Úrval - 01.07.1966, Side 38
36
ÚRVAL
Perlan var að vísu vel löguð en
það vantaði á hana glansinn. A
einni ferða sinna fréttu hjónin af
manni, sem hefði fundið hnapp í
skelfiski. Þessi „hnappur“, reyndist
vera perla, sem var 800 dollara
virði, en flött lítilsháttar út til
endanna. Annar maður hafði í fór-
um sínum hlut, sem honum fannst
einkennilegur, og kallaði Barok og
vildi selja fyrir lítið.
Þau hjónin eru ekki aðeins sér-
fræðingar í perlum heldur einnig
gimsteinasalar, og þau gerðu sér
ljóst, að með lagi mætti gera úr
þessu öndvegis hálsfesti, sem síðar
seldist fyrir 500 dollara.
Stundum falla tveir slíkir „bar-
oks“, nákvæmlega saman. Eitt par
af eyrnalokkum var eitt sinn smíð-
að úr slíkum samlokum, sem fundust
þó með margra mílna millibili.
Þessir „barok“, voru eins og fugls-
vængir að lögun, en nákvæmlega
eins. Hvor um sig voru þeir ekki
mikils virði, en þegar þeir voru
orðnir að eyrnalokkum seldust þeir
fyrir 14 þús. dollara.
Perlur voru fyrstu gimsteinarnir
sem fundust á vesturhelmingi jarð-
ar. Kolumbus ætlaði ekki að trúa
sínum eigin augum, þegar hann sá
Indíánakerlingar með perlufestar.
Hann gat fengið þær keyptar fyrir
fatapjötlu, pottbrot eða haukabjöll-
ur, og þannig byrjaði hin gífur-
lega perluverzlun Vesturheims.
Indíánarnir voru fljótir að gera
sér ljóst, að það væri eins gott að
vera ekki að segja Evrópumönn-
unum frá perlum sínum, og þegar
Englendingarnir komu vestur, þá
fundu þeir ekki einn einasta Indí-
ána, sem kannaðist við að hafa
nokkru sinni séð perlur. Einu menn-
irnir, sem fundu perlur, voru fiski-
menn, sem opnuðu stöku sinnum
krækling til beitu og rákust á gim-
stein í skelinni. Ef þeim fannst
steinninn nægilega stór og vellagað-
ur, gáfu þeir börnum sínum hann
sem leikfang.
Þetta breyttist allt í kringum 1857.
Skósmiður einn, sem hét David
Howell hafði safnað miklu af skel-
fiski í lækinn sinn í Notch í New
Jersey og át hann. Eitt sinn steytti
tönn hans á einhverju hörðu, og
þetta reyndist vera ekta perla, en
hafði skemmst við suðuna. Ef það
hefði ekki verið, hefði hún verið að
minnsta kosti 20 þús. dollara virði.
Innan fárra vikna var Notsh-
lækurinn svo þakinn leitarmönn-
um, að félli einhver þeirra í læk-
inn var eins líklegt að hann kæmist
ekki upp úr aftur fyrir þeim, sem
voru að grafa. Skólarnir lokuðu og
nemendurnir voru önnum kafnir
við að leita að perlum. Bændurnir
sinntu ekki uppskerunni, og menn
hlupu úr verzlununum svo að til
vandræða horfði.
Jacob Quackenbush, smiður einn
frá Paterson, var heppnastur og
fann verðmæta perlu, sem hann
seldi fyrir 1,5 þús. dollara, og síðar
var sama perla seld Evgeníu
Frakkadrottningu fyrir 25 þúsund
dollara. Og varð perlan síðan heims-
þekkt undir nafninu drottningar-
perlan.
Aðrir leitarmanna þarna í Notch
læknum fundu um 15 þús. dollara
virði í perlum, en þá höfðu þeir
líka eyðilagt öll lífsskilyrði fyrir