Úrval - 01.07.1966, Síða 42

Úrval - 01.07.1966, Síða 42
40 ÚRVAL en þá var. Það yrði of langt mál að rifja upp, hvernig málum var skipað á heim- ilum á landi voru á meðan hvert bú var framleiðsluheild, sem lítið eða ekkert þurfti til annarra að sækja. Við, sem komin erum á miðj- an aldur, munum þessa tíma, og myndir úr þjóðlífinu eins og það var þá eru margar til í bókmermt- um og sögu. Öld eftir öld slógu menn þýfi og votlendi með orfum og misjafnlega góðum ljáum, bundu heyið upp á hesta, hlóðu því í garða og galta, og urðu að spara svo sem verða mátti þennan dýrkeypta feng, þegar ti! þess kom að halda lífi í skepnunum, langan vetur. Við sjáv- arsíðuna voru atvinnutækin álíka frumstæð og bein lífshæt.ta ennþá nálægari. Öflmýlífsnauðsynja byggð- ist á sjávarafla og landnytjum. Ár- ið um kring vann hver heimilismað- ur að þeim verkum, er hann þótti hæfur til að leysa af hendi. Börn og gamalmenni voru á sínum stað í þeirri mynd, sæti húsfreyjunnar var fastákveðið, og um hlutverk kvenn- anna vár engum blöðum að fletta. Öll vinnubrögð lærðu ungir af hin- um eldri, og með langri þjálfun öll uppvaxtarárin og raunar ævilangt, náðist oft mikil leikni og kunnátta, snilldar handbragð og góð afköst miðað við aðstæður. Enginn hafði þá heyrt orðin framleiðni eða hagvöxt- ur, en orð eins og iðjusemi og ár- ferði voru á hvers manns vörum. Það sem menn lærðu var þeim ævarandi eign því að vinnubrögðin breyttust ekki. Þau voru svo að segja hin sömu áratugum og jafnvel öld- um saman. Það var ekkert vafamál hvaða kunnátta hentaði uppvaxandi kynslóð eða hvaða siði og skoðanir heillavænlegt þótti að tileinka sér. Þar voru menn vissir í sinni sök með reynslu kynslóðanna að bak- hiarli. Óvissa um framtíðina kom frekast til ef árferði breyttist. Jafn- vel þótt afkoman væri erfið, húsa- kvnnin vond, matur af skornum skammti, vinnutími ótakmarkaður, stendur betta líf fyrir sjónum margs gamals fólks í ljóma. Það er naum- ast hægt að komast svo að orði að það hafi verið auðveldara en líf okkar nú á dögum, en ýmsa kosti hafði það, sem nútímamönnum er bægt frá að njóta. Staða hvers einstaklings á heim- ilinu og í samfélaginu var fast á- kveðin, konur þurftu þá ekki að fara til sérfræðinga til þess að sækja leiðbeiningar um stöðuval, því að konum hæfði aðeins ein staða — húsmóðurstaða, — staða giftrar konu. Ef sú staða fékkst ekki, var það óhapp, og sú kona sem fyrir því varð gat naumast vænzt þess, að öðlast sjálfstraust, njóta virðingar og verða óháð og sjálfstæð. Þótt börn hefðu oft mikið erfiði, of litla hvíld og ófullkomið fæði, höfðu þau samt þau forréttindi umfram nú- tímabörn, að umgangast stöðugtfull- orðna fólkið, báða foreldra sína og oft hóp af vinnuhjúum og frænd- fólki á ýmsum aldri. Með því lærðu þau flest það, sem umhverfið gat miðlað með tiltölulega lítilli fyrir- höfn. Auk þess var umhverfið til- breytingarríkt og verkefnin nærtæk og aðkallandi, ólík þeim tilbúnu verkefnum, sem okkur eru fengin í skólunum. Þessi afmarkaða tilvera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.