Læknaneminn - 01.04.2008, Side 42

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 42
Icelandic Medical Students International Committee Hjörtur Brynjólfsson 4. árs læknanemi Kristín María Tómasdóttir 5. árs læknanemi. Alþjóðanefnd er fulltrúi íslenskra læknanema á erlendri grundu og á aðild að International Federation of Medical Students Associations, IFMSA. Þetta eru ein stærstu nemendasamtök heims með um 100 aðildarfélög í 94 þjóðlöndum. Síðastliðið starfsár markaði nokkur tímamót í starfi Alþjóðanefndar læknanema, ný verkefni sprottin úr ranni nefndarinnar fóru af stað, skerpt var á nýjum áherslum og verkefnum nefndarinnar og farið í starfssvið nefndarmanna. Það má eflaust fullyrða að síðasta ár hafi einnig verið með þeim erfiðari sökum óhentugra ytri aðstæðna og bágrar fjárhagsstöðu. Það er þó ljóst að með breyttum áherslum, auknu framboði á skiptimöguleikum fyrir læknanema og nánara samstarfi nefnda innan Félags læknanema að næstu ár verða spennandi tímar fyrir læknanema í Læknadeild Háskóla íslands. Starfsemi nefndarinnar IMSIC sinnir nemendaskiptum á sumrin fýrir IFMSA. Þá býðst íslenskum læknanemum að fara í mánaðarlangt starfsnám erlendis og erlendum læknanemum að koma hingað. Alþjóðanefnd sér um að koma nemum í starfsnám á deildum spítalans, húsnæði, fæði og félagslíf. Sumarstarfseminni var ýtt upp um skör síðasta sumar og þátttaka íslenskra nema í starfseminni aukin. Aldrei hafa jafnmargir læknanemar boðist til að vera tengiliðir skiptinema og eiga þeir hrós skilið. Alþjóðanefnd hefur sl. ár haft það að markmiði að færa heim starf og hugmyndir erlendra læknanema sem gætu auðgað og styrkt starfsemi læknanema í Félagi læknanema. Forvarnarstarfið Ástráður er eitt besta dæmið um slíkt starf en upphaflega hugmyndin að því kom í gegnum IFMSA. Lýðheilsufélag læknanema tók til starfa á sl. starfsári en hélt áfram öflugu starfi á þessu starfsári og hefur fest sig í sessi sem öflugur félagsskapur. Síðasta haust ákváðu meðlimir stjórnar Alþjóðanefndar að óska eftir samstarfi við hjúkrunarnema. Var þessari hugmynd vel tekið af hjúkrunarnemum og gekk samstarfið vel. Haldið var málþing um ofbeldi gegn börnum sem bæði læknanemar og hjúkrunarfræðinemar sóttu. Áframhaldandi samstarf við hjúkrunarfræðinema er að mati Alþjóðanefndar eðlilegt framhald af auknum umsvifum læknanema í forvarnarstarfi og lýðheilsu. Verður spennandi að sjá hvernig sú þróun verður. Það er sterk hefð fyrir ýmsum þróunar- / samvinnuverkefnum meðal erlendra læknanema í vanþróuðum löndum. Undanfarin ár hefur nefndin unnið að því að opna möguleika fyrir íslenska nema enn frekar á þessu sviði og hefur fundið fyrir miklum áhuga samnemenda okkar fyrir slíku starfi. Fyrst opnaðist fyrir aðgang að samnorrænu verkefni í Nairobi Kenýa sem hófst á vegum norskra læknanema. Til viðbótar þessu verkefni hefur Alþjóðanefnd fengið vilyrði fyrir þátttöku nema að verkefnum í Kamerún á vegum danskra læknanema og í Kalkútta á vegum ítalskra læknanema. Ljóst er að með auknum áhuga nemenda á vinnu og verkefnum af þessu tagi þarf að vinna betur að því hvers konar starf á að vera í boði og hvernig aðkoma íslenskra læknanema á að vera að því og öryggismálum íslenskra nema á erlendri grundu. Endurmat á starfi og gæðamat I upphafi starfsársins var farið > vinnu þar sem starf skiptastjóra var sett í fastari skorður og fastir punktar í starfinu voru færðir > handbók skiptastjóra sem fylgir starfinu til nýrra aðila ár hvert. Áætlunin er að halda áfram með þessa vinnu og útfæra sambærilegar handbækur fyrir hverja stöðu innan stjórnarinnar. Sumarið 2007 var gert gæðamat í skiptunum sem erlendu læknanemarnir gerðu í lok vistar sinnar hér á landinu. Könnunin er byggð á stöðluðu gæðamati sem IFMSA hefur gefið út um nemendaskipti. Niðurstöður könnunarinnar komu mjög ánægjulega út fyrir okkur 1 42 Læknaneminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.