Úrval - 01.07.1966, Page 18
Mótefni framleitt í
rannsóknarstofum
Eftir Walter Sullivan.
Um þessar mundir fara fram
víðtækar rannsóknir á mót-
efnum, þeim kemisku efnum, sem
líkaminn notar sem varnarlið gegn
hvers konar sýkingu. Þeir, sem
fremst standa í þeim rannsókn-
um, eru nú á þeirri skoðun, að brátt
muni fást vitneskja um, hvernig
efni þessi myndast.
Sumir þeirra spá því jafnvel, að
framundan sé framleiðsla mótefna
í rannsóknarstofum, en slík þróun
mundi valda gerbyltingu innan
læknisfræðinnar. Þeir sjúkdómar
eru í sannleika sagt fáir, sem mót-
efnin hafa ekki einhver áhrif á fyrr
eða síðar.
SMITNÆMIR SJÚKDÓMAR
Mótefnin koma annaðhvort í veg
fyrir hina ýmsu smitandi sjúkdóma
eða lækna menn af þeim, allt frá
höfuðkvefi til bólusóttar. Aðrir
sjúkdómar, svo sem alls konar of-
næmi, gigtsótt og líka einnig liða-
gigt, taka að hrjá manninn, þegar
varnarher mótefnanna hegðar sér
ekki á réttan hátt.
Það er þessi sami varnarher mót-
efnanna, sem torveldar og hindrar
oft tilfærslu líffæra úr einum lík-
ama í annan og ágræðslu þeirra.
Varnarher þessi býst til varnar gegn
líffærum úr öðrum líkama, líkt og
væri um óvinveitta innrásarseggi að
ræða.
Yfirlýsingar vísindamanna við-
víkjandi væntanlegri framleiðslu
mótefna í rannsóknastofum ein-
kennast af allmikilli bjartsýni, og
mætti helzt líkja þeim við hugarfar
fjallgöngumanna, sem koma auga
á fjarlægan fjallstind. Hið endan-
lega takmark er fjarlægara en það
sýnist vera.
Einn af bjartsýnismönnunum i
hópi vísindamannanna er dr. Willi-
am J. Dreyer við Tækniháskóla
Kaliforníufylkis, en hann spáði því
nýlega, að það kunni að reynast
unnt fyrr eða síðar að framleiða
mótefni í rannsóknarstofum til
varnar nýjum sjúkdómum. Hann
hefur átt þátt í að mynda nýja kenn-
ingu til skýringar hinni geysilegu
fjöltareytni mótefnanna.
16
Science Digest