Úrval - 01.07.1966, Side 30
28
ÚRVAL
hver einasta fjölskylda einhverja
reynslu af slíkum skekkjum og hana
misgóða, því að það er erfitt að fá
þær leiðréttar. Og af hverju er það
svona erfitt? Ástæðurnar eru fjöl-
margar og mismunandi, en sú veiga-
mesta er sú, að það er mörgum
næstum trúarlegt atriði, að vél-
heila geti ekki mistekizt eða skjátl-
azt.
En það er nú öðru nær. Vélheil-
um bæði getur skjátlazt og gerir
það oft. Það þarf ekki meira fyrir
að koma en straumstyrkleikinn
aukist, og hraðinn þar af um brot
úr sekúndu, eða öfugt að kraftur-
inn minnki örlítið. Ef það bætist
við auka 1 í rangan dálk þá er
eins líklegt þú fáir ávísun á 1000
dollara eða 1000000 dollara í stað 1
dollars sem þú átt að fá. Starfs-
maður, sem hefur 100 dollara viku-
kaup, en fær allt í einu eina milljón
greidda, hafnar á forsíðum blaðanna,
en mistökin, sem valda sársauka og
tjóni eru síður höfð í hámælum,
það er heldur ekki haft hátt um
að oft og tíðum um ýms skemmtileg
smáatvik.
Reiknings eða vélheilinn er fá-
bjáni, sem aðeins getur gert þrennt:
Bætt við einum í einu, dregið frá
einn í einu og í þriðja lagi gert
ekki neitt.
Frá tæknilegu sjónarmiði, er það
síðast nefnda ekki síður mikilvægt
en það fyrra tvennt.
Við skulum til gamans líta á það
sem henti aumingja Joe Sacra-
mento. Hann langaði ákaflega til
að fá sér sjónvarpstæki áður en
knattspyrnutíminn hæfist, en það
var enn hálfur mánuður þar til
hann fengi útborgað.
Joe hafði ágætt lánstraust, og
hann fór á stúfana, samdi um kaup
á sjónvarpi á þann hátt, að hann
greiddi við móttöku 10 dollara, og
síðan átti hann að greiða 10 dollara
mánaðarlega næstu tuttugu og fjóra
mánuði. Joe fékk tækið og gat horft
á knattspyrnukappleikina. Þegar
hann fékk útborgað gat hann greitt
tækið allt og það gerði hann og
sendi verzluninni greiðsluna alla í
ávísun.
Sex mánuðum síðar fékk hann
reikning frá lánastofnun einni, þar
sem hann var krafinn um afborgun
af tækinu. Hann hringdi til verzl-
unarinnar og þar lofuðu þeir að
leiðrétta þetta. En það kom annar
reikningur næsta mánuð, og Joe í
símann, og þeir lofa því sama, að
leiðrétta þetta. Þannig gekk þetta
í sex mánuði, að honum bárust
rukkunarbréf og hann hringdi jafn-
hraðan en með sama árangri.
Svo er það eitt kvöld, þegar hann
kemur frá vinnu sinni, að konan
er gráti nær, og segir honum klökk,
að lánastofnunin, sem sent hafði
honum alla reikningana, hafi hringt
og tilkynnt stutt og laggott að væri
reikningurinn ekki umsvifalaust
greiddur, yrðu þau sótt til saka.
Joe leitaði á náðir lögfræðings
síns daginn eftir og fékk þær upp-
lýsingar, að það myndi kosta hann
500 dollara að höfða mál. Hann tal-
aði við héraðsdómarann og leitaði
álits hans, hvort hægt væri að reka
þetta sem glæpamál. En héraðs-
dómarinn þvertók fyrir það.
Hann leitaði á náðir skrifstofunn-
ar „Áreiðanleg viðskipti“, en þar