Úrval - 01.07.1966, Síða 10
Rannsóknir
í læknisfræði
Allar hinar miklu framfarir
í læknisfræði byggjast
á óþreytandi rannsóknum og
nákvæmum athugunum, sem
látlaust er unnið að og aldrei
verður hlé á.
Eftir Prófessor Harold Ellis.
m hugtakið læknis-
fræðirannsóknir leikur
mikill ljómi töfra og
tálvona. Margur draum-
óramaðurinn hlýtur að
ímynda sér, að ekki þurfi annað til,
en að labba sig inn í rannsóknar-
stofuna og grípa þar fáein tilrauna-
glös, til þess að geta að nokkrum
dögum liðnum komið þaðan út aft-
ur sigri hrósandi með áhrifamikinn
læknisdóm við einhverjum kvillan-
um, allt frá venjulegu kvefi til hins
alvarlegasta sjúkdóms.
Læknisfræðirannsóknir eins og
þær raunverulega gerast, eru mjög
fjarri þesari trú. Menn og konur,
sem helga þessum rannsóknum líf
sitt, vita, að þær taka langan tíma,
og eru oft fremur þreytandi og end-
urtekningasamar sökum þess, að
hvert skref fram á við, sérhverja
nðurstöðu, verður að margprófa aft-
ur og aftur. Hver sá, sem tekur þátt
í þeim, getur í hæsta lagi gert sér
skynsamlega von um að komast ör-
lítið áleiðis til hjálpar mönnunum
í baráttu þeirra gegn sjúkdómum.
Hvers konar störf eru unnin í rann-
sóknarstofunum, og að hvaða gagni
koma þau læknunum í sjúkraþjón-
ustu sinni? Jú, ég fer reglulega í
bókasafn sjúkrahússins og pæli í
gegnum síðustu skýrslur um rann-
sóknir, sem birtar eru í læknatíma-
ritum. Þrjár fyrstu greinarnar, sem
ég rekst á eru: „Vefjaefnafræðileg-
ar rannsóknir á eggjahvítuefnum,
vissum sykurefnum og deoyxi-ribo-
kjarnasýru í húðsárum við C fjör-
8
Family Doctor