Úrval - 01.07.1966, Síða 40
38
ÚRVAL
gera aldrei neinn ríkan. Ostran,
sem við höfum til matar, getur
framleitt perlur, það er rétt, en
hún getur ekki framleitt dýrmætar
perlur af því að hún framleiðir
ekki perlumóður. Perla hinnar ætu
ostru er eins og krítarmoli og er
álíka verðmæt.
Gamanleikaranum Alan King var skýrt frá Því, að eftir sérstaka há-
tiðasýningu í Lundúnum yrði hann kynntur fyrir Elísabetu drottningu
ásamt fleirum. f tvo daga samfleytt æfði hann ávarp og kveðjur af
kappi. Hann tönglaðist í sífellu á Þessari setningu: „Komið Þér sæl-
ar, yðar hátign. Komið Þér sælar, yðar hátign.“ Þessu hélt hann áfram-
hvern klukkutímann af öðrum til Þess að vera nú alveg viss um, að hann
yrði sér ekki til minnkunar.
Nú kom að hinni miklu stund, er hann var kynntur fyrir hennar há-
tign. „Komið Þér sælir, herra King“ (konungur), sagði drottningin.
„Komið Þér sælar, frú Queen“ (drottning), svaraði Alan Þá.
Parade
HUGULSEMI
Litlum dreng í leikskólanum var sagt að teikna mynd af vitringun-
um Þrem, Þar sem Þeir koma ríðandi yfir eyðimörkina á úlföldum sínum.
Þegar hann var búinn, fór hann með myndina til kennslukonunnar og
sýndi henni hana. Hún skoðaði hana og benti svo á einn hlut, sem
einn vitringanna hélt í hendi sér. Það var ferhyrndur kassi, og við hann
voru tengdar nokkrar leiðslur. „Hvað er Þetta?“ spurði hún.
„Þetta,“ át drengurinn eftir, „Þetta er bara ferðasjónvarpstæki. Ég
vildi ekki, að Þeir misstu af Bonanza.“
Dan Bennett
Hin gamansama, írska skáldkona, Honor Tracy, höfundur „The First
Day of Friday", var ekki ánægð, Þegar fyrsta eintakið af hinni ensku
útgáfu bókarinnar barst henni í hendur.
Hún sendi útgefanda sínum í Lundúnum eintak af amerisku útgáf-
unni, sem var miklu glæsilegri. Bókinni lét hún fylgja svohljóðandi
miða: „E'ins og haninn sagði við hænurnar, Þegar hann sýndi þeim
strútseggið: „Það er ekki svo að skilja, að ég vilji gera lítið úr við-
leitni ykkar. Ég er ekki að gagnrýna. Ég er bara að vekja athygli
ykkar á Því, hvað framkvæmt er annars staðar.
Bennett Cerf
Móðir ein var að reyna að fá dóttur sína til Þess að láta klippa svo-
lítið neðan af hárinu og nota styttri hárgreiðslu. En hún gafst alveg
upp, þegar dóttirin sagði kvörtunarrómi: „En mamma, strákurinn, sem
býður mér út, verður þá með síðara hár en ég.
W.G. Hite