Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 67

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 67
Á BOTNI PEARL HARBOUR 65 hring í þessum hræðilega stað. Við vorum þrjátíu. Hinir eru horfnir.“ Við hiðum allir í ofvæni. Ailt í einu heyrðum við óp mikið úr næsta klefa. Þeir höfðu brotizt í gegn til þeirra. Félagar okkar kölluðu, að við værum í næsta hólfi og við lömdum í æði á stál- þiliS. - Figum við að búa til fyrir ykkur loftgat, kallaði rödd að utan. — Já, já, borið gat, hrópuðum við einum rómi. Við brugðum nú upp ljósinu og sáuni þegar borinn kom í gegn og þegar honum var kippt úr gatinu myndaðist hvellur, þegar loftið að utan og inni var að jafnast. En vatnið byrjaði að streyma inn um leið og gatið myndaðist. Við höfð- um ekki hugsað um það. Það kom upp um lúguna og við flýttum okkur að loka henni, en vatnið sprautað- ist inn með lúgunni. — Verið rólegir, félagar kallaði einn verkamannanna að utan, við náum ykkur út. Ég horfði eins og dáleiddur á sagarblaðið, sem var að byrja að hreyfast lárétt með fram loftinu. Einn okkar hrópaði: — Logsjóðið okkur út. — Nei, var hrópað á móti, þið mynduð allir kafna. Reynið að halda kjarkinum svolítið lengur. Hávaðinn í loftsöginni var gífur- legur, þar sem hún urgaði í sundur þykku stálinu. Vatnið hafði nú stigið ört og náði okkur í hné og steig óðfluga. — Flýtið ykkur, flýtið ykkur, æptum við. Sögin hafði nú lokið við að skera fyrir gatinu á einn vegginn og var byrjuð á annan veg Ég sneri mér við og leit á lúguna. Hún bognaði inn. Jafnvel þykkt stálið myndi ekki standast þann þrýsting, sem mæða mundi á lúg- unni áður en lyki. Myndum við þrátt fyrir allt drukkna eins og rottur. — Flýtið ykkur. í guðs nafni, flýtið ykkur. Við getum ekki stanzað flóðið. Sögin var að byrja að þumlung- ast á þriðja veginn og við störðum á blaðið. Vatnið tók okkur nú í mjöðm. Myndi lúgan halda? — Við ætlum að reyna að sveigja plötuna út, heyrðum við rödd segja, þegar sögin hafði lokið við að rista niður þriðju hliðina. Við sáum fingur grípa inn yfir eina röðina á plötunni, sem nú hafði verið skorin á þrjá vegu. Það var rétt, að það var enginn tími til að skera plötuna alveg úr, ef við áttum að nást lifandi. Platan svignaði út undan átaki mannanna og vatnið ruddist í op- ið og við um leið, og eftir andar- tak vorum við allir komnir yfir í klefann til björgunarmannanna, en þaðan var greið leið úr skipinu. Þakklátum augum leit ég til líf- gjafa minna. Það voru hawaiskir hafnarverkamenn og nokkrir sjó- liðar. Það hafði reynzt rétt hjá mér, að flotinn sá um sína, ef þess var nokkur kostur. Þegar ég stóð á kilinum á Okla- honma og horfði aftur undan þar sem sá á skipin Tennessee, West Virginia og Arizona, og reykinn, sem lagði upp af þeim og höfnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.