Úrval - 01.10.1963, Síða 129
RAFEINDA TÆIŒIN í ÞJÓNUSTU . . .
141
lýsingar um þrýsting og önnur
fyrirbrigði til læknisins, sem
eru einnig skráð á sjálfvirkan
liátt, svo að hægt sé að vísa til
þcirra. Kostir slíkrar „útvarps-
pillu“ eru auðsæir, þegar hún er
borin saman við gúmmíslöngu,
sem áður fyrr þurfti að gleypa.
Þetta hefur líka kosti i för með
sér fyrir lækninn, þvi að pill-
an nær til svæða i líkamanum,
sem engin önnur tæki geta náð
til.
Tilraunir hafa verið gerðar
með tækjum, sem nota „ultrason-
iskar“ bylgjur, til þess að veita
blindu fólki frekari upplýsingar
um umhverfi þess. Búið hefur
verið til slíkt ferðatæki til leið-
beiningar blindu fólk, og sendir
það frá sér stöðuga bylgju með
mismunandi stilltri tíðni. Ár-
angurinn af notkun þessa „ultra-
sóniska ratsjártækis" lofar góðu.
Mismunandi bergmál frá mörg-
um venjulegum hlutum og yfir-
borðum hefur sín ýmsu sér-
kenni, þegar bergmáli þessu er
breytt i hljóð. Hægt er að læra
að þekkja sérkenni þessi. En það
getur verið mjög erfitt að túlka
rétt upplýsingarnar, sem hin
endurvörpuðu hljóð flytja. En
með tæki þessu getur blindur
maður samt sagt til um, hvort
leið hans er án hindrana, hvort
á henni séu aðeins fáar hindr-
anir eða þá hindranir i mismun-
andi langri fjarlægð. Það er t. d.
tiltölulega auðvelt að þekkja
þannig þrep eða girðingu. Hið
sama gildir um einfalda, ó-
brotna hluti. Það er nauðsyn-
legt, að notandi tækisins tengi
stöðugt í skynjun sinni „hljóða-
mynztrið“ við hlutina, sem berg-
mál berst frá, eigi hann að
hafa góð not af tæki þessu.
Verið er nú að útbúa nokkur
prófunartæki fyrir valda hópa
blinds fólks, svo að meta megi
notagildi og möguleika tækis
þessa.
Auðvitað væri lestrarvél hin-
um blindu stórkostleg blessun.
Þegar eru til vélar, sem endur-
þekkja mál, og eru þær þegar
boðnar til sölu. Þær eru notaðar
við endurskoðun, sem mötunar-
útbúnaður fyrir reiknivélar.
Hæfileiki þeirra takmarkast
samt við að setja upp tölur, og
þetta eitt sér væri blindum
manni engin hjálp. Reynt hefur
verið að leysa þau vandamál,
sem fólgin eru i að búa út lestr-
arvél fyrir blint fólk, og hafa
tilraunir þær eingöngu beinzt
að endurþekkingu einstakra
talna, merkja eða stafa. Enn er
hagnýt vél til þess að lesa orð
i bók ófundin upp. Slík vél
myndi kannske segja nafn stafs-
ins upphátt eða festa upphleypt
Braille-jafngildi stafsins á blað.
Hvað snertir fólk, sem er blint,