Læknaneminn - 01.04.2008, Page 81

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 81
einstaklingur fær aðra handhverfuna munu því báðar verða til staðar í líkama hans að nokkrum tíma liðnum. Eru handhverfuhrein lyf alltaf betri? Nú er þó rétt að staldra aðeins við og velta upp þeirri spurningu hvort sú aukna áhersla sem lyíjaheimurinn hefur nú lagt á handhverfuhrein lyf sé alltaf í þágu sjúklinga og þá sérstaklega hvað varðar lyf sem hafa verið á markaði í mörg ár sem handhverfublöndur. Markaðshyggja virðist nefnilega vera ráðandi afl í þessu sem og flestu er viðkemur lyijaiðnaðinum. Þróun lyfja er sífellt kapphlaup við klukkuna þar sem einkaleyfi gilda aðeins í ákveðinn tíma. Að honum liðnum verða lyijafyrirtækin að sætta sig við minna en 100% markaðshlutdeild og neyðast þá til að lækka verðið á frumlyfinu í samkeppninni við samheitalyfin. „Lifecycle management" er hugtak sem notað hefur verið yfir það þegar lyíjafyrirtæki reyna að framlengja líftíma lyfja sinna með smávægilegum breytingum (m.a. chiral switching) sem gera þeim kleyft að sækja um nýtt einkaleyfi. Þannig slá þau margar flugur í einu höggi þ.e.a.s. minni tími/peningar í grunnrannsóknir og markaðssetningu og einnig einokun á markaði hvað varðar nýja lyfið kannski næstu 15 árin eða svo. En burt séð frá því hvort lyfjafyrirtækin eru að hagnast á chiral switching þá skiptir það okkur að sjálfsögðu meginmáli hvort sjúklingarnir og samfélagið hafi hag af tilkomu þessara nýju lyfja. Til þess að svara því reynum við að vega og meta kostnaðar/ávinnings-hlutfallið en það getur oft verið hægara sagt en gert. Sem dæmi má nefna að framleiðanda handhverfuhreinna lyfja er ekki skylt að sýna fram á kosti hreinu handhverfunnar umfram handhverfublöndunnar með tvíblindum samanburðarrannsóknum. En frumforsenda þess að við myndum vilja skipta út gömlu lyfi fyrir annað nýtt og dýrara væri auðvitað sú að það væri sannreynt að hið síðarnefnda virkaði annaðhvort betur eða ylli síður hjáverkunum. Esomeprazol (Nexium®) er gott dæmi um lyf þar sem vafamál þykir hvort kostnaðar/ávinningshlutfallið sé nægilega hagstætt til að ryðja handhverfublöndunni omeprazol (Losec®, Lómex®) úr rúmi. Nexium var t.a.m.kostnaðarmestasérlyfiðfyrirTR árið 2006 en samanburðarrannsóknir á vegum AztraZeneca (handhafi einkaleyfis fyrir Nexium) sýndu ekki afgerandi niðurstöðu um að Nexium væri árangursríkara lyf en handhverfublanda af omeprazol og í ofanálag var ekki verið að bera saman sambærilegar skammtastærðir af lyfjunum. Þess ber einnig að geta að í sumum tilvikum hefur chiral switching jafnvel valdið beinlínis slæmum afleiðingum. Sem dæmi um slíkt má nefna að þróun lyfsins (R)-fluoxetine gegn þunglyndi var stoppuð vegna dálítillar, en þó marktækrar, lengingar á QT-bilinu þegar lyfið var gefið í háum skömmtum. Dilevalol sem er (R,R) handhverfan af labetalol (betablokki) var einnig fjarlægt af japönskum markaði vegna eiturverkunar á lifur. Að lokum Það var óumdeilanlega skref til framfaraþegar fundnarvoru upp nýj ar, afkastamiklar framleiðsluaðferðir á hreinum handhverfum. En með nýjum möguleikum sem opnast í lyfjaiðnaðinum leggjast í leiðinni meiri kröfur á herðar lækna um að velja skynsamlega og hvað varðar handhverfulyf er það greinilega ekki sjálfgefið að chiral switching sé endilega alltaf hagstætt. í þessum tilfellum er nauðsynlegt að skoða hvert lyf fyrir sig og spyrja sig hvort gagnsemi hreinu handhverfunnar umfram gagnsemi handhverfublöndunnar sé í raun nægileg, ef nokkur, til að réttlæta umtalsverða kostnaðaraukningu fyrir sjúkling og samfélag. • Houlton, S., Chiral chemistry. PharmaTechnoIogy 2006. • Gylfadóttir, G.I., M.R. Kristjánsdóttir, and S. Helgason, Hugsanlegt að lækka lyfjakostnað, in l. Fréttabréf, L. TR, Editor. 2007, Tryggingastofnun Ríkisins: Reykjavík. p. 1. • Lingham, A. Optical Isomerism In Thalidomide. Sótt í apríl 2000 á: http://www.chm.bris. ac. uk/motm/thalidomide/optical2iso.html. • McMurry, J., Fundamentals of Organic Chemistry. 5th ed. 2003, California: Brooks/Cole. • Rohss, K., T. Lind, and C. Wilder-Smith, Esomeprazole 40 mg provides more eífective intragastric acid control than lansoprazole 30 mg, omeprazole 20 mg, pantoprazole 40 mg and rabeprazole 20 mg in patients with gastro-oesophageal reflux symptoms. Eur J Clin Pharmacol, 2004. 60(8): p. 531-9. • SIEC, Do Single Stereoisomer Drugs Provide Value?, in Therapeutics initiative; Evidence based drug therapy. 2002, The University of British Columbia. • Somogyi, A., F. Bochner, and D. Foster, Inside the isomers: the tale of the chiral switches. Australian Prescriber, 2004. 27(2): p. 47-49. Læknaneminn 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.