Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 70
68
ÚRVAL
Briggs, sem náði sambandi við far-
þegann og skilaði hringnum og hlaut
fundarlaun. Sagan komst í blöðin,
og það varð til þess, að lögfræð-
ingur einn í Þýzkalandi, las um at-
vikið, og hafði þar með upp á frú
Briggs, en hann hafði leitað að
henni árum saman til að segja henni
að frændi hennar einn hefði arf-
leitt hana að 200 þúsund dollurum.
Það .er algengt að ísmolar falli
til jarðar frá flugvélum og er þá
kannski oft um að kenna hirðu-
lausum flugþernum, en svo kemur
einnig fyrir að stærðar ísjakar falli
af himnum ofan, og það er ekki
flugþernunum að kenna. Það finnst
mýgrútur slíkra dæma um aldarað-
ir.
Eitt sinn féll nærri 70 punda ís-
köggull til jarðar í Acacia. Þetta var
í október 1959, og um líkt leyti féll
30 punda moli til jarðar í Georgíu.
Og fáeinum dögúm seinna féllu
stærðar ísstykki til jarðar í Cleve-
land. Vísindamenn segja að þessir
loftísjakar verði til langt úti í him-
ingeimnum, en fólkið vill hafa sína
fljúgandi diska og verur frá öðrum
hnöttum, og telur ísbjörgin þaðan
komin.
Fiskar falla oft úr lofti og þá er
orsökin hvirfilbyljir eða vatnsstrók-
ar af öðrum orsökum. Eitt sinn
rignai milljónum froska í Gíbrait-
ar, og vegagerðarmenn urðu að aka
mörgum bílhössum af þeim af veg-
unum, áður ei þeir urðu færir bíl-
um.
Geimöldin hefur það í för með
sér, sem skiljanlegt er, að loftið
fyllist af hinum og öðrum hlutum
á sveimi úti í geimnum. Eins og nú
er, þá munu vera um það bil 500
hlutir á sveimi utan jarðar í háloft-
unum.
Þetta eru útgengnir gervihnettir,
útbrunnar eldflaugar og eldflauga
hlutar. Þessir hlutir geta verið allt
frá nokkrum fermetrum og upp í
efri hluta Satúrnuseldflaugar, en
það er sá þyngsti hlutur sem skot-
ið hefur verið á loft og nú sveimar
um háloftin, og vegur þessi hluti
eldflaugarinnar nærri 19 tonn.
Fyrr eða síðar falla þessir hlutir
til jarðar, og þeir eru þegar byrjað-
ir að falla. Þegar Sputnik IV var
yfir Wisconsin, þá linnti ekki á
símahringingum til lögreglunnar til
að tilkynna, ýmsa ókennilega hluti,
sem væru að falla úr lofti hér og
þar í grenndinni. Tuttugu punda
járnstykki féll í þetta sinn á götu
í Manitowoc og gróf þriggja þum-
lunga holu í steypta götuna.
K
Ég var eitt sinn leiðsögumaður ungra, skozkra skáta, sem voru að
skoða kjarnorkukafbát, sem hafði bækistöð í Skotlandi. 1 lok skoðunar-
ferðarinnar um kafbátinn bauð ég drengjunum að bera fram spurning-
ar. Einn drengurinn leit alvarlega á mig og sagði: „Ég var bara að
velta því fyrir mér, hvað mundi gerast, ef karlhvalur ruglaðist eitt-
hvað í ríminu og áilti kafbátinn vera kvenhval.“
Newton Lamb