Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 63
ELDRAUNIN i TINDINVM
75
brattri ísbrekku. Ef ekkert óvænt
hefði komið fyrir, liefðu þau
getað náð til bækistöðvana á
þrem timum í góðu veðri. Nú
voru miklar likur gegn þvi, að
þeim tækist að ná þangað.
Þau voru bæði vanir fjall-
göngumenn. Þau höfðu æft sig
vel og þjálfað í hæstu tindum
Kaliforníu, og þau voru hraust.
Ian var yfir 6 fet á hæð, aðeins
um 1GO pund, en það voru bein,
sinar og harðir vöðvar. Cricket
var lipur og hafði geysilegt vald
yfir öllum hreyfingum. Hún
klifraði eins og api. Nú myndu
þau liafa þörf fyrir alla kunnáttu
sina og reynslu . . . og einnig
heppnina.
Heppnin virtist strax vera
með þoim. Þegar þau voru búín
að fikra sig 50 fet niður eftir
hallandi klettasyllunni, endaði
hún, og við tók þverhnípt
hamrabelti, næstum 2000 fet á
hæð, allt niður á jökulbreiðuna.
En á brúninni fundu þau kaðal-
lykkju, sem brugðið var yfir
brún klettanibbu.
Kaðallykkjan sýndi þeim, að
þetta var eina undankomuleiðin.
Þrír þátttakendur leiðangursins,
sem klifrað höfðu upp á Buga-
bootind daginn áður, höfðu
skilið lykkjuna þarna eftir á
ieið niður. (Er aðferð þessi not-
uð af fjallgöng'umönnum til þess
að komast niður bratta hamra-
veggi og nefnist hún „rappel“.
Lykkju er brugðið yfir nibbu,
og í gegnum hana er brugðið
tvöföldum kaðli. Þegar þeir eru
komnir niður kaðalinn, toga þeir
til sín annan enda hans. Hinn
endinn togast upp, fer i gegnum
lykkjuna og fellur laus niður
við fætur þeim, ef allt gengur
vel). Cricket þræddi annan klif-
urkaðalinn, 120 fet á lengd, gegn-
um lykkjuna, hnýtti hann við
kaðalinn, siðan sleppti hún
báðum lausu endunum og lét þá
renna út yfir hamrabrúnina.
Ian fór á undan. Hann tók
sér stöðu klofvega yfir kaðl-
inum og' reyndi að ganga frá
kaðlinum i ,,rappel-stöðu“, þ. e.
ná i lausa endann fyrir neðan
sig og bregða honum siðan á
ská fram yfir brjóst sér, þaðan
yfir hægri öxl og niður bakið.
En vinstri handleggur hans
var enn máttvana. Cricket gerði
sér nú fyrst grein fyrir því, að
hann var meiddur, og lyfti því
kaðlinum yfir öxl honum.
Nú var að koma dálítill máttur
i fingur vinstri handar hans,
og hann greip um kaðalinn, sem
lá niður bak honum, og hallaði
sér aftur á' bak, svö að það
strengdist á honum bæði i bak
og fyrir. Með þvi að halda í
sinn hvorn enda hans í bak og
fyrir myndi núningsmótstaðan
við líkamann næstum ein saman