Úrval - 01.07.1966, Síða 64

Úrval - 01.07.1966, Síða 64
62 ÚRVAL þar sem ég hékk í rekkanum. Ég var einn í hópi fjölda deyjandi, særðra og sökkvandi manna, þegar Oklahoma hvolfdi og sökk. Ég færðist í kaf, en mér skaut upp aftur og ég var undrandi með sjálfum mér á því að ég skyldi vera á lífi. Ég heyrði stöku neyðar- óp og köll, en síðan féll allt í djúpa kyrrð, nema gjálfrið í sjónum inni í skipinu. Mér datt ekki annað í hug, en við værum allir dauðans matur. Allt í einu heyrði ég neyðaróp rétt hjá mér, og mér fannst ég kannast við röddina: — Hjálp, ég kann ekki að synda. Það kveikti einhver á lugt, sem bar daufa birtu umhverfis okkur og við sáum alls konar muni á floti og síðan líkin af félögum okkar. Ég synti til mannsins, sem kallað hafði og gat haldið honum upp úr á hárinu. í bjarmanum frá lugtinni sáum við göng, sem voru að mestu þurr, og við svömluðum þangað allir, og þá taldist mér til að við værum þrjátíu talsins. Ég bauðst til að fara og leita eftir útgöngu- leið. Ég tók með mér lugtina og stakk mér síðan í vatnið og komst að dyrum, sem lágu inn í aðra vistarveru eða klefa. Ég brá upp ljósinu. Það var mikið vatn í þessu herbergi og allt á floti, en hér hlaut að vera neyðarlúga einhversstaðar eða kýrauga. Það var erfitt að átta sig. Þarna, eins og þar sem við vorum, voru dýnur og annað dót og síðan lík, á floti. Loks fann ég kýrauga, en það sat maður fastur í því, feitur maður. Ég halaði í fæt- ur hans en gat ekki með nokkru móti hreyft hann. Þetta var kald- hæðið. Ég hefði getað komizt út um þetta auga. Ég fann hvergi annars staðar smugu, hvernig sem ég leitaði, og ég hélt aftur til gangs- ins, sem við höfðum þjappazt sam- an í og flutti félögum mínum hin- ar döpru fréttir. Við leituðum víðar fyrir okkur en fundum enga útgönguleið. Við vorum í „loftvasa", sem myndazt hafði, þegar skipið sökk. Við viss- um allir að það gat ekki verið nema spurning um tíma, hvenær loftið hefði smálekið burtu, eða við eytt því, og vatnið seytlað inn í stað- inn. Það hækkaði líka jafnt og þétt, þó að hægt færi. Ég ól þá von í brjósti, að væri einhver möguleiki til björgunar, þá myndi flotinn bjarga okkur, en eins og sakir stóðu vissi ég ekki annað en Japanir hefðu tekið Pearl Har- bor og ekki færu þeir að bjástra við hjörgun bandarískra sjóliða. Við virtumst því í vonlausri aðstöðu. — Við skulum þegja, skipaði einhver, það sparar loftið. — Til hvers, spurði einhver. Það svaraði enginn. Við höfðum slökkt ljósið til að spara rafhlöðuna og sá sem skipaði okkur að þegja hafði rétt fyrir sér, það sparar heldur loftið en hitt. Við húktum þegjandi í myrkrinu, hver og einn með sínar hugsanir. Ég hefði getað tyllt mér á ein- hverja málmsyllu, sem soðin hafði verið í stálþilið, sumir húktu í stiganum, aðrir hölluðust upp að þilinu, því að þó að skipið væri á hvolfi, þá var á því um 30 gráðu halli, og hafði það í för með sér, að við þurftum ekki allir að vera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.