Læknaneminn - 01.04.2008, Side 67

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 67
Blóðgjafamánuður Háskóla íslands Lýðheilsufélag læknanema stóð fyrir blóðgjafamánuði í annað skiptið nýverið. í fýrra var mánuðurinn prufukeyrður á læknanemum og heppnaðist hann vel í alla staði. Þá söfnuðust alls 62 blóðgjafir frá læknanemum. í ár færði félagið út kvíarnar og skipulagði blóðgjafamánuð fýrir allan Háskólann. Sem fyrr fengum við Blóðbankann í lið með okkur og aðstoðaði starfsfólk hans félagið við undirbúning og skipulagningu. Ákveðið var að hafa samkeppni á milli deilda Háskólans og myndi það nemendafélag sem væri með hæst hlutfall blóðgjafa hljóta farandbikar í boði Vodafone. Mánuðurinn var svo settur þann 3. mars með málþingi um blóðgjafir og ungt fólk. Fengum við Svein Guðmundsson yfirlækni Blóðbankans, Sigríði Ósk Lárusdóttur starfsmann Blóðbankans og Þórð Kristjánsson meðlim í stjórn Blóðgjafafélagsins til að halda erindi um alþjóðlegt umhverfi blóðgjafastarfsemi, um blóðgjafa og til að segja frá reynslu blóðgjafa. Síðar í mánuðinum voru svo haldnir örfyrirlestrar um málefni sem tengdust blóðgjöfum eins og stofnfrumur og framleiðslu á blóðhlutum. Sérstakt málþing var haldið fyrir læknanema eins og árið áður og var það haldið á Læknagarði. Þangað kom starfsfólk Blóðbankans og fjallaði um málefni tengd blóðgjöfum sem snerta læknanema. Sérstakur gestur á málþinginu var Tómas Guðbjartsson hjarta-og lungnaskurðlæknir sem kynnti tilfelli þar sem blóðgjafir höfðu verið mikilvægur hluti af meðferð sjúklings. Blóðgjafamánuðurinn endaði með lokahófi þann 4. apríl. Þar afbenti Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans sigurvegara mánaðarins glæsilegan farandbikar. Stóð harðasta keppnin á milli FL og Hvarfs (félag efna-, lífefna-, og efnaverkfræðinema). Félag Læknanema stóð að lokum uppi sem sigurvegari og tók Valentínus Þór Valdimarsson, formaður FL, við bikarnum til varðveislu í eitt ár. Arangur mánaðarins var glæsilegur en alls söfnuðust 138 blóðgjafir frá háskólanemum. Það var að sjálfsögðu niarkmið mánaðarins að fá sem flestar blóðgjafir en bikarinn aðeins til hvatningar. Lýðheilsufélag læknanema vonast til að blóðgjafamánuðurinn festist í sessi sem árlegur viðburður í HÍ. Með þessu vill félagið vekja athygli háskólanema á nauðsyn blóðgjafa og hvetja sem flesta til að gerast blóðgjafar. Lýðheilsufélag læknanema vill þakka læknanemum og öðrum háskólanemum fyrir frábæra þátttöku í ár og vonast til að þeir geri enn betur að ári! Fríða Guðný Birgisdóttir 2. árs læknanemi Myndir: Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, tilkynnir sigurvegara blóðgjafamánaðarins 2008 Valentínus Þór Valdimarsson, formaður FL, tekur við veglegum sigurlaunum fyrir hönd læknanema Læknaneminn 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.