Úrval - 01.07.1966, Page 66

Úrval - 01.07.1966, Page 66
64 ÚRVAL var eins og að einhver skipaði mér að bíða. Og tíminn leið. Vatnið steig hægt en jafnt og loftið varð þyngra og fúlla. Ég fylltist löng- un ti lað rjúfa þögnina í kringum okkur. Ég sagði við Willy: — Ég skal veðja dollar við þig, að við köfnum áður en við drukknum. — Allt í lagi, svaraði Willy, ég tek veðmálinu. Ég held við drukkn- um fyrst. Við paufuðumst við að seilast eftir dollaraseðlunum gegnblautum en síðan þögnuðum við á ný. Við heyrðum einu sinni skothríð og það var einkennilegt að hlusta á hana berast hingað niður til okk- ar gegnum vatnið og myrkrið. Það hlaut að vera komin nótt, þegar þetta var, því að eftir klukkunni var liðinn meira en hálfur dagur síðan við höfðum sokkið. Óvinur- inn hafði sannarlega hitt á okkur dottandi á verðinum, en það var allt, sem við vissum um gang mála. — Það er að þyngjast ískyggilega loftið hér, sagði einhver. Er ekki fatageymslan hérna við hliðina á okkur. Eigum við ekki að reyna að komast þangað? Það er ekki víst, að það sé sjór í henni. Við fundum dyrnar að geymsl- unni. Þaðan lá engin útgönguleið, en hún var að mestu þurr enn, og þar voru dýnur og föt til að liggja á. Við vorum ekki fyrr komnir þangað en við heyrðum högg í þil- ið og skildum, að í næsta klefa eða hólfi myndi vera annar hópur og þeir höfðu heldur ekki fundið nokkra útgönguleið. Hugsanirnar liðu letilega um heila mér. Allt í einu fylltist ég gremju og reiði. Hvers vegna fengum við ekki að deyja í sólinni og stand- andi á eigin fótum eins og mönnum sæmdi. Þannig áttu hermenn að deyja. í stað þess var að dragast úr okkur líftóran í loftleysi innan þess- ara járnveggja. Því var ekki að neita samt, að það þurfti hugrekki til að deyja á þennan hátt, og hefði ég slíkt hug- rekki. Stæðist ég raunina. Ég bað fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni og bað jafnframt fyrirgefn- ingar á syndum mínum. Stundirnar liðu. Þá var það allt í einu, að við heyrðum hamarshögg í fjarska. Stál nerist við stál. — Hvað er þetta, spurði einhver, eru þeir á leið til okkar. — Rólegir. Hlustum. Við heyrðum hávaðann aftur, og ekki endrum og eins, heldur virtist þetta vera högg frá einhverju vél- tæki. Var verið að bjarga okkur? Hvers vegna var hljóðið daufara núna? Nú heyrðist ekkert. Myndu þeir finna leiðina til okkar? Ég þorði ekki að vona það, en hjarta mitt barðist örar. Við lömdum í þilið með skipti- lykli, sem við fundum. Þrjú stutt — þrjú löng. Við yrðum að láta þá vita af okkur hér. Þetta var sjálfsagt lofthamar. Þarna heyrðist í honum aftur og nú hærra en síðan var allt hljótt á ný. Við hömruðum SOS aftur með sksptilyklinum á þilið og jafnframt mor;íuðum við hvernig sakirnar stæðu hjá okkur. Við erum enn tíu á lífi hérna. Við höfum verið hér heilan sólar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.