Úrval - 01.07.1966, Síða 49
ÁHRIF TÆKNIÞRÓUNAR Á HEIMILIN
47
hæfileika og starfsorku um langa
ævi.
Verkaskiptingin milli kynjanna er
hefðbundin, en ekki í samræmi við
nútíma lifnaðarhætti, hana þarf að
endurskoða, því að eins og er virð-
ist hún í sumum tilvikum eiga þátt
í að valda togstreitu og spilla góðu
samlyndi á hemilum.
Nýtt átak þarf að gera til að efla
menntun uppvaxandi kvenþjóðar,
svo að allar konur verði færar um
að sjá fyrir sér sjálfar, og þær fái
notið sín á hverju því sviði sem
hæfileikar þeirra standa til.
í uppeldisstarfi þarf ekki hvað
sízt að stefna að því að efla hæfi-
leika til samstarfs, aðlögunar og
annarra þegnlegra dyggða, svo að
menn verði færari um að lifa á um-
breytingartímum, án þess að það
leiði til óþarflegra mikilla árekstra.
Vigdís Jónsdóttir.
Reiður faðir við lítinn son sinn, sem ber trumbu sína í ákafa: „Það
eru kölluð menningarleg samskipti. Ég gef þér 5 krónur, og þú gefur
mér þessa trumbu."
Eigandi hljómplötufyrirtækis eins, sem gefur út rock-n-roll-plötur
og plötur með bítlatónlist, sagði eitt sinn við félaga sinn í fyrirtæk-
inu: „Sko, ég held, að ég hætti á að gefa út þetta lag hérna, jafnvel
þótt það hafi mjög fallega laglínu og töluvert vit sé í textanum."
Caskie Stinnett
TÍMINN E'R DÝRMÆTUR
Meðan franski marskálkurinn Lyautey var æðsti embættismaður
Frakka í Marokkó, heimsótti hann oft afskekktustu varðstöðvarnar
til þess að athuga, hvernig hermönnunum liði og hvað þá vanhagaði
helzt um. Eitt sinn kom hann óvænt til varðstöðvar einnar, sem var
á óskaplega hrjóstrugu svæði. Þar var alls enginn gróður, ekkert tré,
ekki stingandi strá. Hitinn hlaut því að vera næstum óÞolandi þar að
sumrinu. Marskálkurinn hafði heimsótt þessa sömu varðstöð nokkrum
mánuðum áður og skipað svo fyrir, að Þar skyldu gróðursettar jurtir
og tré.
Nú hélt hann rakleiðis til staðarins, sem hann hafði skipað hermönn-
unum að gróðursetja jurtir og tré á. „Hvers vegna hefur ekkert verið
gróðursett hér enn þá?“ spurði hann yfirmann stöðvarinnar.
„Sko, herra,“ tautaði ungi liðsforinginn afsökunarrómi. „Ég sendi
nokkur jarðvegssýnishorn til rannsóknarstöðvarinnar í Casabianca til
þess að komast að því, hvaða tegundir væri bezt að gróðursetja, og ég
fékk það svar, að það væri alveg gagnslaust að gróðursetja neitt hér,
þar eð það mundi taka 100 ár að fá nokkuð til þess að vaxa hér.“
Svar Lyauteys var táknrænt fyrir ákveðni hans og bjartsýni. „Hundr-
að ár? Nú þeim mun meiri ástæða. Við megum ekki missa eitt augna-
blik.“ Wladimir d’Ormesson