Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 84

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 84
sýkingar af völdum pneumókokka á árunum 1993- 2000. Skráð voru einkenni sjúklings, heilsufar, skoðun, niðurstöður rannsókna, meðferð og afdrif. Alvarleiki sýkinga var svo metin með tveimur alþjóðlegum kvörðum, APACHE II hjá fullorðnum og PRISM III hjá börnum. Niðurstöður: Alls greindust 394 einstaklingar með 405 ífarandi pneumókokkasýkingar á tímabilinu og náðist að fara yfir 373 sýkingartilfelli eða 92,1%. Alls voru 71% (265) fullorðnir og 29% (108) börn. Hjá fullorðnum var algengasta greiningin lungnabólga með blóðsýkingu (77,4%) en hjá börnum var það blóðsýking án greinanlegs uppruna (35,2%). Heilahimnubólga greindist í rúmum 9% tilfella. Aldursbundið nýgengi var háð aldri og var hæst hjá yngsta og elsta aldurshópnum. Dánarhlutfall var háð aldri og náði 31% meðal elstu sjúklinganna. Algengustu undirliggjandi sjúkdómar voru hjarta- og æðasjúkdómar (29%), en saga um undangengnar veirusýkingar í öndunarfærum fékkst í 18,2% tilvika. Pneumókokkar ræktuðust úr hráka í aðeins 32% tilvika hjá þeim sem voru með lungnabólgu. Marktækur munur var á alvarleika við komu hjá einstaklingum sem lifðu (12,5 APACHE II stig) og þeim er létust úr sýkingunni (18,3 stig), (p < 0,0001). Lyf af penicillin flokki voru mest notuð við sýkingunum (53%) en á eftir komu 2. og 3. kynslóðar kefalósporín (44%). Algengasta hjúpgerðin sem greindist var 7F, en hún ásamt 4, 14, 6B, 9V, 12, 3 og 19F var valdur um 58% allra sýkinga. Hjúpgerð 6B var sú sem var oftast með minnkað næmi gegn penicillini, en enginn einstaklingur lést úr sýkingu af völdum ónæmra pneumókokka. Ályktanir: Faraldsfræði ífarandi pneumokokkasýkinga er svipuð hér á landi og víða erlendis, en aðrar hjúpgerðir eru algengari en annars staðar, sérstaklega hjúpgerð 7F, en hana er ekki að finna í nýlegum bóluefnum. Lágt hlutfall jákvæðra hrákaræktana vekur athygli. Dánarhlutfall sjúklinga er hátt, sér í lagi meðal þeirra sem komnir eru á efri ár. Næmi Diffusion Weighted MRI á breytingar í lifur samanborið við eldri aðferðir Bjarki fvarssonl, Pétur H. Hannessonl,2, Hildur Einars- dóttirl,2, Ásbjörn Jónsson 1,2 lLæknadeild Háskóla íslands, 2Röntgendeild, Land- spítali - Háskólasjúkrahús. Inngangur: Stutt er síðan flæðisvegnar segulómsmyndir (Diffusion Weighted Magnetic Resonance Imaging, DWMRI) urðu mögulegar í kviðarholi en skemmdir vegna hreyfingar, hvort sem þær stöfuðu af öndun, hjartslætti eða öðrum orsökum, kom áður fyrr iðulega í veg fyrir það. Með tilkomu segulómstækja með segulsviði yfir 1,5 T styttist sá tími sem tók að framkvæma myndaraðirnar og gerði það að verkum að DWMRI myndir urðu nógu skýrar til að hægt væri að greina út frá þeim. Eldri aðferðirnar, T1 með skuggaefni, T2 HASTE og tölvusneiðmyndir með skuggaefni (CT), eru enn notaðar við greiningu og uppvinnslu á breytingum í lifur en markmið rannsóknarinnar var að gera samanburð á næmi DWMRI myndaraðar og þeirra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð með gögnum úr gagnabanka Röntgendeildar LSH (Picture Archiving and Communication System, PACS) og var úrtakið 29 einstaklingar á aldursbilinu 26-80 ára. Myndir frá þessum sjúldingum voru metnar af sérfræðingi og niðurstöðurnar bornar saman. Fundið var út hversu stórt hlutfall breytinga í lifur einstaklinganna hver myndaröð nam og næmi reiknað út frá þeim niðurstöðum. Samanburðurinn var svo endurtekinn þegar búið var að íjarlægja úr gögnunum þær breytingar sem staðfestar höfðu verið sem blöðrur. Niðurstöður: í heildina voru fundnar 170 stakar breytingar í lifrum þátttakenda eða að meðaltali 5,8 á hvern einstakling. Einn einstaklingur skekkti samanburðinn með afbrigðilegum niðurstöðum og því var honum sleppt úr úrtakinu. Að þessum einstaklingi slepptum voru 130 breytingar eða að meðaltali 4,6 breytingar á hvern einstakling. DWMRI nam 98,4% breytinga efblöðrur voru inni og 98,9% þegar þeim var sleppt. Fyrir T1 voru niðurstöðurnar 65,3% og 68,9%, T2 HASTE nam 61,5% og 54,4% og CT nam 33,1% og 42,2%. P-gildi fyrir samanburði á niðurstöðunum voru Öll lægri en 0,05. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa það til kynna að DWMRI sé næmara en eldri aðferðir og að munurinn sé marktækur. Ekki virtist vera marktækur munur á niðurstöðum einstakra aðferða miðað við hvort blöðrur væru með eða þeim sleppt, þó næmi T2 HASTE minnki og næmi CT aukist lítillega. Greining kransæðasjúkdóma með 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni Inga Rós Valgeirsdóttirl, Sigurdís Haraldsdóttirl,2, Sigurpáll S. Scheving2, Birna Jónsdóttir3, Karl Ander- senl,2. lLæknadeild Háskóla íslands, 2Hjartadeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss, 3Röntgen Domus Medica. Inngangur: Síðastliðna áratugi hafa orðið miklar breytingar og framfarir í greiningu og meðferð kransæðasjúkdóma. Nýgengi og dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma hefur því farið lækkandi. Engu að síður eru hjartasjúkdómar ennþá ein helsta orsök ótímabærs heilsubrests og dánartilfella á Vesturlöndum. Hjartaþræðing er viðmiðunarstaðallinn við mat kransæðasjúkdóma en er takmörkunum háð sökum mikils inngrips og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.