Úrval - 01.10.1963, Side 136
148
ÚR VAL
eitthvert spor án nokkurs á-
huga, að því er virtist, eða
beygði sig aftur á bak „í brú“,
líkt og hún væri alveg beinlaus.
„Nú, en hvað segirðu, ef þeir
krefðust þess af mér, að ég
gerði slíkt og þvílíkt?“ spurði
ég pabba.
„Þeir gera það ekki. Þú verður
bara ráðin vegna siða hársins. ..
ekki vegna hæfileika."
Ég gekk að hóp, sem stóð
umhverfis kaðal, sem hékk niður
úr mæni tjaldsins. Hann var
þakinn segldúk. Ung stúlka með
tindrandi dökk augu og útstand-
andi kinnbein var að klifra
léttilega upp kaðalinn með hönd-
unum einum saman. Þegar hún
var komin í um 12 feta hæð,
stanzaði hún, brá öðrum fæt-
inum hirðuleysislega yfir kaðal-
inn og sleppti taki beggja handa.
Hún tók upp vindling og kveikti
i.
Einhver hrópaði: „Heyrðu,
Anne, stingdu vindlingnum strax
á þig aftur! Þarna kemur Bar-
bette.“
Anne fékk sér einn teyg, og
síðan lienli hún stubbnum
kæruleysislega frá sér, þegar
maður nokkur birtist. Það var
undrunarsvipur á andliti hans.
Hann var klæddur í síðan rú-
skinnsfrakka. Andlitsdrættir
hans voru fíngerðir. Hann hafði
ótrúlega smáa fætur og virtist
fremur líða inn i tjaldið en
ganga. Ég hafði aldrei séð neinn
þessum líkan heima í Menasha.
Hann tók í kaðal Önnu og
kallaði til hennar háðsleg'um
rómi: N
„Ertu alveg búin að reykja,
Anne? Agætt! Við skulum æfa
atriðið núna, ef þú heldur að
þú getir einbeitt þér að því í
dag. Einn . . . tveir . . .þrir . . .
fjórir . . . arabesqe . , . fimm
. . . réttu úr þér ... teygðu
úr tánum . . . sex . . . hugsaðu,
Anne, einbeittu huganum að
þessu . . .“ Kvalasvipurinn á
andliti Barbette óx við hverja
tölu, sem hann nefndi.
Brátt skipaði hann Anne að
búa sig undir, að henni yrði
snúið. ltún renndi úlnlið sinum
i lykkju, festi öryggisól og kink-
aði kolli. Barbette byrjaði að
sveifla kaðlinum, og hinn stirðn-
aði líkami Anne tók að snúast
í hringi. Barbette var á svipinn
sem geðbilaður brúðuleikhús-
stjóri. Er kaðallinn snerist hrað-
ar og hraðar, snerist hún svo
tryllingslega hratt, að ég gat
ekki þolað að horfa á það leng-
ur. Loks hægði Barbette á ferð
kaðalsins, þangað til hann stöðv-
'aðist alveg og Ahne lét sig
renna hirðuleysislega til jarðar.
„Ja, hérna, þú hlýtur að hafa
æft árum saman, áður en þér
tókst þetta!“ sagði ég við hana.