Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 96

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 96
INH. Hinir 6 höfðu ekki verið settir á INH, einn vegna aldurs, þrír vegna neikvæðs berklaprófs, einn greindust með berklaveiki við komu til landsins og einn vegna lifrarbólgu B. Meðal þeirra 3050 sem ekki voru skoðaðir á LOB við komu til landsins fundust tveir í berklaskrá á fylgitímanum. Ályktanir: Það er athyglisvert að fimmfaldur munur er á fjölda þeirra berklatilfella sem koma upp meðal hópanna tveggja við komu og á fylgitímanum. Er hugsanlegt að fleiri leiti LOB frá löndunum þar sem berklar eru tíðari? Ekki fengust gögn frá Útlendingastofnun um skiptingu hópanna eftir upprunalöndum. Er staðið á mismunandi hátt að greiningu berkla við innflytjendaskoðanirnar? Verkamenn fyrir austan (Kárahnj úkar, Fjarðarál) voru eingöngu skoðaðir með röntgen til að útiloka virka berkla en ekki berklaprófaðir. Það þýðir færri INH meðferðir hjá hópnum utan LOB og ætti að auka þölda tilfella. Á LOB virðist val einstaklinga sem ekki fóru á INH- meðferð en voru þó með aflestur > lOmm vel heppnað með tiliti til þess að enginn veiktist af berklaveiki meðal þeirra. Hjá þeim sem voru með aflestur > 10 mm og þáðu INH- meðferð greindust 5 með berklaveiki á fylgitímanum þar af einn með HIV og einn með INH-viðnám. Það að sjúklingar veikist síðar þrátt fyrir INH-meðferð þarf ekki að þýða að meðferðin virki ekki heldur getur það verið vegna þess að sjúklingur tók ekki lyfin; að hann hafi smitast aftur á íslandi eða í heimsókn til upprunalandsins eftir meðferðarlok; eða að um ónæman stofn hafi verið að ræða. Spurning er því hvort bæta megi meðferðarheldni, auka þekkingu á smitleiðum sjúkdómsins, eða jafnvel bjóða megi þeim sem ekki þola INH aðra meðferð sem sýnt hefur verið fram á að virki sambærilega. Lykilorð: Berklar, berklaveiki, innflytjendur, ,ísóníasíðmeðferð,leyndberklasýking (LTBI). Fitufrumuboðar í sóra Sigurlaug Árnadóttirl, Helgi Valdimarssonl,2, Andrew Johnston2 lHáskóli íslands, 2Ónæmisfræðide- ild Landspítala Háskólasjúkrahúss Inngangur: Sóri (psoriasis) er ónæmissjúkdómur í húð sem er miðlað af Thl- og líklega Thl7 frumum. Flókið samspil frumuboða knýr sjúkdóminn áfram en hann einkennist af hreistruðum roðaskellum sem stafa af offjölgun hornfruma og þykknun yfirhúðar. Hækkandi líkamsmassastuðli (BMI) fylgir aukin hætta á sóra. Auk þess fá offeitir sjúklingar gjarna verri og útbreiddari sóraútbrot heldur en þeir sem grennri eru. Fituvefur seytir umtalsverðu magni frumuboða. Þar af eru bólgufrumuboðar stór hluti, og er framleiðsla þeirra aukin í fituvef offeitra einstaklinga sem leiðir til langvinns bólguástands. Fitufrumuboðarnir leptín og resistín hafa einnig áhrif á ónæmiskerfið. Áhrif leptíns eru víðtæk en það eykur meðal annars seytun Thl frumuboða og Thl frumuíjölgun. Um áhrif resistíns á ónæmisfrumur er minna vitað. Leptínþéttni í líkamanum er í réttu hlutfalli við magn fituvefs. Styrkur resistíns, en ekki leptíns, er marktækt hærri í sermi sórasjúklinga en viðmiðunarhóps. Auk þess er jákvæð fylgni milli resistínstyrks og útbreiðslu og alvarleika sóraútbrota (PASIstigunar). Við könnuðum hvort leptín og/eða resistín hefðu áhrif á háttalag og boðefnaseytun ónæmisfruma og tengdu þannig hugsanlega vaxtarlag og stig sóra. Efniviður og aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur (peripheral blood mononuclear cells) voru einangraðar úr blóði með þéttniskiljun og ýmist örvaðar með resistíni eða resistíni og ónæmisvaka. Á fimmta degi voru CD4+ og CD8+ T frumur yfirborðslitaðar fyrir virkjunarsameindum og ratvísisameindum og metnar í frumuflæðisjá. Flotið af frumunum var notað til mælinga á frumuboðum með Iuminex tækni og ELISA aðferð (fluorescent bead-based and enzyme- linked immunosorbent assays). Þá var frumuboðaframleiðsla hnattkjarna átfruma (monocytes), í kjölfar resistín-eðaleptínörvunar, rannsökuð með þrefaldri innanfrumulitun. Notast var við heilblóð þar sem það gaf minni bakgrunnslit en bæðihnattkjarna hvítfrumur í æti og þvegnar hvítfrumur. Frumur, jákvæðar íyrir hverjum frumuboða fyrir sig, voru taldar í frumuflæðisjá og innanfrumustyrkur þeirra mældur. Niðurstöður: Resistín hafði ekki áhrif á tjáningu T fruma á yfirborðssameindum. Mikill einstaklingsmunur var á frumuboðaseytun hnattkjarna hvítfruma og fengust ekki marktækar niðurstöður. Þá voru hnattkjarna átfrumur skoðaðar einar og sér. Bæði resistín og leptín stuðluðu að aukinni seytun þeirra á frumuboðunum IL-8 og TNF-a, en auk þess hvatti leptín til framleiðslu á IL-1 (3 og IL-lra. Fitufrumuboðarnir voru prófaðir ásamt lípópólísakkaríði (LPS) og jók leptín töluvert áhrif LPS. Resistín virtist hins vegar ekki vera þess megnugt. Umræða og ályktanir: Þó resistín, eitt og sér, hafi ekki breytt sameindatjáningu T fruma í blóði útilokar það ekki að resistín hafi áhrif á tjáningu yfirborðssameinda, séu þroskaðar angafrumur (dendritic cells) til staðar sem milligönguliður. Við ákall ónæmiskerfisins skríða hnattkjarna átfrumur úr blóðrás út í vefi, þar með talið húð og eitilvef, þar sem þær þroskast ýmist í stórátfrumur (macrophages) eða angafrumur. Áður hefur verið sýnt fram á aukna seytun hnattkjarna átfruma á TNF- a og IL-6 í kjölfar leptínörvunar en samsvarandi rannsókn hefur að okkur vitandi ekki verið gerð með resistínörvun. Við mældum einnig aukna framleiðslu á TNF-aHog sýnum enn fremur að leptín eykur framleiðslu hnattkjarna átfruma á IL-8, IL-lþlElog IL-lra auk þess sem resistín eykur framleiðslu á TNF-aSog IL-8. Niðurstöðurnar samrýmast því að áhrif vaxtarlags á sóra tengist breytingum á þéttni fitufrumuboða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.