Úrval - 01.10.1963, Side 123
S UÐURSKA V T SLANDIÐ — AN.TARKTÍKA
135
dýrið er flug'a ¥2 cm á lengd,
Belgica antarctica.
Úr jarðsögu
Enda þótt Suðurskautslandið
sé svo fátækt af lífi í dag og
liafi sýnilega verið það i milljón
ár, þá hefur það ekki alltaf verið
þannig. í jarðlögunum undir
hinni þykku ishellu hafa fundizt
steingerðar leifar af jurtum og
dýrum, sem sýna, að þarna
hefur á löngu liðnum tímum ver-
ið frjósamt land og hlýtt lofts-
Iag, líkt og nú gerist í tempruðu
beltunum. Þarna hafa meira að
segja fundizt allt að 4 m þykk
lög af steinkolum og eru þau
talin vera um 250 milljón ára
gömul. Líka hafa fundizt frá
þessum tíma trjábolir, allt að 8
m á lengd og 60 cm að gildleika.
Hér hafa því sýnilega orðið
mikil umskipti, og sennilegt að
annaðhvort hafi færzt úr stað,
Suðurskautslandið eða suður-
skautið, nema hvort tveggja hafi
gerzt.
Nú þegar hafa miklar jarð-
fræðilegar rannsóknir verið
gerðar á Suðurskautslandinu, þó
að mikið sé þar enn ókannað,
Fjölda steingervinga hefur verið
safnað þaðan úr fornum jarð-
lögum og hafa þeir leitt í Ijós,
að hliðstæð stig þróunarsög-
unnar er að finna þarna og
annars staðar á jörðinni. Eink-
um svipar þó hinum fornu jarð-
lögum á meginlandi Suður-
skautslandsins mikið til jarð-
laga í S-Ameríku austan Andes-
fjalla, i Afríku sunnan Atlas-
fjalla, í Arabíu, í Indlandi og í
Ástralíu. Sérkennandi fyrir
þessi jarðlög eru jökulmynd-
anir, rálcuð berg og jökulruðn-
ingur, sem liggja undir misjafn-
lega þykkum lögum af þurr-
lendi, sem í eru bæði kol
og aðrar jurtaleifar. Jarðlög
þessi, sem kennd eru við Gond-
wana á Indlandi, eru talin vera
frá Perm-tímabilinu. Er talið
vist, að á þessu tímabili hafi
loftslag, jurtagróður og dýra-
lif verið svo til hið sama á þeim
meginlöndum, sem nú mynda
Suðurskautslandið, Ástralíu,
Indland, S-Afriku og S-Ameríku.
Meira að segja hefur því verið
haldið fram, að hér hafi verið
um eitt geysistórt meginland að
ræða, er síðan hafi hlutazt í
sundur. Þessu víðáttumikla
meginlandi hefur verið gefið
nafnið Gondwanaland (3. mynd)
Kenningin um Gondwanaland
er alls ekki ný af nálinni, því
að hún er upphaflega sett fram
1885 af austurrískum jarðfræð-
ingi, Edward Suess. Þar sem
Suðurskautslandið var þá alls
ekki þekkt, var það ekki talið
vera hluti af Gondwanalandi.
Suess reiknaði ekki með neinni
/