þeir sem ekki geta sinnt öllum störfum vegna fötlunar, að mati ráðningastjóra, velja næstir á eftir ráðningarstjóra síns árgangs. 9.5. Geti nemi ekki mannað að fullu neina af þeim stöðum, sem honum bjóðast, þegar að honum kemur á ráðningarfundi eða á úthlutanarlista, skal hann færast neðstur í ráðningaröð síns árs og velja á eftir þeim er geta fullmannað stöður. 9.6. Geti nemi sem færður hefúr verið niður skv. 9.5 ekki fullmannað stöðu með læknanema af sama námsstigi eða tekið hluta af stöðu sem ekki stendur læknanemum af lægra námsstigi til boða, skv. gr. 9.7 til 9.8, skal hann færast niður fyrir næsta námsár. 9.7. Ráðningarstjóri getur boðið út stöður sem eingöngu standa nemum er hafa lokið vissu námsstigi til boða, óski stöðuveitandi þess 9.8. Ráðningastjóri getur heimilað að nemar af sama ári deili með sér stöðu áður en hún gengur til nema sem styttra eru komnir í námi, óski stöðuveitandi þess. 15. Rísi einhver óánægja meðal læknanema vegna ráðninga, geta þeir skotið máli sínu til stjórnar F.L. Sem metur hvort málið hafi fengið eðlilega meðferð hjá ráðningastjóra og aðstoðarráðningastjóra. Stjórn FL fer með úrslitavald í sínum málum. 16. Varðandi brot á ráðningarreglugerðum 16.1 Ráðningastjóri hefur heimild til að refsa félagsmönnum FL fýrir brot á ráðningarreglugerðum (t.d. ef unnið er umfram 72 klst. reglu, skipt um stöðu eftir fund eða hætt við stöðu eftir fund). Ráðningastjóra ber að tilkynna félagsmanni með viku fýrirvara áður en til refsingar kemur og hefur félagsmaður þann frest til að koma að andmælum. Skal úrskurður ráðningastjóra vera skriflegur og rökstuddur og skal eintak sent til ritara FL til varðveislu. 16.2 Ef hætt er við stöðu vegna óviðráðanlegra orsaka (s.s. óvæntra veikinda eða breytinga af hálfu stöðuveitanda) skal engri refsingu beitt. 16.3 Ráðningastjóri hefur heimild til að sekta læknanema vegna brots á ráðningarlögum um allt að 10% af heildarlaunum (uppgefnum af yfirlækni staðarins) þeirrar stöðu sem við á. Neiti viðkomandi að borga sekt skal honum samstundis vísað úr Félagi læknanema og hljóta opinberar ávítur. 16.4 Ráðningastjóri hefur heimild til að færa þann sem brýtur ráðningareglugerð félagsins niður um allt að 20 sæti í ráðningaröð allt að 15 mánuðum eftir að brot er framið. Læknanemi færist þó aldrei aftar en sem nemur síðasta sæti á sínu ári. 16.5 Ráðningastjóri hefur heimild til að ávíta læknanema vegna brots á ráðningareglugerð félagsins. Ráðningastjóri metur hvort ávítun skuli vera opinber eður ei. 16.6 Nú úrskurðar ráðningastjóri félagsmann brotlegan við ráðningareglugerð félagsins. Ef félagsmaður er ósáttur við niðurstöðu ráðningastjóra hefur hann heimild til að vísa málinu til stjórnar FL sem metur hvort málið hafi fengið eðlilega meðferð hjá ráðningastjóra. Sé svo ekki hefur stjórn heimild til að vísa málinu aftur til ráðningastjóra. 17. Breytingar á reglugerð þessari má aðeins gera á aðalfundi F.L. 18. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. 10. Fyrir janúarlok ár hvert skal haldinn fundur, boðaður með a.m.k. viku fýrirvara, þar sem dregin er út forgangsröð læknanema fyrir vinnu í júní, júlí og ágúst á komandi sumri. Aðeins skulu dregnir út tveir árgangar, 4. og 5. árs. Hverjum árgangi er skipt í þrjá jafnstóra hópa, I, II og III og skilgreindur fjöldinn í hverjum þeirra. Fyrir hvern læknanema er dreginn miði með númeri, er segir til um stöðu hans innan hópanna. Röð hópanna í hverjum mánuði ræðst af eftirfarandi töflu: Júni I-II-III Júlí III-I-II Ágúst II-III-I I júní og ágúst er röðin innan hvers hóps sú, sem dregin er út á þessum fundi, en í júlí er henni snúið við, byrjað á aftasta manni og endað á þeim fremsta i hverjum hópi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.