Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 39
I fyrra tóku á þriðja tug læknanema sig saman og stofnuðu Lýðheilsufélag læknanema. Tilgangurinn var að vera upplýsandi og fræðandi varðandi lýðheilsutengd töálefni, bæði hvað varðar læknanema og úti í samfélaginu. Hugmyndin var líka sú að innan félagsins hefðu læknanemar tækifæri til að koma hugsjónum sinurn og hugmyndum í framkvæmd. Fyrsta árið gekk tnjög vel og voru skrifaðar greinar í Fréttablaðið, haldinn blóðgjafamánuður og stofnað til Bangsaspítala. Núna á öðru starfsári var haldið áfram að fullum krafti og hér a eftir fylgir lýsing á því helsta sem fram hefur farið á Vegum félagsins. Málþing Lýðheilsufélags læknanema Hvað eiga læknanemar, læknar, forstjóri Lýðheilsustöðvar, bjúkrunarfræðinemar, framkvæmdastjóri SÁÁ, félagsfræðinemar, þingmenn og íjölmargir aðrir mætir einstaklingar sameiginlegt? Jú, að hafa skoðun a »,áfengisfrumvarpinu“ svokallaða, en það er (fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér) frumvarp til laga um að leggja niður einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins með annað áfengi en sterkt áfengi. Það er ekki orðum aukið að varla fannst sá fjölmiðill sem ekki íjallaði um málið, enda bjartari tímar þar sem bensínlítrinn kostaði 130 kr., krepputal var fyrir aumingja og Ólafur F. ekki orðinn borgarstj óri. Því ákváðu 4 röskir og ráðvandir læknanemar 1 lýðheilsufélaginu að hamra sjóðheitt járnið og var slegið upp með látum málþingi þann 30.nóvember sl. í Öskju. Hugmyndin var að nálgast frumvarpið á hlutlausan niáta og reyna effir fremsta megni að ná sem breiðustum nrnræðufleti. Því voru fengnir framsöguaðilar sem ýmist voru með eða á móti. Sumir þeirra höfðu hagsmuna að gæta sbr. Sigurð Jónsson framkvæmdastjóra Samtaka verslunar- og þjónustu, aðrir stóðu í framlínu þeirra sem fást við áfengismisnotkun sbr. Valgerði Rúnarsdóttur lækni á Vogi og Bjarna Össurarson yfirlækni á geðdeild lsh og enn aðrir vildu standa vörð um hag neytenda sbr. Sigurð Kára Kristjánsson, alþingismann og fyrsta flutningsmann frumvarpsins, sem ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur þingmanni mælti með frumvarpinu og Huðfríði Lilju Grétarsdóttur varaþingmanns sem mælti §egn því. Mæting var stórgóð og mál manna að vel hafi tekist til í alla staði.Það er sannarlega hvatning fyrir þá Sem skipulögðu málþingið til að halda áfram á sömu braut. Það hefur verið í deiglunni í nokkurn tíma að halda málþing um líffæragjafir á íslandi hjá Lýðheilsufélaginu °g það er aldrei að vita hvað við drögum fram úr erminni að ári liðnu. Þangað til, segið „nei“ við eiturlyfjum og borðið 5 skammta af ávöxtum á dag. Hjáll Vikar Smárason 3- árs læknanemi að danskri fyrirmynd með nokkrum breytingum. Við í Lýðheilsufélagi læknanema höfum staðið fyrir þremur Bangsaspítaladögum þar sem tekið var á móti börnum á aldrinum 4-6 ára auk þess sem við tókum þátt í 50 ára afmælishátíð Barnaspítala hringsins þar sem tekið var á móti börnum á öllum aldri. Starfsemin hefur vakið mikla lukku meðal barnanna og fengið góða og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Tilgangur Bangsaspítalans er í meginatriðum sá að reyna að uppræta hræðslu og kvíða meðal barna sem tengist heilbrigðisstofnunum og starfsfólki þess og þá einna helst læknum. Það er gert með því að leyfa börnunum að koma á Bangsaspítalann með „veika“ bangsa og eru þau þar í hlutverki foreldra. Mikilvægt er að foreldrar barnanna komi sem minnst að þessu ferli. Þannig þarf barnið að stíga úr sínu örugga umhverfi og standa á eigin fótum. Barnið fer því einsamalt með bangsanum sínum inn á skoðunarherbergi með bangsa-lækninum, þarf þar að segja frá sjúkrasögu bangsans og einnig að meðtaka upplýsingar um meðferð. Meðferð sem veitt er á Bangsaspítalanum er helst í formi ráðlegginga, plástra, umbúða eða „þykjustulyfja". Ferlið á Bangsaspítalanum er því eins og um alvöru spítala sé að ræða. Umhverfi Bangsaspítalans er mjög mikilvægt en reynt er að hafa það sem líkast raunveruleikanum. Þar eru öll tæki og tól til staðar, skoðunarbekkur, læknir í slopp o.s.frv. Læknavaktin í Smáranum og Barnaspítali Hringsins hafa reynst okkur mjög vel og leyft okkur að nota húsnæði sitt fyrir Bangsaspítalann og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Hlutverk læknanema er stórt í þessu verkefni. Þeir leika bangsa-lækna og koma fram við börnin eins og um alvöru sjúkling sé að ræða. Þetta gefur læknanemum gott tækifæri til að æfa sig í samskiptum við sjúklinga sem og að koma fram við börn í læknishlutverkinu. Auk þess að bjóða börnum af leikskólum til okkar á Bangsaspítalann þá höfum við nýverið tekið upp á því að fara í heimsóknir f viðkomandi leikskóla. Þar ræðum við við börnin um spítala og hvað þar fer fram auk þess að gefa þeim sýnishorn af starfsemi Bangsaspítalans. í samvinnu við leikskólakennara er heil vika í leikskólanum tileinkuð Bangsaspítalanum. Sameiginlegur bangsi leikskólans er sagður vera „veikur" eða „slasaður“ og það er síðan barnanna að ákveða hvað það nákvæmlega er sem hrjáir bangsann. Með þessu móti fáum við börnin til að hugsa um heilsufarstengd málefni auk þess sem byggð er upp eftirvænting fyrir komandi heimsókn á Bangsaspftalann. Njáll Vikar Smárason 3. árs læknanemi Arndís Auður Sigmarsdóttir 5. árs læknanemi Bangsaspítali Lýðheilsufélags læknanema Hugmyndin að bangsaspítala er fengin frá Alþjóðlegum Samtökum læknanemafélaga (IMSIC) og hafa slíkir spítalar verið starfræktir um áraraðir á vegum aðildarsamtaka í mörgum löndum heims með góðum arangri. Bangsaspítali Lýðheilsufélags læknanema er Af því sem að ofan er skrifað má ætla að Bangsaspítalinn sé mjög alvörugefin starfsemi með háleit markmið en það sem er aðalmálið í þessu öllu saman er að allir sem að koma skemmti sér stórkostlega! Arndís Auður Sigmarsdóttir 5. árs læknanemi Læknaneminn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.