Læknaneminn - 01.04.2008, Page 32

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 32
3. árs verkefni í Calgary Kanada Elín Maríusdóttir 4. árs læknanemi Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Kanada, enda er ég fædd þar og er kanadískur ríkisborgari. Ég ákvað því að gera 3. árs rannsóknarverkefnið mitt í Kanada. Þetta var kjörið tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Einnig langaði mig til að kynna mér skólakerfið í Kanada ogþá sérstaklega hvernig námi í læknisfræði er háttað þar. í byrjun vissi ég ekkert hvað ég var að hætta mér út í en þetta reyndist alveg frábært að öllu leyti. Ég komst að því í umsóknarferlinu að á milli Háskóla íslands og Háskólans í Calgary eru skiptinematengsl og stendur nemendum læknadeilar HÍ til boða að fara í skiptinám þangað. Calgary er stærsta borg Albertafylkis og liggur rétt við fegurstu Ijöll í heimi, kanadísku Klettaíjöllin. Ég hafði samband við Benedikt Hallgrímsson prófessor við Háskólann í Calgary og tengilið HÍ í Calgary. Hann reyndist mjög hjálplegur. Það má alveg segja að hann hafi reddað öllu fyrir mig: Góðu verkefni og meira að segja húsnæði. Meðan á dvöl minni stóð bjó ég heima hjá Hallgrími og Guðrúnu konu hans en þau hafa búið í Kanada í fjöldamörg ár. Hallgrímur er læknir á Foothills Hospital sem og prófessor við Háskólann í Calgary. Hann hefur unnið að því ásamt fleirum að koma á skiptinámi milli háskólanna. Samningur um þetta efni milli læknadeildar Hl og LSH annars vegar og læknadeildar University of Calgary og Calgary Health Region hins vegar var undirritaður í Calgary fyrir 2 árum síðan. Þessi samningur gerir nemendum HÍ kleift að fara í skiptinám til Calgary. Það var alveg æðislegt að vera í Calgary þennan tíma og einnig frábært að fá að kynnast Kanada og lífinu í öðru landi en íslandi. Ég fór m.a. á skíði í Klettafjöllunum, í margar grillveislur og á tónleika ásamt mörgu öðru skemmtilegu. I Háskólanum í Calgary er mjög öflug rannsóknaraðstaða á heimsmælikvarða og gat ég valið eftir mínu áhugasviði á hvaða rannsóknarstofu ég gerði verkefnið. Ég fékk verkefni hjá Dr. Jay Cross sem er dýralæknir að mennt. Jay er þekktur fyrir rannsóknir sínar í stofnfrumulíffræði og sameindalíffræði, sérstaklega í tengslum við æxlunar- og fósturfræði. Hann stýrir stórri og fjölmennri rannsóknarstofu sem gerir einkum rannsóknir á músum. Rannsóknarstofan vinnur með stofnfrumur en einnig með fylgju og hjartavöðva í músum svo eitthvað sé nefnt. Rannsókn mín beindist að frumutjáningu í fylgju músa. Fjölmargar aðrar rannsóknastofur eru í tengslum við læknadeildina og aðstaðan til rannsókna er mjög góð. Ég lærði ýmislegt á þessum tíma, ekki bara um fylgjuna og rannsóknarstörf heldur líka um þetta umhverfi. Það er afar hörð samkeppni í þessum bransa. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu mikil samkeppni er um að fá að stjórna sinni eigin rannsóknarstofu en það er helsta takmark flestra sem ég vann með. Á rannsóknarstofunni fékk ég leiðbeinanda sem heitir Dave Natale og er ungur líffræðingur. Dave hefur þegar skrifað þölda greina um fylgjuna og þá sérstaklega stofnfrumu-markera í fýlgju músa. Einnig vann ég mikið með Dave Simmons enhann stundarrannsóknir á genatjáningu í fýlgjunni. Þeir sem og allir aðrir voru duglegir að kenna mér og hjálpa. Snúum okkur aðeins að verkefninu mínu. Fylgja spendýra er gríðarlega mikilvægt líffæri sem sér vaxandi fóstri fyrir öllum næringarefnum og því súrefni sem það þarfnast. Ennfremur myndar fylgjan mikið af hormónum og vaxtarþáttum sem hafa áhrif á líkama móður og fósturs. Gallar í vexti og þroska fylgjunnar eru orsök marga sjúkdóma tengdum meðgöngu. Meðal annars er talið að meðgöngueitrun (pre- eclampsia) stafi af vanstarfsemi fylgjunnar. Einnig er vitað að gallar í vexti og starfsemi fylgjunnar valda vaxtarskerðingu fósturs og lágri fæðingarþyngd. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli lágrar 32 Læknaneminn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.