Læknaneminn - 01.04.2008, Side 78

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 78
Valentínus Þór Valdimarsson Formaður Félags læknanema Inngangí í Læknaf íslands? Kjaradeilur læknanema hafa off á tíðum verið torleystar. Erfiðleikar við að semja við Landspítala háskólasjúkrahús hafa verið nánast árlegur viðburður. Til dæmis muna margir læknanemar eftir því þegar Félag læknanema stóð í sérlega erfiðri samningalotu við Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) vorið 2006. Þar ætlaði yfirstjórn sjúkrahússins að neita að fallast á nauðsynlega hækkun á grunnkjörum læknanema til jafns við launaþróun í landinu og þá prósentuhækkun sem unglæknar höfðu þegar fengið. Læknanemar áttu þar að vera eini hópur landsins sem átti beinlínis að fá lægri laun en árið áður. Við þetta vildu læknanemar ekki una og ákváðu því að fara í verkfall. í þeirri rimmu var læknanemum ljóst hversu samnings- og réttarstaða þeirra var afleit. í framhaldi af því var farið að athuga samstarf við Læknafélag íslands af fullri alvöru. Undanfarin ár hafa læknanemar átt í góðum samskiptum við Félag unglækna og stjórn Læknafélags fslands. Þetta varð þess valdandi að haustið 2006 urðu læknanemar meðlimir að Félagi ungra lækna. Á aðalfundi Læknafélags íslands í september 2007 þurfti svo aðeins að breyta lögum Læknaféiags íslands svo að hægt væri að reka smiðshöggið á inngöngu 5. og 6. árs læknanema í Læknafélag fslands. Ástandið hjá nágrannaþjóðum og hjá öðrum stéttarfélögum Mýmörg dæmi eru um að nemar eigi aðild að framtíðarstéttarfélögum sínum. Læknanemar í nágranna- löndum okkar eiga í flestum til- fellum aðild að læknafélögum þess lands sem þeir starfa í. Góð dæmi eru frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Bretlandi. Mörg fagfélög háskóla- menntaðra manna veita nemum á seinni hluta náms aðild að félögum sínum. Dæmi um slík fagfélög eru félög hjúkrunarfræðinga, sjúkra- þjálfara, lögfræðinga og kennara. Ef ég vitna beint í röksemdafærslu Félags ísienskra hjúkrunarfræðinga: „Rökin fyrir þessari breytingu eru einkum að auka tengsl hjúkrunarfræðinga og nema, að efla félagsvitund hjúkrunarfræðinema innan sinnar fagstéttar og síðan að opna þann möguleika að félagið semji um kaup og kjör fyrir hjúkrunarfræðinema, sem aftur getur verið ávinningur fyrir alla féiagsmenn.” Eva Nilsson Bágenholm formaður sænska læknafélagsins bætir um betur og segir: „Okkur er mjög í mun að hafa sterka nemendahreyfingu innan okkar félags því þau eru framtíðin!” Aðalfundur Læknafélags ísfands, september 2007 Skiptar skoðanir voru á ályktuninni og voru margir fylgjandi inngöngu læknanema en sumum þótti sem verið væri að gengisfella Lækna- félagið og á sama tíma væri verið að blessa sjálfstæða vinnu læknanema á landsbyggðinni. Stuðningur stjórnarmeðlima FUL, fráfarandi formanns LÍ og fleiri skiptu miklu máli og kunna læknanemar þeim þakkir fyrir stuðninginn. Þrátt fyrir mikla vinnu stjórnar Félags læknanema og góðan stuðning margra fundarmanna fór svo að 22 voru með tillögunni en 18 voru á móti. Þar sem 2/3 atkvæða þurfti til þess að breyta lögum gengu lagabreytingarnar ekki í gegn þrátt fyrir meirihluta. Vilji til að sætta andstæð sjónarmið Vilji var þó meðal fundarmanna til þess að reyna að sætta andstæð sjónarmið og því var ákveðið að stofna nefnd um inngönguna. I nefndinni eiga sæti: Friðbjörn Sigurðsson, Sigurður Böðvarsson, Elínborg Bárðardóttir og Sigrún Perla Böðvarsdóttir. Undirritaður átti sæti í nefndinni en sagði sig úr henni, vegna óánægju með vinnu nefndarinnar, eftir að hafa leitað álits stjórnar og félagsmanna Félags læknanema. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögu fyrir næstkomandi aðalfund Læknafélags íslands. Á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands neitaði mikilvægur hluti fundarins læknanemum inngöngu. Því munu læknanemar standa einir í komandi kjarasamningum. Er það umhugsunarefni fyrir læknanema hvernig hagsmunabarátta þeirra verður rekin í framtíðinni. Mikilvægt er að sjá hvaða niðurstaða kemur úr nefndarstarfi og hvernig næsti aðalfundur Læknafélags íslands mun fara áður en næstu skref verða telcin. 78 Læknaneminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.