Úrval - 01.07.1966, Side 38

Úrval - 01.07.1966, Side 38
36 ÚRVAL Perlan var að vísu vel löguð en það vantaði á hana glansinn. A einni ferða sinna fréttu hjónin af manni, sem hefði fundið hnapp í skelfiski. Þessi „hnappur“, reyndist vera perla, sem var 800 dollara virði, en flött lítilsháttar út til endanna. Annar maður hafði í fór- um sínum hlut, sem honum fannst einkennilegur, og kallaði Barok og vildi selja fyrir lítið. Þau hjónin eru ekki aðeins sér- fræðingar í perlum heldur einnig gimsteinasalar, og þau gerðu sér ljóst, að með lagi mætti gera úr þessu öndvegis hálsfesti, sem síðar seldist fyrir 500 dollara. Stundum falla tveir slíkir „bar- oks“, nákvæmlega saman. Eitt par af eyrnalokkum var eitt sinn smíð- að úr slíkum samlokum, sem fundust þó með margra mílna millibili. Þessir „barok“, voru eins og fugls- vængir að lögun, en nákvæmlega eins. Hvor um sig voru þeir ekki mikils virði, en þegar þeir voru orðnir að eyrnalokkum seldust þeir fyrir 14 þús. dollara. Perlur voru fyrstu gimsteinarnir sem fundust á vesturhelmingi jarð- ar. Kolumbus ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá Indíánakerlingar með perlufestar. Hann gat fengið þær keyptar fyrir fatapjötlu, pottbrot eða haukabjöll- ur, og þannig byrjaði hin gífur- lega perluverzlun Vesturheims. Indíánarnir voru fljótir að gera sér ljóst, að það væri eins gott að vera ekki að segja Evrópumönn- unum frá perlum sínum, og þegar Englendingarnir komu vestur, þá fundu þeir ekki einn einasta Indí- ána, sem kannaðist við að hafa nokkru sinni séð perlur. Einu menn- irnir, sem fundu perlur, voru fiski- menn, sem opnuðu stöku sinnum krækling til beitu og rákust á gim- stein í skelinni. Ef þeim fannst steinninn nægilega stór og vellagað- ur, gáfu þeir börnum sínum hann sem leikfang. Þetta breyttist allt í kringum 1857. Skósmiður einn, sem hét David Howell hafði safnað miklu af skel- fiski í lækinn sinn í Notch í New Jersey og át hann. Eitt sinn steytti tönn hans á einhverju hörðu, og þetta reyndist vera ekta perla, en hafði skemmst við suðuna. Ef það hefði ekki verið, hefði hún verið að minnsta kosti 20 þús. dollara virði. Innan fárra vikna var Notsh- lækurinn svo þakinn leitarmönn- um, að félli einhver þeirra í læk- inn var eins líklegt að hann kæmist ekki upp úr aftur fyrir þeim, sem voru að grafa. Skólarnir lokuðu og nemendurnir voru önnum kafnir við að leita að perlum. Bændurnir sinntu ekki uppskerunni, og menn hlupu úr verzlununum svo að til vandræða horfði. Jacob Quackenbush, smiður einn frá Paterson, var heppnastur og fann verðmæta perlu, sem hann seldi fyrir 1,5 þús. dollara, og síðar var sama perla seld Evgeníu Frakkadrottningu fyrir 25 þúsund dollara. Og varð perlan síðan heims- þekkt undir nafninu drottningar- perlan. Aðrir leitarmanna þarna í Notch læknum fundu um 15 þús. dollara virði í perlum, en þá höfðu þeir líka eyðilagt öll lífsskilyrði fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.