Úrval - 01.07.1966, Page 61
A BOTNI
PEARL HARBOUR
„()klalioma“ var á hvolji jyrir 25 áruvi siðan, en jlot-
inn jann ráð til bjargar og hann sér um sína.
Eftir Stephen B. Young.
B— Það var sunnudags-
É morgun í desember 1941.
£ Ég var þá 19 ára gam-
| all. Við höfðum nýlok-
ið morgunverði og frels-
ið beið okkar. Ég gægðist út um
kýraugu á öðru dekkinu á orr-
ustuskipinu Oklahoma og sannfærð-
ist um, að þetta myndi verða yndis-
legur dagur.
Ég hafði gerzt sjóliði strax og ég
hafði aldur til herþjónustu, og ég
átti von á að fá bátsmannsgráðu
með vorinu. Það olli mér samt
nokkrum heilabrotum, hvort ég
ætti ekki heldur að miða að því að
verða fallbyssuskytta. 14 þumlunga-
byssurnar heilluðu mig.
Oklahoma var gamalt en virðu-
legt skip. Enginn af hinum 1000
sjóliðum um borð hafði nokkru
sinni skotið af byssu í reiðihug,
ekki einu sinni í fyrri heimsstyrj-
öldinni. Oklahoma var ekki hrað-
skreitt skip, hraðinn var aðeins 10
mílur á stundu en það var skrið-
þungt skip, og þegar það klauf öld-
ur Kyrrahafsins, gaztu fundið, að
það var enginn dallur á ferð.
Mér var orðið mál þennan des-
embermorgun, að njóta frelsis
hinnar fyrstu landgöngu. Einn af
félögum mínum glotti og sagði: —
Þú þarft ekki að flýta þér. Hún
bíður.
Ég og stúlkan mín ætluðum i
smá skemmtiferðalag til Nanakuli,
þar sem aðstæðurnar til brimreið-
ar voru betri en við Waikíki og
minna um fólk á ströndinni. í fyrsta
U.S. Naval Institute Proceedings
59