Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 63

Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 63
Á BOTNI PEARL HARBOUR 61 inn hafði gert sér í hugarlund, hvernig tundurskeyti geta rifið opn- ar skipssíðurnar. Einhver hrópaði upp yfir sig og okkur varð öllum litið á gat, sem myndast hafði í skipssíðuna og sjórinn féll þar inn og skipið byrj- aði að hallast. Við störðum með skelfingu á sjóinn hækka í skipinu jafnframt því sem hallinn jókst svo að ill-stætt var á dekkinu, þar sem við vorum. Allskonar tæki og dót kastaðist til sitt á hvað, og ein- hverjir okkar byrjuðu að feta sig upp stigann. — Þeir brjóta fyrir mér alla diskana, sagði ég, og ein- hverjir þeirra sem vissu að ég vann í eldhúsinu hlógu annarlegum hlátri, og ég bætti við: — Hlæ- ið ekki, þeir draga það af kaupinu mínu. Við reyndum að komast upp á dekkið fyrir ofan okkur. Nokkrir reyndu að komast upp um neyðar- rennu, en sátu fastir. Ég rak höf- uðið upp í hæð við sprengjudekk- ið um leið og hinar geysistóru sprengjur Oklahoma, sem vógu tonn hver, losnuðu úr festingum og komu veltandi á mennina, sem voru þarna á víð og dreif um dekk- ið. Þeir áttu sér engrar undankomu von. Stjarfur af skelfingu horfði ég á tvo vini mína, gera árangurs- lausa tilraun til að forða sér, en örstuttu síðar höfðu þeir fyllt flokk þeirra, sem flutu rétt hjá skipshlið- inni á grúfu með andlitið í kafi. Ég stóð enn í sömu sporum, þeg- ar hin hræðilega skipun barst frá manni til manns um allt skipið: — Yfirgefið skipið! Yfirgefið skip- ið! Fleiri sprengjur losnuðu, og ég sá, að ég myndi ekki öruggur þar sem ég stóð. Bátsfélagi minn einn stóð í skjóli við sprengjuklefann uppi á dekkinu, og ég sá, að ég yrði að komast þangað. •— Ég kall- aði til hans, og bað hann að grípa mig um leið og ég stykki. Mér var ljóst, að ef honum mistækist það, myndi ég ekki geta fótað mig á snarhöllu dekkinu, og myndi þá annað hvort verða fyrir veltandi sprengju eða drukkna undir skip- inu. — Viðbúinn, öskraði ég og stökk og hann beið mín með útrétta arma, og náði góðu taki á mér, og ég greip síðan í rekka á klefan- um. Mér varð litið upp, og sá þá að í lúgugatinu fyrir ofan mig, hékk sjóliði, hálfur niður um gatið. Ég hafði þekkt hann vel, því að við höfðum komið báðir jafnsnemma í flotann og vorum báðir nýliðar og við lékum oft beisbol saman. Við komumst ekki neitt og urð- um að þola það aðgerðarlausir að sprengjunum rigndi yfir okkur. Reyndar varð okkur ljóst um það lauk að þetta voru ekki flugvéla- sprengjur heldur tundurskeyti, og þar af leiddi að allar skemmdirnar urðu um sjólínuna, stundum rétt yfir henni, en stundum líka undir henni og þá flæddi sjórinn inn um hin stóru göt, sem mynduðust. Skipið hallaðist orðið svo mikið, að við vissum, að ekki myndi líða á löngu þar til það sykki. Allt í einu var ekkert dekk undir fótum mér. Það var við hliðina á mér,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.