Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 68

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 68
Magnakerfið Guðmundur Jóhann Arason, ónæmisfræðingur (PhD) Rannsóknasvið, ónæmisfræðideild Landspítali - háskólasjúkrahús Varnarkerfi mannsins og forvera hans í þróuninni er flókið kerfi þar sem sameindir, frumur, vefir og líffæri starfa saman að því að reyna að hindra innrás og bólfestu sýkla og sníkjudýra. Varnirnar eru ýmist ósérhæfðar eða sérhæfðar, með síauknu vægi á hinum síðarnefndu í þróun lífs. I ósérhæfðum vörnum eru ferlin einföld og miða ýmist að því að hindra innrás sýkilsins (t.d. húð og aðrar yfirborðsþekjur, sístreymi fæðu/þvags í sömu átt) eða eyða honum (átfrumur, sýklaeyðandi efni). Þessar varnir nægja yfirleitt til að hindra bólfestu tækifærissýkla en til að vinna bug á sérhæfðum sýklum þarf sérhæfðar varnir. Þar koma við sögu sérstök líffæri (eitlur, eitlar, milta), vefir (eitilvefir) og vefhlutar (kímstöðvar), sem stuðla að þroskun svars þar sem sértækar greiningarfrumur (eitilfrumur) greina sameindamynstur sem einkennir sýkil af tiltekinni gerð*. Þessum frumum er svo hægt að beita til að hindra að sami sýkill nái aftur bólfestu en það leiðir til ónæmis. I manninum er off vísað til varnarkerfisins í heild sem ónæmiskerfis en sú nafngift er e.t.v. misvísandi þar sem ónæmi er afrakstur einungis annars hluta varnarkerfisins, sérhæfðra varna. Einn af hornsteinum varnarkerfis mannsins og raunar allra hryggdýra er magnakerfið (complement) en það er kerfi um 30 sameinda í blóði og á yfirborði líkamsfrumna sem hvarfast hver við aðra við ákveðin skilyrði og mynda afurðir sem stuðla að bólgu og sáragræðslu (mynd 1, vinstri hluti). Þetta gerist þegar meiðsl verða á vef en nærvera sýkla er einnig afar hvetjandi fyrir ræsingu kerfisins og afurðirnar stuðla að útrýmingu sýkla ef þeir eru til staðar (mynd 1, hægri hluti). í raun blandast þessi hlutverk saman því kerfið er frumstætt, og eftir ræsingu þess myndast yfirleitt allar afurðirnar samtímis. Það ræðst af kringumstæðum hvaða afurðir koma að mestu haldi hverju sinni. Magnakerfið tilheyrir ósérhæfða varnarkerfinu en er líka afar mikilvægur miðill fyrir áhrif í sérhæfða kerfinu (hinu eiginlega ónæmiskerfi). Frumhlutverk magnakerfisins er að koma af stað bólgu en bólgusvar er frumstæð en afar mikilvæg leið til að græða sár hvort sem sýkill er til staðar eður ei. Kerfið miðlar þessu svari aðallega með áhrifum á frumur í æðavegg (æðaþelsfrumur, mastfrumur). Þetta kemur af stað æðavíkkun (sem eykur blóðflæði í vefinn) og gliðnun æðaþels og endurskipulag millifrumuefnis. Þetta býr í haginn fyrir aukið innstreymi frumna en veldur í leiðinni auknu flæði stórsameinda s.s. mótefna í vefinn. Magnakerfið myndar einnig afurðir sem draga átfrumur og aðrar varnarfrumur inn í vefinn og valda tjáningu sameinda á yfirborði æðaþels sem virka sem handfang fyrir slíkar frumur sem þær nota til að staðnæmast á æðaþelinu og heíja skrið sitt í vefinn. Frumurnar breyta þá lögun sinni, lengjast og mjókka, og bora sér inn í vefinn líkt og ormar. Lykilsameindir magnakerfisins eru óvirk ensím sem klofna með keðjuverkun og virkjast þegar sýkill er til staðar en aðrar eru stjórnþættir sem hafa það hlutverk að verja frumur hýsilsins og slökkva á kerfinu þegar sýklinum hefur verið eytt (mynd 2). Nafngiftir kerfisins geta virkað fráhrindandi en eru þó yfirleitt rökréttar. Ræsing verður ýmist gegnum langferli, skammferli eða lektínferli (það síðastnefndaer ekki sýntámyndinnij.Sameindirlangferlis eru kallaðar “components” á ensku, og táknaðar með “C” og númeri frá 1-9. Sameindir stuttferlis eru kallaðar “factors” á ensku, og táknaðar með bókstöfunum B og D- Lektínferlið uppgötvaðist miklu síðar. Upphafssameind þess, MBL (mannanbindilektín), virkjar C4 (sbr. Cl) og ferlið er eins og langferlið um öll atriði eftir það. Nöfn Cl, C4, C2 og C3 festust í málinu áður en menn áttuðu sig á hvarfröðinni og virðist sá hluti nafngiftakerfisins þvi ekki alveg rökréttur en sundrunarferlið er í rökréttri röð, C5-9. Auk mögnunarsameinda koma við sögu hindrar (rauð nöfn á mynd 2) sem hafa það hlutverk að verja okkar eigin frumur og vefi og stöðva svarið þegar ekki er lengur þörf fyrir það. Lykilsameindir kerfisins ldofna við virkjun og mynda lítil peptíð (C4a, C2b, C3a, C5a) sem sveima burt og stærri brot (C4b, C2a, C3b, C5b) með 68 Læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.