Úrval - 01.07.1966, Síða 28
Tifið í reikniheilanum eða vélheilanum getur verið svilc-
ult og kostað tár, lilátur eða taugaveiklun, og liann getur
sent þér eina milljón dollara eða rœnt þig öllu lánstrausti.
Eftir Robert C. Lunch.
illjónir reikninga og kvitt-
ana eru nú prentaðar og
sendar viðtakendum af
reikniheilum; þúsundum reikni-
heila. Það fer ekki hjá því, að í þess-
ari dyngju séu fjölmörg plögg með
skekkjum, sem sumar geta eins og
áður segir, kostað tár, önnur hlátur
og enn önnur taugaveiklun.
Við skulum fyrst fjalla um ömm-
una, sem keypti vöggu handa barna-
barni sínu. Hún greiddi hana og
sendi hana síðan heim til barnsiiis.
Þegar sá litli var sex mánaða, fékk
faðir hans sendan reikning, sem
hljóðaði á 83,50 dollara frá verzl-
uninni sem vaggan hafði verið keypt
í.
— Æ, hugsaði hann, þetta er
skekkja sem alla getur hent, og
þetta verður vafalaust leiðrétt. Fað-
irinn skrifaði síðan verzluninni og
skýrði frá því, að það ætti að senda
ömmunni þennan reikning. Hann
fékk sama reikninginn næsta mán-
uð og hann skrifaði aftur. Þegar
sex mánuðir voru liðnir, og sami
reikningurinn kom mánaðarlega
hringdi móðirin í ömmu barnsins og
sagði henni frá þessu.
— En ég greiddi vögguna, hróp-
aði amman.
26
This Week