Læknaneminn - 01.04.2008, Side 49

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 49
Málið er einstætt í íslenskri heilbrigðissögu og lauk þegar Helgi tók við sínu fyrra starfi og Lárus Jónsson læknir sem tók við af honum hrökklaðist á braut með skömm. Það er engum efa undirorpið að Helgi Tómasson var best til þess fallinn að stjórna Kleppsspítala bæði sakir menntunar sinnar og mannkosta. Stórubombumálið gerði geðlækningar og Klepp að pólitísku þrætuepli. Afstaða til Helga og sérgreinar hans mótaðist af flokkslínum. Morgunblaðið stóð með Helga í þessu máli og lengi eimdi eftir af þessum stuðningi blaðsins við Klepp. I pólitískum dilkadrætti Stórubombumálsins lentu geðlækningarnar hjá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Afleiðingar þessa voru bæði jákvæðar og neikvæðar. í baráttunni fyrir stækkun Klepps og geðdeildarinnar og gegn fordómum kom sér ávallt vel að hafa Moggann á sínu bandi og valdamesta stjórnmálaflokk liðinnar aldar. Á hinn bóginn hleypti þessi stuðningur frá hægri illu blóði í marga vinstrimenn og fyllti þá tortryggni gagnvart spítalanum. I.yfjameðferð Helga Hvað meðferð á spítalanum varðar hafði Þórður Sveinsson litla trú á róandi eða sefandi lyfjum. Heigi Tómasson á hinn bóginn notaði mikið lyf og þá bæði þau sem mest voru notuð annars staðar en auk þess acetylkólin og efedrin. Bæði þessi efni eru líkamanum eiginleg og tilheyra boðefnum sem örva ósjálfráða taugakerfið. Helgi hafði trú á því að acetylkólin virkaði sérlega vel á geðhvarfasjúklinga sem það bæði róaði og örvaði. Hann taldi sig geta sannað að þessir sjúklingar hefðu minnkaða ertingu í ósjálfráða taugakerfinu eða í parasympatíska hluta þess. Hann gaf því þessum sjúklingum efni eins og acetylkólin, jaborandum eða kólin til að létta á þunglyndinu og lægja öldur maníunnar. Hann notaði auk þess efedrin mikið á geðklofasjúklinga enda taldi hann að efnið mundi örva tilfinningalíf þeirra og mögulega rífa þá út úr viðjum geðveikinnar. Helgi virtist þeirrar skoðunar að geðtruflanir stöfuðu frá ósjálfráða taugakerfinu að einhverju leyti og mestu skipti að örva það með boðefnum líkamans sjálfs. Þessi meðferðarstefna minnir að mörgu leyti á kenningar náttúrulækna og hómópata sem hafa ótrú á öðrum lyijum en þeim sem líkamanum séu eiginleg. Helgi skrifaði mikið í erlend blöð um þessar meðferðartilraunir sínar og hvernig hann taldi lyfin virka á ósjálfráða taugakerfið og geðveikina. Hann taldi auk þess að lyfin hefðu áhrif á ójafnvægi í blóðsöltum líkamans sem hefði mikil áhrif á andlegt ástand sjúklingsins. Þegar gamlir lyfjalistar frá Kleppi eru skoðaðir er greinilegt að Helgi hefur notað mikið bróm, klóralhydrat, paraldehyð og barbitúröt til að róa æsta sjúklinga sína og acetylkólin og efedrin í lækningaskyni við geðklofa og geðhvörfum. Nýi Kleppur hafði þá sérstöðu meðal geðspítala að ólar, belti eða spenniteyjur voru ekki notaðar til að hefta athafnafrelsi sjúklinganna. Þegar Helgi kom aftur til starfa 1932 tók hann öll slík tól og lét brenna í miðstöðinni svo að enginn freistaðist til að grípa til þeirra aftur. Þetta þýddi að Helgi lét sprauta sjúklinga sína með róandi lyfjum í meiri mæli en annars staðar þekktist. Þegar deildaskýrslur eru skoðaðar kemur greinilega í ljós hversu mikið var notað af lyfjum á sjúklinga Klepps. Þetta gerir Jóhannes Birkiland að umtalsefni í bók sinni þar sem hann gagnrýnir mjög þessa stórkallalegu lyfjameðferð og telur beltin og ólarnar hjá Þórði á Gamla Kleppi mun mannúðlegri aðferð til að hefta athafnafrelsi sjúklinga. Önnurmeðferðvarlítiðnotuð.Þráttfyrirhrifningumargra lækna á raflækningum ogsigurförþeirra um alla vesturálfu féllu þær aldrei Helga Tómassyni í geð. Hann beitti ekki slíkum lækningum á Kleppi af ótta við langtímaafleiðingar endurtekinna raflosta á heilastarfsemi. Helgi sagðist ekki Mynd: Bókarhöfundur mátar raflosttæki Læknaneminn 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.