Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 81
SOFA URTUBÖRN Á ÚTSKERJUM
93
Þangað mátti ckki flytja hest,
og er mér ekki kunnugt um, að
hestur hafi verið þar fyrr en
áður umgetin hjón, Jóhanna og
Franz, fluttu fram hesta á sín-
um búskaparárum. Viðurlögin
við hestahaldi i eynni voru þau,
að stóróhöpp áttu að henda á-
búendurna.
Fleira verður ekki talið hér
af þessu tagi, þó af nægu sé að
taka. Ekki hef ég fundið heim-
ildir fyrir því, að kirkja hafi
staðið i Málmey. En örnefnið
Bænhústóft er til og mótar þar
fyrir vegghleðslum og einkenni-
legum þúfum, sem vel gætu ver-
ið gömul leiði. Sennilegt er, að
prestur frá Felli hafi þjónað
Málmey.
FÁTT UM GESTI.
Nokkru fyrir 1940 var byggð-
ur viti i Málmey. Var hans fyrst
gætt af ábúendum í eynni, en
siðan hún fór i eyði hafa bænd-
ur í Sléttuhlíð annazt gæzlu
hans. Á þeim árum, sem ég
dvaldi í Málmey, var ekki gest-
kvæmt þar, nema þá helzt á síld-
artímanum, en þó kom oft mik-
ill fjöldi sjómanna i land á
eynni, einkum er skipin lágu í
vari við eyna í vestan- og aust-
anáttum. Á öðrum tímum bar
vart gest að garði, nema ef náið
venzlafólk kom í heimsókn.
Verzlun var einkum sótt til
Hofsóss, en þó var það venja, að
skömmu fyrir jól fór einhver i
verzlunarferð (venjulega hús-
bóndinn), og var þá farið bæði
til Siglufjarðar og Sauðárkróks.
ERFIÐAR SAMGÖNGUR
Oftast var farið á trillum til
Hofsóss, en einnig var flóabát-
urinn notaður til slikra ferða,
en á leið sinni til Hofsóss og
Sauðárkróks fór hann rétt við
lendinguna vestan á eynni, og
var því stutt að fara. Ferðir sin-
ar hóf báturinn á Akureyri og
fór venjulega hálfsmánaðarlega.
Það mun hafa verið 1937 um
það bil sex vikum fyrir jól, að
Franz fór í land til jólainnkaupa
og ætlaði til Siglufjarðar, Hofs-
óss og Sauðárkróks. Áætlað var,
að hann yrði hálfan mánuð í
ferðinni, og áttum við að sækja
hann til Hofsóss að þeim tíma
liðnum. Þetta haust var veður
fremur stillt, og stunduðum við
sjóróðra fram í desember.
Nokkru eftir mánaðamótin nóv.
— desember gerði hríðarveður
og jafnframt allmikill sjór, svo
ólendandi varð við eyna. Leið
nú að þeim tima, er húsbónd-
inn skyldi sóttur til lands, og
gerði hann okkur aðvart um tal-
stöðina á Siglufirði, en þá var
einnig talstöð i Málmey. Er
póstbáturinn fór frain hjá Málm-
ey inn Skagafjörð, var ekki lend-