Læknaneminn - 01.04.2008, Page 97

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 97
Eru breytingar á beinþéttni handknattleikskvenna yfir níu ára tímabil háðar því hvort þær héldu áfram íþróttaiðkun? Hjörtur Brynjólfssonl, Díana Óskarsdóttir2, Sigríður Lára Guðmundsdóttir2, Örnólfur Valdimarsson3, Gun- nar Sigurðsson2 1 Háskóli íslands, læknadeild, 2 Landspítali háskólas- júkrahús, 3 Orkuhúsið. Inngangur: Beinþynning (osteoporosis) er og verður vaxandi vandamál í olckar nánustu framtíð eftir því sem hlutfall eldri borgara eykst í samfélaginu. Beinþynning er ástand þar sem þéttni og gæði beins eru minnkuð. Þekkt er að áhætta á beinbroti eykst tvöfalt fyrir hvert staðalfrávik undir meðaltali í beinþéttni. Beinþéttni (BÞ) ákvarðast af hámarksbeinmassa (HBM) annars vegar og hins vegar af beintapi sem síðar verður. HBM ræðst af erfðum (60-80%) og umhverfis- og næringarþáttum, þá helst af líkamsáreynslu á unga aldri. Það er þó um það deilt hvort áhrifin haldist við minni áreynslu og þá hver þröskuldurinn sé til þess að áhrifin haldist. Markmið okkar var að kanna hvort breytingar á beinþéttni handknattleikskvenna séu háðar því að þær héldu áfram íþróttaiðkun eða öðrum þáttum. Efniviður og aðferðir: Árið 1998 tóku 42 handknattleikskonur þátt í rannsókn á beinmassa með tilliti til hreyfingar og næringarþátta. Nú var sent bréf til þeirra á ný og þeim boðið að taka þátt í framhaldsrannsókn. 24 konur tóku þátt og voru þær mældar í Dual-energy X-ray absorbtiometry (DXA) mælitæki sem mældi beinþéttni og líkamssamsetningu. Gripstyrkur var mældur með JAMAR* gripstyrksmæli, þyngd og hæð mæld og þyngdarstuðull reiknaður út. Þátttakendur svöruðu einnig spurningalista um hreyfingu, heilsufar, lyfjanotkun, barneignir og brjóstagjöf. Að auki voru notuð gögn úr tveimur öðrum rannsóknum sem könnuðu beinmassa og beinþéttni íslenskra kvenna á sama aldri. Tölfræði var unnin í SPSS 11.0 fyrir Windows. Niðurstöður: Árið 1998 var meðalástundun 5,8 skipti á viku og 14,8 klst./viku fór í æfingar á meðan árið 2007 var meðalástundunin 3,7 skipti á viku og 7,8 klst./viku fór í æfingar. 5 voru hættar reglubundinni þjálfun árið 2007, 7 kepptu enn með meistaraflokki og 4 æfðu handbolta að einhverju marki og 8 æfðu aðrar íþróttir en handbolta. Meðalaldur þátttakenda árið 1998 var 21,7 ár en 30,6 ár, árið 2007. Handknattleikskonurnar árið 1998 voru með 10 - 21% hærri BÞ en viðmiðunarhópur í hrygg, lærleggshálsi, heildar-BÞ í mjöðm og heildar-BÞ. Árið 2007 voru handknattleikskonurnar 9 - 15% hærri í BÞ á sömu mælistöðum en viðmiðunarhópurinn. Marktæk jákvæð fylgni fannst milli mjúkvefjamassa og BÞ á mælistöðum hjá öllum rannsóknarhópum 0,3 - 0,7 (p < 0,01). Einnig fannst jákvæð fylgni milli fitumassa (g) og BÞ hjá viðmiðunarhópum en engin fylgni sást þar hjá handknattleikskonunum. Breyting á BÞ í mjöðm var 10% hjá þeim 5 er höfðu hætt þjálfun en 3% hjá þeim sem æfðu áfram. Minni munur en í sömu átt var í BÞ í hrygg og ríkjandi framhandlegg. Þær 5 konur sem hættu þjálfun standa þó enn betur en viðmiðunarhópur á sama aldri eða 5% hærra í mjöðm og 12% hærra í hrygg. Ályktanir: Rannsóknarniðurstöðurnar benda til að þær konur sem héldu áfram íþróttaiðkun halda betur í sinn bein- og vöðvamassa en þær sem hættu íþróttaiðkun. Stærð hópsins takmarkar þó ályktunarhæfnina. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa fundið að þó íþróttaiðkun á yngri árum sé til bóta þá þurfi að halda áfram að stunda íþróttir til þess að tapa ekki aftur þeim ávinningi. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á íslandi: Þriggja ára yfirlit yfir ávísanir valinna lyfja Pétur Guðmann Guðmannssonlog Helga Hansdóttir2 Frá llæknadeild Háskóla íslands og 2almennum öl- drunarlækningadeildum Landspítala háskólasjúkrahúss. Inngangur: Lyfjameðferð er sérlega flókin og umfangsmikil á hjúkrunarheimilum þó svo að slík heimili skapi, vegna eðlis síns, tilvalda umgjörð um læknismeðferðir af því tagi og vera má að kostir þessarar aðstöðu séu ekki nýttir til fulls. Aldraðir taka fleiri lyf en aðrir og lyfjahvörf þeirra eru breytt svo að virkni og verkunarlengd sumra lyfja eykst og útskilnaður er einnig hægari. Læknar hafa áhyggjur af fjöllyfjanotkun aldraðra sem eykur líkur á óæskilegum verkunum lyfja, byltum og dauða. Beers og félagar hafa bent á þau lyf sem eru öldruðum hættuleg. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á notkun lyfja við beinþynningu, geðlyfja og verkjalyfja, einnig að meta meðalþölda lyfja á einstakling á íslenskum hjúkrunarheimilum og reyna að varpa nokkru ljósi á notkun lyfja sem eru mjög varasöm öldruðum. Efni og aðferðir: Þátttakendur voru 1408 talsins af hjúkrunarheimilum á íslandi. Yfirlit yfir ávísanir valinna lyfja var gert fyrir árin 2002-2004. Talin voru virk lyf annars vegar og öll möguleg lyf hinsvegar. Af 66 lyfjum á lista Beers innihéldu gögn okkar aðeins 12 þeirra og var notkun þessa litla hluta skoðuð. Við skráningu og úrvinnslu var gerður greinarmunur á fastri, óreglulegri og p.r.n. notkun lyfja eða lyfjaflokka. Niðurstöður: Konur voru 64,6% þátttakenda. Meðalaldur var 83 ár. Meðalfjöldi ávísaðra lyfja var 9,91 lyf á einstakling og hafði lyfjum fjölgað á öllum hjúkrunarheimilum yfir tímabilið. 31,4% voru á meðferð eða forvarnarmeðferð beinþynningar, mun oftar konur. Alls 82,7% fengu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.