Úrval - 01.07.1966, Síða 65
Á BOTNI PEARL HARBOUR
63
í vatni.
Það var ekki langur tími liðinn
síðan lúðurinn hafði kallað okkur
til orrustu. Úrið mitt gekk enn og
mér skildist að það hefði ekki
tekið skipið nema 15 mínútur að
sökkva.
Tíminn sniglaðist áfram. Vatnið
steig en loftið hvarf. Það leitaði
um smugur eitthvað út í skipið.
Líkamir hinna drukknuðu félaga
okkar möruðu í vatnsskorpunni og
við gátum dröslað þeim á bak við
brak og höfðum sjálfsagt allir hugs-
að sömu hugsunina, að það yrði
ekki langt þar til við værum þar
einnig hjá þeim. Sjálfsagt hafa
flestir okkar beðið sömu þöglu
bænarinnar og ég: — Guð, bjargaðu
okkur héðan.
Olíubrákin á vatninu og fýlan af
henni olli okkur ógleði. Einn og
einn maður var að hverfa á brott til
að leita fyrir sér um útgöngu —
leið, en enginn þeirra kom aftur.
Hér átti enginn neitt eftir nema
sitt eigið líf, og það var eðlilegt,
að menn vildu ráða hverra ráða
þeir leituðu til að bjarga því.
Við höfðum ekki verið þarna
lengi, þegar við vorum ekki orðn-
ir nema tuttugu talsins, en ekki
varð vart við nokkurn æsing eða
hræðslu, og stundirnar liðu. Vatn-
ið steig þumlung eftir þumlung og
það voru dýrmætir þumlungar. Mér
varð hugsað heim og til æskudaga
minna og þess fólks, sem ég hafði
kynnzt. Ég minntist langra sumar-
daga við önn og strit á búgarð-
inum, en samt vannst tími til að
skemmta sér við sund og veiðar
og drauma. Jafnvel hér í myrkrinu
og dauðanum töfruðu minningarnar
bros fram á varir mínar. Fjöl-
skylda mín gaf mér styrk. Það var
meir en ár síðan ég h'afði séð hana,
og þau höfðu öll staðið úti fyrir
dyrum og veifað mér í kveðju-
skyni, þegar ég hélt úr hlaði. Hvern-
ig myndu þau taka fréttinni um
dauða minn? Auðvitað myndu þau
syrgja mig, en þó með örlitlu stolti.
Einn mannanna mundi nú allt í
einu eftir, að það átti að vera
neyðarlúga hér einhvers staðar.
„Hún er þröng sagði hann og ligg-
ur alla leið niður á aðaldekkið um
þrjátíu fet. Við skulum reyna.
Ég reyndi að gera mér grein fyrir,
hvar þessi lúga myndi vera, en
slíkt er erfitt, þegar maður snýr
öfugt við það sem á að vera. Það
var ekki líklegt, að nokkur okkar
kæmist alla þessa leið lifandi. Fyrst
yrði að fara eftir rennunni og nið-
ur á aðaldekkið, um þrjátíu feta
leið, og síðan yrði að fara yfir
dekkið og upp á yfirborðið. Það var
ekki líklegt, að nokkur maður gæti
haldið niðri í sér andanum allan
þennan veg.
Við fundum lúguna undir vatninu
og hún virtist nákvæmlega nógu
víð fyrir mann að skríða í gegn.
Við útbjuggum einskonar líflínu
úr skyrtunum okkar, 1 því augna-
miði að hann gæti fikað sig eftir
henni til baka. Maðurinn, sem fyrst-
ur hafði látið sér detta þessa und-
ankomuleið í hug, fór af stað, en
hann kom ekki aftur, og enginn
þeirra sem á eftir honum fóru. Ég
ákvað að bíða, enda þótt ég vissi
ekki hvað réði þeirri ákvörðun
minni. Ég var ekki hræddur en það