Úrval - 01.10.1963, Side 78
90
URVAL
/
Nú eru margar þessar eyjar
komnar úr byggð, og lagztar í
auðn. Þar lifa nú hin villtu dýr
góðu lífi, einkum selir og bjarg-
fuglar, þegar þeir fá að vera í
friði fyrir ásæknum veiðiþjóf-
um frá landsbyggðinni, sem því
miður leg'gja oft leið sína í
þessa paradis, og spilla þar friði
og fegurð með skotvopnum sín-
um.
NÚ AVÐ OG YFIRGEFIN
Eyjarnar fyrir Norðurlandi
eru ekki margar, enda hafa þær
flestar verið í byggð fram á síð-
ustu ár. Grímsey, Fíatey og
Hrísey eru vel setnar, og býr
þar fjöldi fólks. Ein er sú eyja,
sem var til skamms tíma í
byggð, en nú yfirgefin. Það er
Málmey á Skagafirði.
Fyrir mörgum árum pRi ég
þvi láni að fagna að dvelja i
Málmey um jjriggja ára bil, en
á þeim árum var rekið þah
myndarbú.
Ekki er mér kunnugt um, hve
nær fyrst var reist byg'gð í
Málmey, en það mun liafa verið
all-snemma á öldum, og eru
sagnir til um, að þar hafi eitt
sinn verið 5 bæir, og víst er um
það, að mikið útræði var stund-
að þaðan, allt fram á síðustu ár
byggðar þar.
Málmey lig'gur á Skagafirði
austanverðum i norður frá
Þórðarhöíða, en vestan Sléttu-
hliðar. Eyjan er um fjórir kíló-
metrar að lengd, en víðasthvar
um 800 m. að breidd. Nyrzti
og vestasti endinn er hæstur,
156 metrar yfir sjó. Lægst er
eyjan um miðju að austan, 42
metrar. Eyjan er mjög grösug,
en þýfð, nema það sem sléttað
er af manna höndum. Lending-
ar eru tvær, sem telja má sæmi-
legar, og þó eftir þvi hvernig
veðri er háttað. Önnur lending-
in er að austan um miðja eyna,
og nefnist hún Bæjargjá. Hin er
að vestan, en þar er lítill dalur
eða jarðfall, eins og það er nefnt,
inn í eyna. Þar er lítil fjara, en
annars eru ekki fjörur svo telj-
andi sé við Málmey. Hvaða
lending liefur verið notuð til
forna er mér ekki kunnugt, en
á seinni öldum mun sú vestari
hafa verið meira notuð, og á
síðustu árum nær eingöngu,
nema þegar vestan og norð-
vestan sjógangur var mikill.
SJÖ DAGA SÓL Á LOFTI.
Af fornum sögnum má sjá, að
vel hefur verið húsað i Málmey,
því er Guðmundur góði biskup
flýr þangað frá Hólum á þrett-
ándu öld, fer fylgdarlið hans
allt, um 70 manns, með honum
og fær það allt inni í Málmey
um margra vikna skeið. Það
sýnir, að nægur hefur verið þar