Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 31

Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 31
NÝJASTA PLÁGAN 29 fékk hann þau svör, að þeir gætu ekki haft nokkur afskipti af laga- legum þrætum. En þeir gáfu honum upp hið óskráða símanúmer for- stjóra verzlunarinnar. Joe hringdi og sagði orðrétt: -— Ég hringdi í yður til að fá rétt nafn yðar, því að ég ætla að stefna yður og vil vera viss um að nafnið yðar verði rétt stafað í blöðunum. Forstjórinn varð skelfingu lost- inn, enda hefur þetta vafalaust verið gagnheiðarlegur maður, sem aldrei hefur stolið fimmeyrings virði á ævi sinni, og hann spurði flemtrað- ur, hvað um væri að vera. Joe sagði honum þá alla sólar- söguna og dró ekki undan, og for- stjórinn bað guð að hjálpa sér, og sagðist mundi leiðrétta þetta strax, enda þótt það g'æti kostað hann að fara alla leið til Arizona og rífa með eigin höndum vélheila úti- búsins þar í sundur skrúfu fyrir skrúfu. Tveimur dögum seinna barst Joe í hendur kvittun og afsökunarbréf eins og venja er, og var hann þar fullvissaður um, að hann myndi ekki framar heyra frá lánastofnuninni. Og er Joe úr sögunni. Hálfum mánuði seinna kom það á daginn við ítarlega eftirgrennslan að verzlunin hafði borgað lána- stofnuninni, um leið og hún fékk greiðsluna frá Joe, en holan í vél- heilaspjaldinu hafði ekki markazt hreint heldur orðið eftir einhverj- ar pappírstægjur í gatinu og það miklar, að vélin fann ekki holuna þar, sem hún hefði átt að vera, ef greitt hafði verið, og greiðslan því farið fram hjá henni, og hún hélt síðan áfram að unga út nótum, rukkunum, kröfum og loks loka- skipun til gjaldkerans um að hringja til þrjótsins og tilkynna honum lög- sókn. Maður nokkur pantaði eitt sinn garðyrkjuverkfæri eftir verðlista. Þegar tækin reyndust vera gölluð, sneri hann sér til verzlunarinnar á staðnum, sem var á vegum þessa keðjufyrirtækis og skilaði þeim aft- ur. Fáeinum vikum seinna fékk hann tilkynningu um að hann ætti 230 dollara inni á reikning sínum. Þetta var heiðarlegur maður, sem skrifaði um hæl, að hann hefði ekki greitt verkfærin og verzlunin skuld- aði honum ekki neitt. Honum barst svar nokkrum dög- um seinna, og þar var honum sagt að fyrirtækið vissi ekkert um hvað skeð hefði, og hann var beðinn að lýsa því, hverskonar verkfæri hann hefði keypt og skilað. Áður en lauk þessum viðskiptum höfðu 50 plögg af ýmsu tagi farið á milli manns- ins og fyrirtækisins. Þó að menn viðurkenni furðulega oft, að vélheilanum hafi skjátlazt, þá má heita, að það sé ógerningur að sjá við þeim skekkjum í tæka tíð. Banki einn í Kaliforníu neitaði al- gerlega að leiðrétta tveggja dollara skekkju á reikningi viðskiptavinar síns. Slíkt myndi kosta, sagði bank- inn, hundruð dollara, og málinu lauk þannig að bankinn bauðst til að skemmta hjónunum eina kvöld- stund í borginni þeim að kostnaðar- lausu, heldur en leiðrétta reikning- inn. Vélheilar eru mjög dýrir, og það borgar sig ekki að hafa þá nema
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.