Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 76
88
stað þess að hika og tvístíga
yfir lausn þeirra.
Þessi sjö heillaráð hafa lyft
Henry J .Ivaiser i þá stöðu, sem
hann sldpar nú i dag, breytt
honum úr veikbyggðum, stam-
andi, sárfátækum ungling i mann
sem nýtur auðæfa, virðingar,
góðrar lieilsu, langlífis og ham-
ingju. Er mögulegt fyrir venju-
legt fólk að notfæra sér þessi
ÚRVAL
heillaráð hans til þess að ná
settu marki?
Henry Keiser álitur það.
„Fyrst skaltu ákveða, hvað þú
vilt taka þér fyrir hendur, og
svo veröurðu að sýna nægilegt
hugrekki til þess að leggja af
stað að settu marki, hversu ó-
mögulegt sem það kann að virð-
ast að ná því,“ segir hann. „Ef
þú þráir nógu heitt að ná því,
getur ekkert stöðvað þig.“
,,BLÖMAGARÐUR A SUÐURHEIMSSKAUTSLANDINU.
Allir hafa nok-kra ánægju af gróðri eða eru brot úr garðyrkju-
manni sem afkomendum Adams sæmir. Og því reyna menn að
fá eitthvað grænt til þess að vaxa, hvar sem þeir flækjast um
heiminn, jafnvel á hinum ófrjóustu landssvæðum. Það var þessi
ákveðna hvöt, sem kom visindamönnum á Suðurheimsskautsland-
inu til þess að sá fræi. 1 garði nokkrum, sem lýstur er glóð
fluorescentljósa og „tungstenpera", má sjá grænar bergfléttur og
gular morgunfrúr. Heimsskautagarður þessi hefur orðið þýðingar-
mikill þáttur hins einmanalega lifs visindamannanna í heims-
skautastöðinni. Einn þeirra segir svo um tilraun þessa: „Þetta
er líkt og svipmynd að heiman, gróðurilmur, þú veizt, við hvað
ég á.“ Sérhver sá, sem hefur orðið að dvelja langtímum saman
fjarri öllum. gróðri, veit vel, við hvað hann á. Þegar mennirnir
komast til tunglsins, munu þeir sjálfsagt láta það verða eitt
af sínum fyrstu verkum þar að búa sér til garð.
San Mateo Times.
Það er einn kostur við að fara þrönga veginn. Það er énginn
að reyna að taka fram úr manni.