Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 41
Greining Sjúklingur hefur einkenni frá tractus corticopyramidalis oieð máttminnkun í vinstri ganglim auk skyntruflunar með hyperpathiu (allodynia) neðan Th4 frá tractus spinothalamus í mænu. Segulsneiðmyndir af höfði sýna auk þess útbreiddar segulskinbreytingar í heilavef og 1 mænu á þremur stöðum. Útlit breytinganna er talið samsvara demyeliserandi sjúkdómi. í mænuvökva eru hvít blóðkorn hækkuð en glúkósi innan viðmiðunarmarka. Þar sést einnig próteinhækkun, oligoklónal bönd og IgG hækkun (með IgG index hærri en 1,7). Heildarmynd einkenna, taugaskoðunar og rannsókna er því talin uppfylla skilmerki multiple sclerosis (heila- og mænusiggssj úlcdóms). Meðferð og gangur Sjúklingur hafði viðvarandi skyntruflanir í hægri líkamshelmingi sem svöruðu hvorki verkjalyfjameðferð né meðferð með taugaverkjalyfjum (pregabalín). Um hálfu ári eftir greiningu fékk sjúklingur sjóntaugabólgu (optic neuritis), sem erþekkt einkenni MS-sjúkdóms. Var bólgan meðhöndluð með sterakúr. Ríflega 7 mánuðum eftir greiningu var hafin meðferð með interferon-þl (Avonex*) og hefur sjúklingur verið án nýrra einkenna síðan. Finnboga Jakobssyni taugalækni er þökkuð aðstoð og yfirlestur tilfellisins. Heiðursverðlaun læknanema 2008 Heiðursverðlaun læknanema er arlegur viðburður. Að þessu sinni hlaut Gunnlaugur Geirsson prófessor 1 réttarlæknisfræði verðlaunin. Gunnlaugur Geirsson varð stúdent úr MR 1960. Útskrifaðist úr læknadeild 1967. Eftir kandídats- og aðstoðarlæknisvinnu hér heima fór hann til Bandaríkjanna í sérnám og lauk sérfræðiprófi í líffærameinafræði með frumumeinafræði sem undirgrein 1974. Hann stundaði nám í Medical College of Virginia Hospital, Department of pathology í Richmond, New England, Deaconess Hospital, Department of pathology 1 Boston í Massachusetts, Strong iHernorial Hospital, University of Rochester, Department of Pathology í Rochester í New York og var research fellow í frumumeinafræði við The fHemorial Hospital for Cancer and Allied diseases í New York. Þegar hann kom heim úr sérnámi vann hann á rannsóknarstofu Háskólans * líffærameinafræði (1974-1977) og var yfirlæknir frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins í rúman áratug (1976-1987). Tók hann þá við starfi ibrstöðumanns rannsóknarstofu í réttarmeinafræði og prófessorsstöðu við Hl (1986). Einnig var hann rekstraraðili rannsóknarstofu í frumumeinafræði (1986) og vefjameinafræði (1991). Hann hefur einnig sinnt ýmsum kennslustörfum og trúnaðarstörfum, varð m.a. formaður norrænna réttarlækna 1997. Auk þessara starfa var hann ráðgjafi á vegum WHO á Filippseyjum 1985 og sinnti störfum á vegum stríðsglæpadómstólsins í Haag í Kosovo 1999. Réttarlæknisfræðikúrsinn er kenndur á haustmisseri 6. árs. Þegar síga fer á seinni hluta námsins er kúrsinn mjög áhugaverð viðbót við læknanámið. Kúrsinn er afar vel skipulagður. Það var vel ígrundað hvað var kennt á þessum stutta tíma. Gunnlaugur hefur gríðarlega reynslu eftir að hafa starfað á þessum vettvangi til fjölda ára. Meðal þess sem kúrsinn fjallar um er dauðinn, hvernig borið skal kennsl á lík, dánarorsök, að greina áverka, að varðveita vettvang og margt fleira. Efnið er þannig áhugavert en vandmeðfarið, sérstaklega þar sem dæmi voru tekin af íslenskum sakamálum. Gunnlaugur fjallaði um þessi viðkvæmu mál á mjög faglegan hátt. Kúrsinn var byggður að mestu upp á spjalli um starfið með áherslu á praktísk atriði fyrir lækna. Einnig sýndi hann okkur mikið af myndum til að skýra mál sitt. Hann hefur einnig skrifað sjálfur mjög gott kennsluefni fýrir læknanema á íslensku. Það sem einkennir Gunnlaug er einstaklega rólyndisleg og prúðmannleg framkoma. Hann er einkar góður kennari og hélt algjörlega athygli nemenda í mjög áhugaverðum tímum. Við þökkum Gunnlaugi kærlega fyrir ómetanlegt starf í gegnum árin í þágu læknanema. Sigríður Birna Elíasdóttir 5. árs læknanemi Ólöf Jóna Elíasdóttir 6. árs læknanemi Læknaneminn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.