Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 57

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 57
gróandatíma. Flipanum er velt til hliðar í átt að skaddaða fingrinum, fingurgómurinn saumaður við flipann og tökustaðurinn þakinn með húðgrafti. Skilið er á milli tengingar við næsta fingur í gegnum stilkinn eítir þrjár vikur. Þetta getur bætt gómfyllinguna verulega en skyn verður alltaf slcert ásamt einhverri viðkvæmni og kuldaóþoli. Einnig er hætta á kreppu í miðlið fingra. Ef bein stendur fram úr mjúkvefjum rná klípa af beini þannig að það falli inn undir þá og síðan meðhöndla líkt °g einfalda áverka með sáraumbúðum °g zinkplástri. íhuga þarf flipaaðgerð (V-Y, krossaðan fingurflipa, thenar flipa, Moberg flipa) ef af einhverjum ástæðum er vilji til að reyna að halda lengdinni. Slíku fylgir þó alltaf lélegt skyn í enda fingursins. Afhönskun (degloving) er enn eitt afbrigði af fingurmissi. Hanskinn er þá gerður úr mjúlevefjum (cutis og subcutis) og eftir verða bein, liðbönd °g sinar. Þetta gerist til dæmis við að hringurfestistí einhverj uogrífurmeð sér mjúkvefina (ring avulsion) eða við klemmuáverka. Endurtenging er erfið við slíkan áverka, æðar og taugar eru laskaðar langt út eftir fingrinum °g því illmögulegt að tengja á rnilli. Þegar það tekst er árangur oftast slæmur hvað varðar skyn og viðkvæmni og leiða þessir áverkar því oft til þess að viðkomandi fingur er fjarlægður. Þumallinn hefur þarna sérstöðu, en mikilvægt er að reyna að halda honum og því meiri tregða til að fjarlægja hann í byrjun. Eittafþví sem má reyna er svokallaður náraflipi sem er stilkaður flipi sem grein frá iliaca æðinni nærir. Þá er þumallinn saumaður í flipann og þremur vikum síðar er skorið á stilkinn. Afleiðingar stýfingsáverka áfingureru ýmsar. Sú auglj ósasta er sj álfstyttingin. Aðrar mögulegar afleiðingar eru skyntap, skynbrenglun, ofurnæmi, kuldaóþol, klónögl, naglrestar og taugahnoðsverkur. Missir á löngutöng eða baugfmgri hátt uppi (proximalt) eða nálægt hnúaliðum getur leitt til þess að aðlægir fingur vilja krossast við beygju sem auðvitað skerðir alla færni handarinnar. Endurágræðsla (replantation): Að græða á hendi eða fingur sem hefur farið af er tímafrek aðgerð sem krefst færni í því að vinna í smásjá. í meginatriðum gengur slík aðgerð þannig fyrir sig að fyrst er höndin eða handleggurinn og stúfurinn undirbúinn þannig að allir helstu strúktúrar eru leitaðir uppi og undirbúnir. Síðan er byrjað á að festa bein saman og fæst þannig stöðug tenging milli handar og stúfs. Rétti- og beygjusinar eru saumaðar og síðan taugar. Þá er smásjáin telcin inn og gerð tenging á slagæð eða slagæðum og þarf oftar en ekki að nota bláæðagraft. Að lokum eru bláæðar tengdar en fyrir hverja slagæð sem er saumuð eru tvær bláæðar tengdar. Það má reikna með að það taki um 6 klst. að græða á einn fingur ef allt gengur án vandkvæða fyrir sig. Ef æðatenging er ekki að virka má reikna með að það taki um eina klst. að taka hana upp á nýtt. Tæknilega er hægt að græða á fingurgóm en ávinningur af slíku er þó umdeilanlegur. Við endurágræðslu fingurs má reikna með varanlegum stirðleika sem og skertu skyni vegna taugaáverka. Einnig er viðbúið að viðkvæmni eins og við aðra taugaáverka sé til staðar, þar á meðal kulvísi. í verstu tilfellum er ágræddi hlutinn eins og dauður, viðkvæmur aðskotahlutur sem bara þvælist fyrir. Eftir ágræðslu er sjúklingurinn inniliggjandi í að minnsta kosti viku á blóðþynnandi meðferð, sýklalyfjum ogmegniðaftímanumírúmlegu. Við bláæðavandamál getur þurft að grípa til meðferðar með blóðsugum eða enduraðgerð. Við slagæðavandamál er enduraðgerð helsti kostur. Eftir útskrift tekur við krefjandi þjálfun og iðulega líður langur tími þar til viðkomandi er vinnufær á ný. Með hliðsj ón afþví semaðframansegir er ekki rétt að reyna endurágræðslu í öllum tilfellum. Hana á þó alltaf að bjóða ef um verulegan hluta af þumalfingri er að ræða. Einnig er ástæða til að íhuga endurágræðslu ef meira en einn og hálfur af öðrum fingrum hefur tapast. Ef um börn er að ræða gilda aðrar forsendur því þau geta náð miklu betri árangri en fullorðnir, til dæmis geta börn innan við tíu ára aldur fengið alveg eðlilegt skyn á ný. Læknaneminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.