Úrval - 01.07.1966, Page 33
Ertu í þeim hópi skemmtiferðamanna, sem ferÖast til að kynnast
löndum og þjóðum, eða ertu í hópi hinna, sem láta teyma sig
hugsunarlítið á sögustaði eða að minnismerkjum.
Vegleysumenn
og
þjóðleiðamenn
Eftir J. P. McEvoy.
^yrri hópinn getum við
^kaliað vegleysumenn,
; þeir fara oft leið, þar
! sem enginn vegur er
fyrir, en hina mætti
kalla þjóðleiðamenn. Þeir halda sig
á alfara leið og fylgja troðnum slóð-
Þeim fyrri er fagnaö af alúð af
því þeir koma af áhuga á að kynn-
ast lanainu og sjá allt það mikils-
verðasta. Þeir síðari eru aðeins um-
bornir, af því að þeir koma af for-
vitni og þeir kynnast ekki þjóðinni.
Einn skynsamasti ferðamaður,
sem ég hefi kynnzt, var maður, sem
setur sig aldrei úr færi með að
bragða á súpuréttum. Hvar sem
hann kemur leitar hann uppi veit-
ingastaði og fær að bragða á súpu-
réttum þeirra. Síðan fær hann upp-
skriftirnar og á orðið mikið safn af
slíku úr hinum ólíkustu þjóðlönd-
um.
Hefurðu áhuga á garðrækt?
Ef svo er, þá er enginn hörgull á
mönnum í hvaða landi, sem þú kem-
ur til, sem vilja sína þér garðinn
sinn, og ræða við þig um hann. í
leiðinni sérðu auðvitað eins og hin-
ir, musterin og hallirnar og skrínin.
Þú getur ekki misst af því. Það
blasir við öllum. En ef þú ert kom-
inn aðeins til að sjá þessa hluti og
lætur þér það nægja, missirðu af
garðinum og hinu skemmtilega
fólki, sem á hann.
Ertu kannski safnari? Ég á kunn-
Readers Digest
31