Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 44

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 44
A hundrað ára afmæli Klepps I tilefni af hundrað ára afmæli Klepps kom bókin „Kleppur í 100 ár“ eff ir Óttar Guðmundsson, geðlækni, út síðastliðið haust. I bókinni er rakin merk saga Klepps og geðlækninga hér á landi. Til að gefa lesendum Læknanemans innsýn í þetta áhugaverða efni fór ritstjórnin þess á leit við Óttar að hann ritaði grein í blaðið um valda þætti úr bókinni. Fer greinin hér á eftir. Óttar Guðmundsson Geðlæknir Mynd: Kápa nýrrar bókar Óttars Guðmundssonar um Klepp Ottar Giiðmundsson Kleppur ■ ■ ' I /A/A í 100 ór Kleppur í 100 ár Fyrir réttum 100 árum tók geðveikrahælið á Kleppi til starfa inn við sundin blá. Allar götur síðan hefur Kleppur verið hluti af íslenskri heilbrigðissögu, íslenskri menningu og samtíð. Geðveikt fólk hefur ávallt átt griðastað í þessum hvítu byggingum sem eitt sinn voru í útjaðri lítils kauptúns en standa núna í miðri borg. A þessari öld hafa geðlækningar og hlutverk spítalans gjörbreyst. Hann er ekki lengur sú geymslustofnun sem hann eitt sinn var heldur endurhæfingar- og göngudeild þar sem stunduð er geðmeðferð sem miðar að því að sem allra flestir sjúklingar geti lifað sem eðlilegustu lífi úti í samfélaginu. Einu sinni áttu sem flestir að leggast inn í sem lengstan tíma en nú eiga sem fæstir að liggja inni og þá sem allra skemmst. Saga Kleppsspítala er mikil örlagasaga sem endurspeglar sögu íslands þessi síðustu 100 ár. Þjóðin fór á heljarstökki úr moldarhreysum sínum inn í tuttugustu öldina en tók með sér gamla fordóma, fáfræði og sérkenni sín. Tuttugasta öldin einkenndist af hörðum stéttaátökum, kreppu, stríðsgróða, köldu stríði stórveldanna, mikilh fólksfjölgun, flótta af landsbyggðinni til bæjanna, þenslu og vaxandi velmegun. Reykjavík breyttist úr frumstæðu þorpi í nýtískulega bílaborg. Fyrir orðastað Hannesar Péturssonar, prófessors, féllst ég á að færa þessa sögu í letur og bókin Kleppur í 100 ár kom út fyrir síðustu jól. Þetta var um margt mjög skemmtilegt verkefni en erfitt. Ég uppgötvaði fljótlega að mikið vantaði af heimildum og mörgu hafði verið fleygt af alls konar gögnum sem nauðsynleg eru talin til að skrifa megi sögu sem þessa. Ég varð því að leita víða fanga svo að mér tækist það ætlunarverk mitt að skrifa sögu sjúkrahússins og þeirra sem þar störfuðu og þeirra sjúklinga sem þar drápu niður fæti um lengri eða skemmri tíma. Auk þess vildi ég skrifa sögu þess samfélags sem skapaði og mótaði Klepp og varð fyrir áhrifum af spítalanum. 44 Læknaneminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.